Níu létust í þyrluslysinu: „Fullkomlega óviðeigandi“ að frétta af andláti ástvinar á TMZ Sylvía Hall skrifar 26. janúar 2020 22:58 Boðað var til blaðamannafundar vegna slyssins. Skjáskot Lögreglustjórinn í Los Angeles-sýslu í Bandaríkjunum hefur staðfest að níu manns voru um borð í þyrlu sem fórst um sexleytið að íslenskum tíma í kvöld. Á meðal þeirra sem voru um borð var körfuboltastjarnan Kobe Bryant og þrettán ára dóttir hans Gianna. Boðað var til blaðamannafundar vegna slyssins nú í kvöld. Allir sem voru um borð létust í slysinu, þyrluflugmaðurinn sjálfur og átta farþegar. Slysið varð skömmu fyrir klukkan tíu í morgun að staðartíma og var mikil þoka á svæðinu.Sjá einnig: Þrettán ára dóttir Kobe Bryant lést einnig í slysinu Eldur kom upp í þyrluflakinu sem gerði viðbragðsaðilum erfitt fyrir þar sem eldurinn dreifði sér yfir stórt svæði. Þá var magnesíum í flakinu sem gerði það að verkum að erfiðara var að slökkva eldinn. Frá vettvangi slyssins.Vísir/Getty Að sögn Alex Villanueva, lögreglustjóra í sýslunni, er enn beðið eftir líkskoðara á vettvang til þess að bera kennsl á þau sem létust. Hann ítrekaði að enn væri of snemmt að gefa út nöfn hinna látnu áður en það væri staðfest. Hann bætti við að það væri „fullkomlega óviðeigandi“ að frétta af andláti ástvina á TMZ, en miðillinn var sá fyrsti sem greindi frá því að Kobe Bryant og dóttir hans væru á meðal hinna látnu. Hér að neðan má sjá blaðamannafundinn í fullri lengd. Andlát Kobe Bryant Bandaríkin Tengdar fréttir Neymar minntist Kobe Paris Saint-Germain vann Lille 2-0 í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Brasilíska stórstjarnan Neymar minntist Kobe Bryant, körfuboltagoðsagnarinnar sem lést í þyrluslysi í morgun, eftir að hann skoraði annað mark Parísarliðsins. 26. janúar 2020 22:00 Svali Björgvins: „Ég hélt að Kobe Bryant væri ódauðlegur“ Svali H. Björgvinsson segist sleginn vegna frétta dagsins um að Kobe Bryant hafi látið lífið í þyrluslysi í Los Angeles í dag. 26. janúar 2020 22:14 Kobe Bryant lést í þyrluslysi Bandaríski körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er látinn að sögn fjölmiðla vestanhafs. Bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa látist í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu í morgun. 26. janúar 2020 19:38 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
Lögreglustjórinn í Los Angeles-sýslu í Bandaríkjunum hefur staðfest að níu manns voru um borð í þyrlu sem fórst um sexleytið að íslenskum tíma í kvöld. Á meðal þeirra sem voru um borð var körfuboltastjarnan Kobe Bryant og þrettán ára dóttir hans Gianna. Boðað var til blaðamannafundar vegna slyssins nú í kvöld. Allir sem voru um borð létust í slysinu, þyrluflugmaðurinn sjálfur og átta farþegar. Slysið varð skömmu fyrir klukkan tíu í morgun að staðartíma og var mikil þoka á svæðinu.Sjá einnig: Þrettán ára dóttir Kobe Bryant lést einnig í slysinu Eldur kom upp í þyrluflakinu sem gerði viðbragðsaðilum erfitt fyrir þar sem eldurinn dreifði sér yfir stórt svæði. Þá var magnesíum í flakinu sem gerði það að verkum að erfiðara var að slökkva eldinn. Frá vettvangi slyssins.Vísir/Getty Að sögn Alex Villanueva, lögreglustjóra í sýslunni, er enn beðið eftir líkskoðara á vettvang til þess að bera kennsl á þau sem létust. Hann ítrekaði að enn væri of snemmt að gefa út nöfn hinna látnu áður en það væri staðfest. Hann bætti við að það væri „fullkomlega óviðeigandi“ að frétta af andláti ástvina á TMZ, en miðillinn var sá fyrsti sem greindi frá því að Kobe Bryant og dóttir hans væru á meðal hinna látnu. Hér að neðan má sjá blaðamannafundinn í fullri lengd.
Andlát Kobe Bryant Bandaríkin Tengdar fréttir Neymar minntist Kobe Paris Saint-Germain vann Lille 2-0 í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Brasilíska stórstjarnan Neymar minntist Kobe Bryant, körfuboltagoðsagnarinnar sem lést í þyrluslysi í morgun, eftir að hann skoraði annað mark Parísarliðsins. 26. janúar 2020 22:00 Svali Björgvins: „Ég hélt að Kobe Bryant væri ódauðlegur“ Svali H. Björgvinsson segist sleginn vegna frétta dagsins um að Kobe Bryant hafi látið lífið í þyrluslysi í Los Angeles í dag. 26. janúar 2020 22:14 Kobe Bryant lést í þyrluslysi Bandaríski körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er látinn að sögn fjölmiðla vestanhafs. Bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa látist í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu í morgun. 26. janúar 2020 19:38 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
Neymar minntist Kobe Paris Saint-Germain vann Lille 2-0 í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Brasilíska stórstjarnan Neymar minntist Kobe Bryant, körfuboltagoðsagnarinnar sem lést í þyrluslysi í morgun, eftir að hann skoraði annað mark Parísarliðsins. 26. janúar 2020 22:00
Svali Björgvins: „Ég hélt að Kobe Bryant væri ódauðlegur“ Svali H. Björgvinsson segist sleginn vegna frétta dagsins um að Kobe Bryant hafi látið lífið í þyrluslysi í Los Angeles í dag. 26. janúar 2020 22:14
Kobe Bryant lést í þyrluslysi Bandaríski körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er látinn að sögn fjölmiðla vestanhafs. Bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa látist í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu í morgun. 26. janúar 2020 19:38