Fjölgar um sex í rannsóknarteymi héraðssaksóknara í kjölfar Samherjamálsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2020 15:13 Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari verður komin með sex nýja rannsakendur í teymi sitt í haust. Vísir/Vilhelm Embætti héraðssaksóknara hefur auglýst sex stöður rannsakenda á rannsóknarsviði embættisins lausar til umsóknar. Rannsóknarsvið fer með rannsóknir á sviði fjármuna-, efnahags- og skattalagabrota. Ráðið verður í þrjár stöður frá og með 1. apríl næstkomandi og þrjár til viðbótar eigi síðar en 1. september í haust. Auglýsingin kemur í kjölfar tillögu Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara um að fjölga starfsmönnum embættisins um sex vegna Samherjamálsins. Í minnisblaði Ólafs Þórs til dómsmálaráðuneytisins, sem Ríkisútvarpið fjallaði um í nóvember, kom fram að um lágmarksfjölgun væri að ráða. Tillagan kom í kjölfar þess að Ríkisstjórnin ákvað á vikulegum fundi sínum þann 19. nóvember í kjölfar Samherjamálsins að grípa til aðgerða í því skyni að auka traust á íslensku atvinnulífi. „Þá verður hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara í tengslum við rannsókn embættisins á Samherjamálinu,“ sagði í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar. Að neðan má sjá kröfur til umsækjenda. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins/diplómanámi í lögreglufræðum eða lokið BS/BA háskólagráðu í hagfræði, viðskiptafræði eða öðru sambærilegu háskólanámi. Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er æskileg. Menntun og/eða reynsla við rannsókn eða saksókn sakamála, eða af störfum með fjármálagögn og greiningu slíkra gagna er æskileg. Reynsla af rannsóknum fjármuna-, efnahags- og skattalagabrota er kostur. Framúrskarandi greiningarhæfni, frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi. Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og samvinnufærni. Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum. Mjög góð tölvukunnátta er nauðsynleg, sérstaklega í excel. Þekking og reynsla af upplýsinga- og málaskrárkerfum lögreglu og ákæruvalds er kostur. Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu sem rituðu máli er áskilin. Með umsókninni skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar eftir því sem við á: Reynsla af störfum sem nýtist í framangreint starf. Upplýsingar um almenna og sérstaka starfshæfni. Upplýsingar sem lúta að andlegu atgervi, áræði, mannlegum samskiptum og sjálfstæði. Upplýsingar um tvo núverandi eða fyrrverandi samstarfsmenn/yfirmenn sem veitt geta upplýsingar um störf, samstarfshæfni og aðra hæfni umsækjanda. Aðrar upplýsingar sem varpað geta ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skipta fyrir starfið. Með vísan til 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996 má engan ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%. Konur jafnt sem karlar eru hvött til þess að sækja um en umsóknarfrestur er til 12. febrúar. Lögreglumál Samherjaskjölin Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara hefur auglýst sex stöður rannsakenda á rannsóknarsviði embættisins lausar til umsóknar. Rannsóknarsvið fer með rannsóknir á sviði fjármuna-, efnahags- og skattalagabrota. Ráðið verður í þrjár stöður frá og með 1. apríl næstkomandi og þrjár til viðbótar eigi síðar en 1. september í haust. Auglýsingin kemur í kjölfar tillögu Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara um að fjölga starfsmönnum embættisins um sex vegna Samherjamálsins. Í minnisblaði Ólafs Þórs til dómsmálaráðuneytisins, sem Ríkisútvarpið fjallaði um í nóvember, kom fram að um lágmarksfjölgun væri að ráða. Tillagan kom í kjölfar þess að Ríkisstjórnin ákvað á vikulegum fundi sínum þann 19. nóvember í kjölfar Samherjamálsins að grípa til aðgerða í því skyni að auka traust á íslensku atvinnulífi. „Þá verður hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara í tengslum við rannsókn embættisins á Samherjamálinu,“ sagði í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar. Að neðan má sjá kröfur til umsækjenda. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins/diplómanámi í lögreglufræðum eða lokið BS/BA háskólagráðu í hagfræði, viðskiptafræði eða öðru sambærilegu háskólanámi. Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er æskileg. Menntun og/eða reynsla við rannsókn eða saksókn sakamála, eða af störfum með fjármálagögn og greiningu slíkra gagna er æskileg. Reynsla af rannsóknum fjármuna-, efnahags- og skattalagabrota er kostur. Framúrskarandi greiningarhæfni, frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi. Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og samvinnufærni. Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum. Mjög góð tölvukunnátta er nauðsynleg, sérstaklega í excel. Þekking og reynsla af upplýsinga- og málaskrárkerfum lögreglu og ákæruvalds er kostur. Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu sem rituðu máli er áskilin. Með umsókninni skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar eftir því sem við á: Reynsla af störfum sem nýtist í framangreint starf. Upplýsingar um almenna og sérstaka starfshæfni. Upplýsingar sem lúta að andlegu atgervi, áræði, mannlegum samskiptum og sjálfstæði. Upplýsingar um tvo núverandi eða fyrrverandi samstarfsmenn/yfirmenn sem veitt geta upplýsingar um störf, samstarfshæfni og aðra hæfni umsækjanda. Aðrar upplýsingar sem varpað geta ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skipta fyrir starfið. Með vísan til 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996 má engan ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%. Konur jafnt sem karlar eru hvött til þess að sækja um en umsóknarfrestur er til 12. febrúar.
Lögreglumál Samherjaskjölin Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira