Segir engar líkur á að það verði rafmagnslaust á öllu Reykjanesi eða vatnslaust Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2020 13:15 Virkjun HS Orku í Svartsengi er skammt frá fjallinu Þorbirni. vísir/vilhelm Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, sem framleiðir rafmagn sem og heitt og kalt vatn fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við það ef eitthvað frekar gerist á svæðinu, en eins og greint hefur verið frá er óvenjulegt landris vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna þessa. Vísindamenn telja kvikusöfnun vera undir svæðinu við fjallið en Þorbjörn er skammt frá Grindavík og virkjun HS Orku í Svartsengi. „Við erum í góðu sambandi við yfirvöld almannavarna, höfum sótt fundi þeirra og fylgst vel með. Við gerum okkur hins vegar grein fyrir því að langmestar líkur eru á því að þessar jarðhræringar hafi ekki teljandi áhrif á svæðinu en vegna staðsetningar og nálægðar við byggð þá er eftirlit aukið. Við höfum okkar viðbragðsáætlanir innanhúss og höfum farið yfir þær. Við höldum samt áfram okkar venjulega rekstri en eigum okkar viðbragðsáætlanir ef eitthvað kemur í ljós,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Tómas Már Sigurðsson er forstjóri HS Orku.aðsend Vísindamenn hafa talað um að versta sviðsmyndin geri ráð fyrir hraungosi á svæðinu á allt að tíu kílómetra langri sprungu, en gosið yrði minna en í Holuhrauni. Önnur sviðsmynd sem vísindamenn hafa nefnt er að það myndist gangur og innskot sem gæti valdið skemmdum á vegum, lögnum og öðrum innviðum. Spurður út í verstu sviðsmyndina sem HS Orka vinni út frá segir Tómas allar mögulegar sviðsmyndir skoðaðar. „Og við erum með áætlanir við því sem getur komið upp. Það er erfitt að svara þessu nákvæmlega því mestu líkurnar eru, eins og vísindamenn segja, að engin þessara sviðsmynda hafi einhver teljandi áhrif. En við höfum okkar áætlanir og metum jafnharðan hvað kemur upp og bregðumst við eins og viðeigandi er.“En gæti orðið rafmagnslaust á öllu Reykjanesinu eða jafnvel vatnslaust? „Við teljum engar líkur á því og teljum líka að kerfið gæti vel brugðist við rafmagnsleysi. Við erum með tvær virkjanir, Reykjanesvirkjun og Svartsengisvirkjun. Þessar jarðhræringar eru nálægt Svartsengi en ekki Reykjanesi. Svo erum við náttúrulega líka að framleiða heitt og kalt vatn en eins og sakir standa þá er algjörlega óábyrgt að vera að velta upp einhverjum mismunandi kostum. Við erum með okkar áætlanir ef eitthvað kemur upp og teljum okkur geta brugðist við í flestum tilfellum,“ segir Tómas. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út“ Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 09:58 Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Grindvíkingar gantast með hugsanlegt eldgos Jón Gauti Dagbjartsson strandveiðihetja er pollrólegur vegna hugsanlegs eldgoss 27. janúar 2020 11:57 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, sem framleiðir rafmagn sem og heitt og kalt vatn fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við það ef eitthvað frekar gerist á svæðinu, en eins og greint hefur verið frá er óvenjulegt landris vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna þessa. Vísindamenn telja kvikusöfnun vera undir svæðinu við fjallið en Þorbjörn er skammt frá Grindavík og virkjun HS Orku í Svartsengi. „Við erum í góðu sambandi við yfirvöld almannavarna, höfum sótt fundi þeirra og fylgst vel með. Við gerum okkur hins vegar grein fyrir því að langmestar líkur eru á því að þessar jarðhræringar hafi ekki teljandi áhrif á svæðinu en vegna staðsetningar og nálægðar við byggð þá er eftirlit aukið. Við höfum okkar viðbragðsáætlanir innanhúss og höfum farið yfir þær. Við höldum samt áfram okkar venjulega rekstri en eigum okkar viðbragðsáætlanir ef eitthvað kemur í ljós,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Tómas Már Sigurðsson er forstjóri HS Orku.aðsend Vísindamenn hafa talað um að versta sviðsmyndin geri ráð fyrir hraungosi á svæðinu á allt að tíu kílómetra langri sprungu, en gosið yrði minna en í Holuhrauni. Önnur sviðsmynd sem vísindamenn hafa nefnt er að það myndist gangur og innskot sem gæti valdið skemmdum á vegum, lögnum og öðrum innviðum. Spurður út í verstu sviðsmyndina sem HS Orka vinni út frá segir Tómas allar mögulegar sviðsmyndir skoðaðar. „Og við erum með áætlanir við því sem getur komið upp. Það er erfitt að svara þessu nákvæmlega því mestu líkurnar eru, eins og vísindamenn segja, að engin þessara sviðsmynda hafi einhver teljandi áhrif. En við höfum okkar áætlanir og metum jafnharðan hvað kemur upp og bregðumst við eins og viðeigandi er.“En gæti orðið rafmagnslaust á öllu Reykjanesinu eða jafnvel vatnslaust? „Við teljum engar líkur á því og teljum líka að kerfið gæti vel brugðist við rafmagnsleysi. Við erum með tvær virkjanir, Reykjanesvirkjun og Svartsengisvirkjun. Þessar jarðhræringar eru nálægt Svartsengi en ekki Reykjanesi. Svo erum við náttúrulega líka að framleiða heitt og kalt vatn en eins og sakir standa þá er algjörlega óábyrgt að vera að velta upp einhverjum mismunandi kostum. Við erum með okkar áætlanir ef eitthvað kemur upp og teljum okkur geta brugðist við í flestum tilfellum,“ segir Tómas.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út“ Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 09:58 Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Grindvíkingar gantast með hugsanlegt eldgos Jón Gauti Dagbjartsson strandveiðihetja er pollrólegur vegna hugsanlegs eldgoss 27. janúar 2020 11:57 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út“ Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 09:58
Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33
Grindvíkingar gantast með hugsanlegt eldgos Jón Gauti Dagbjartsson strandveiðihetja er pollrólegur vegna hugsanlegs eldgoss 27. janúar 2020 11:57