Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Kristján Már Unnarsson skrifar 26. janúar 2020 21:42 Rauði bletturinn er beint norður af Grindavík, með fjallið Þorbjörn í miðju. Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða svæðinu. Mynd/Af vef Veðurstofunnar. Mynd, unnin er úr gögnum frá gervitungli, sýnir rauðan blett á Reykjanesi með fjallið Þorbjörn í miðju. Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru einnig inni á rauða svæðinu og byggðin í Grindavík í jaðrinum. Myndin var birt á heimasíðu Veðurstofunnar síðdegis og táknar svæðið þar sem land hefur risið mest síðustu vikuna. Í fréttatilkynningu Veðurstofunnar segir að landrisið sé líklegast vísbending um kvikusöfnun á nokkurra kílómetra dýpi. Með öðrum orðum: Það er undir rauða blettinum sem kvika þrýstir líklegast mest á. Hér er myndin eins og hún er sýnd í fullri stærð á vef Veðurstofunnar. Svarta línan, frá A til B, sýnir prófílinn á myndinni hér fyrir neðan.Mynd/Af vef Veðurstofu Íslands. Myndin sýnir jarðskorpuhreyfingar á Reykjanesskaga dagana 18.-24. janúar mældar með InSAR bylgjuvíxlmælingum á myndum frá Sentinel-1 gervitunglinu. Miðja svæðisins þar sem breytingar greinast í myndinni er við fjallið Þorbjörn. Rauði liturinn táknar breytingar yfir 15 millimetra, segir Veðurstofan. Myndin sýnir breytingar á fjarlægð til gervitungls í millimetrum en fjarlægðarbreytingin tengist bæði landrisi og láréttum færslum jarðskorpunnar. Svarta línan á myndinni fyrir ofan sýnir staðsetningu prófíls sem sýndur er á myndinni hér fyrir neðan. Örvar á myndinni sýna flugstefnu og sjónarhorn gervitungslins. Úrvinnslu gagnanna annaðist Vincent Drouin, jarðeðlisfræðingur hjá ÍSOR. Prófílmyndin sýnir að landrisið teygir sig yfir um tíu kílómetra breitt svæði.Mynd/Af vef Veðurstofu. Á prófílnum má sjá að landrisið teygir sig yfir stærra svæði, sem áætla má 10-12 kílómetra breitt, allt vestur frá Eldvörpum og austur að Borgarhrauni og Nátthaga, norðan Ísólfsskála. Sentinel-1 gervitunglið er á vegum Copernicusaráætlunar Evrópusambandsins, umhverfis- og öryggisvöktunar í Evrópu, sem Ísland er aðili að. Því var skotið á loft árið 2014 en sex Sentinel-gervitungl eru komin á braut umhverfis jörðu. Markmiðið er að þau verði allt að þrjátíu talsins. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Áslaug Arna: „Mikilvægt að fólk sé vel upplýst“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn í Grindavík, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 19:06 Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18 Almannavarnakerfið samræmir viðbragð vegna óvissustigsins Búið er að slípa til viðbragð almannavarnakerfisins í heild sinni að sögn upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörg. Búið sé að fara yfir helstu verkferla ef til viðbragðs kemur. 26. janúar 2020 20:00 Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13 „Höfum lengi velt því fyrir okkur hvaða merki það yrðu sem við sæjum fyrst þegar ný goshrina gengur í garð“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 23:30 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira
Mynd, unnin er úr gögnum frá gervitungli, sýnir rauðan blett á Reykjanesi með fjallið Þorbjörn í miðju. Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru einnig inni á rauða svæðinu og byggðin í Grindavík í jaðrinum. Myndin var birt á heimasíðu Veðurstofunnar síðdegis og táknar svæðið þar sem land hefur risið mest síðustu vikuna. Í fréttatilkynningu Veðurstofunnar segir að landrisið sé líklegast vísbending um kvikusöfnun á nokkurra kílómetra dýpi. Með öðrum orðum: Það er undir rauða blettinum sem kvika þrýstir líklegast mest á. Hér er myndin eins og hún er sýnd í fullri stærð á vef Veðurstofunnar. Svarta línan, frá A til B, sýnir prófílinn á myndinni hér fyrir neðan.Mynd/Af vef Veðurstofu Íslands. Myndin sýnir jarðskorpuhreyfingar á Reykjanesskaga dagana 18.-24. janúar mældar með InSAR bylgjuvíxlmælingum á myndum frá Sentinel-1 gervitunglinu. Miðja svæðisins þar sem breytingar greinast í myndinni er við fjallið Þorbjörn. Rauði liturinn táknar breytingar yfir 15 millimetra, segir Veðurstofan. Myndin sýnir breytingar á fjarlægð til gervitungls í millimetrum en fjarlægðarbreytingin tengist bæði landrisi og láréttum færslum jarðskorpunnar. Svarta línan á myndinni fyrir ofan sýnir staðsetningu prófíls sem sýndur er á myndinni hér fyrir neðan. Örvar á myndinni sýna flugstefnu og sjónarhorn gervitungslins. Úrvinnslu gagnanna annaðist Vincent Drouin, jarðeðlisfræðingur hjá ÍSOR. Prófílmyndin sýnir að landrisið teygir sig yfir um tíu kílómetra breitt svæði.Mynd/Af vef Veðurstofu. Á prófílnum má sjá að landrisið teygir sig yfir stærra svæði, sem áætla má 10-12 kílómetra breitt, allt vestur frá Eldvörpum og austur að Borgarhrauni og Nátthaga, norðan Ísólfsskála. Sentinel-1 gervitunglið er á vegum Copernicusaráætlunar Evrópusambandsins, umhverfis- og öryggisvöktunar í Evrópu, sem Ísland er aðili að. Því var skotið á loft árið 2014 en sex Sentinel-gervitungl eru komin á braut umhverfis jörðu. Markmiðið er að þau verði allt að þrjátíu talsins.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Áslaug Arna: „Mikilvægt að fólk sé vel upplýst“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn í Grindavík, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 19:06 Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18 Almannavarnakerfið samræmir viðbragð vegna óvissustigsins Búið er að slípa til viðbragð almannavarnakerfisins í heild sinni að sögn upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörg. Búið sé að fara yfir helstu verkferla ef til viðbragðs kemur. 26. janúar 2020 20:00 Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13 „Höfum lengi velt því fyrir okkur hvaða merki það yrðu sem við sæjum fyrst þegar ný goshrina gengur í garð“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 23:30 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira
Áslaug Arna: „Mikilvægt að fólk sé vel upplýst“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn í Grindavík, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 19:06
Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33
Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16
Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18
Almannavarnakerfið samræmir viðbragð vegna óvissustigsins Búið er að slípa til viðbragð almannavarnakerfisins í heild sinni að sögn upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörg. Búið sé að fara yfir helstu verkferla ef til viðbragðs kemur. 26. janúar 2020 20:00
Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13
„Höfum lengi velt því fyrir okkur hvaða merki það yrðu sem við sæjum fyrst þegar ný goshrina gengur í garð“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 23:30