„Stöndum öll saman og hjálpumst að ef eitthvað gerist“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. janúar 2020 19:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir hægt að bregðast hratt við ef til eldgoss við Svartsengi kemur. Unnið hafi verið að því að samhæfa alla viðbragðsaðila og efla vöktun á svæðinu. „Það er búið að vera með mikla samhæfingu núna eftir að vart var við þetta landris þannig að ég tel að við séum vel í stakk búin að mæta því ef eitthvað gerist,“ segir Katrín. Katrín segir að mikilvægt nú að miðla upplýsingum um stöðuna og breytingar sem verða á henni til allra sem á þurfa. „Það sjálfsögðu er það óhugnanlegt að búa við hliðin á eldfjalli sem getur gosið en um leið erum við með mikla vitneskju um hvernig þetta getur þróast og þess vegna einmitt legg ég áherslu á þessa upplýsingamiðlun. Ég heyrði í bæjarstjóranum í Grindavík núna fyrir íbúafundinn og ég veit að þau leggja mikla áherslu á það líka að halda öllum í bænum mjög vel upplýstum um möguleikana í stöðunni. Þannig að ég held að í þessu tilfelli eins og í öðrum þegar við náttúruna á Íslandi er að eiga þá skiptir mestu máli að muna að við erum eitt samfélag og við stöndum öll saman og hjálpumst að ef eitthvað gerist,“ segir Katrín. Hún segir Isavia og flugrekstraraðila fylgjast vel með jarðhræringunum og þróun þeirra. Hún á þó ekki von á að miklar raskanir verði á flugi ef það fer að gjósa. „Ég hef ekki skilið okkar vísindamenn þannig en eins og ég segi það eru þeir sem þekkja þetta best í raun og veru hver áhrifin geta orðið og hvort yfirhöfuð það kemur eldgos því þeir líka benda á það er alls ekki líklegast í stöðunni eins og hún er núna,“ segir Katrín. Þá segir hún fylgjast vel með þróuninni á svæðinu. „Í svona kringumstæðum gildir náttúrulega að vera í viðbragðsstöðu og halda og auka og efla vöktun eins og við erum að gera og tryggja það að ef eitthvað gerist þá séum við öll tilbúin til að bregðast við og standa saman í því,“ segir Katrín. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Segir engar líkur á að það verði rafmagnslaust á öllu Reykjanesi eða vatnslaust Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, sem framleiðir rafmagn sem og heitt og kalt vatn fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við það ef eitthvað frekar gerist á svæðinu, en eins og greint hefur verið frá er óvenjulegt landris vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. 27. janúar 2020 13:15 „Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út“ Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 09:58 Bæjarstjórinn lýsir ótta og kvíða í Grindavík Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæði ótta og kvíða hjá íbúum vegna óvenjulegs landriss vestan við fjallið Þorbjörn í nágrenni bæjarins. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mikilvægt að fullorðnir sem börn og unglingar fylgist vel með framvindu mála. Bakarameistarinn í bænum segir fólk skelkað en ánægt með viðbragðsaðila. 27. janúar 2020 13:56 Búa sig undir hraungos í Svartsengi á margra kílómetra langri gossprungu Almannavarnir búa sig undir að hraungos geti opnast á sprungu í Svartsengiseldstöðinni milli Grindavíkur og Bláa lónsins. Hratt landris mælist á svæðinu en jarðeðlisfræðingur segir þó algengast að svona atburður endi með kvikuinnskoti. 27. janúar 2020 15:27 Grindvíkingar gantast með hugsanlegt eldgos Jón Gauti Dagbjartsson strandveiðihetja er pollrólegur vegna hugsanlegs eldgoss 27. janúar 2020 11:57 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir hægt að bregðast hratt við ef til eldgoss við Svartsengi kemur. Unnið hafi verið að því að samhæfa alla viðbragðsaðila og efla vöktun á svæðinu. „Það er búið að vera með mikla samhæfingu núna eftir að vart var við þetta landris þannig að ég tel að við séum vel í stakk búin að mæta því ef eitthvað gerist,“ segir Katrín. Katrín segir að mikilvægt nú að miðla upplýsingum um stöðuna og breytingar sem verða á henni til allra sem á þurfa. „Það sjálfsögðu er það óhugnanlegt að búa við hliðin á eldfjalli sem getur gosið en um leið erum við með mikla vitneskju um hvernig þetta getur þróast og þess vegna einmitt legg ég áherslu á þessa upplýsingamiðlun. Ég heyrði í bæjarstjóranum í Grindavík núna fyrir íbúafundinn og ég veit að þau leggja mikla áherslu á það líka að halda öllum í bænum mjög vel upplýstum um möguleikana í stöðunni. Þannig að ég held að í þessu tilfelli eins og í öðrum þegar við náttúruna á Íslandi er að eiga þá skiptir mestu máli að muna að við erum eitt samfélag og við stöndum öll saman og hjálpumst að ef eitthvað gerist,“ segir Katrín. Hún segir Isavia og flugrekstraraðila fylgjast vel með jarðhræringunum og þróun þeirra. Hún á þó ekki von á að miklar raskanir verði á flugi ef það fer að gjósa. „Ég hef ekki skilið okkar vísindamenn þannig en eins og ég segi það eru þeir sem þekkja þetta best í raun og veru hver áhrifin geta orðið og hvort yfirhöfuð það kemur eldgos því þeir líka benda á það er alls ekki líklegast í stöðunni eins og hún er núna,“ segir Katrín. Þá segir hún fylgjast vel með þróuninni á svæðinu. „Í svona kringumstæðum gildir náttúrulega að vera í viðbragðsstöðu og halda og auka og efla vöktun eins og við erum að gera og tryggja það að ef eitthvað gerist þá séum við öll tilbúin til að bregðast við og standa saman í því,“ segir Katrín.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Segir engar líkur á að það verði rafmagnslaust á öllu Reykjanesi eða vatnslaust Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, sem framleiðir rafmagn sem og heitt og kalt vatn fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við það ef eitthvað frekar gerist á svæðinu, en eins og greint hefur verið frá er óvenjulegt landris vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. 27. janúar 2020 13:15 „Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út“ Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 09:58 Bæjarstjórinn lýsir ótta og kvíða í Grindavík Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæði ótta og kvíða hjá íbúum vegna óvenjulegs landriss vestan við fjallið Þorbjörn í nágrenni bæjarins. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mikilvægt að fullorðnir sem börn og unglingar fylgist vel með framvindu mála. Bakarameistarinn í bænum segir fólk skelkað en ánægt með viðbragðsaðila. 27. janúar 2020 13:56 Búa sig undir hraungos í Svartsengi á margra kílómetra langri gossprungu Almannavarnir búa sig undir að hraungos geti opnast á sprungu í Svartsengiseldstöðinni milli Grindavíkur og Bláa lónsins. Hratt landris mælist á svæðinu en jarðeðlisfræðingur segir þó algengast að svona atburður endi með kvikuinnskoti. 27. janúar 2020 15:27 Grindvíkingar gantast með hugsanlegt eldgos Jón Gauti Dagbjartsson strandveiðihetja er pollrólegur vegna hugsanlegs eldgoss 27. janúar 2020 11:57 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Segir engar líkur á að það verði rafmagnslaust á öllu Reykjanesi eða vatnslaust Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, sem framleiðir rafmagn sem og heitt og kalt vatn fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við það ef eitthvað frekar gerist á svæðinu, en eins og greint hefur verið frá er óvenjulegt landris vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. 27. janúar 2020 13:15
„Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út“ Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 09:58
Bæjarstjórinn lýsir ótta og kvíða í Grindavík Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæði ótta og kvíða hjá íbúum vegna óvenjulegs landriss vestan við fjallið Þorbjörn í nágrenni bæjarins. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mikilvægt að fullorðnir sem börn og unglingar fylgist vel með framvindu mála. Bakarameistarinn í bænum segir fólk skelkað en ánægt með viðbragðsaðila. 27. janúar 2020 13:56
Búa sig undir hraungos í Svartsengi á margra kílómetra langri gossprungu Almannavarnir búa sig undir að hraungos geti opnast á sprungu í Svartsengiseldstöðinni milli Grindavíkur og Bláa lónsins. Hratt landris mælist á svæðinu en jarðeðlisfræðingur segir þó algengast að svona atburður endi með kvikuinnskoti. 27. janúar 2020 15:27
Grindvíkingar gantast með hugsanlegt eldgos Jón Gauti Dagbjartsson strandveiðihetja er pollrólegur vegna hugsanlegs eldgoss 27. janúar 2020 11:57