Blaðakonu vikið frá störfum eftir tíst um nauðgunarmál Kobe Bryant Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2020 11:15 Kobe Bryant lést í þyrluslysi í Los Angeles á sunnudagsmorgun. Dóttir hans, Gianna Bryant, lést einnig í slysinu, sem og sjö aðrir. Vísir/getty Blaðamanni bandaríska dagblaðsins Washington Post var vikið frá störfum eftir að hún birti tíst um bandaríska körfuboltamanninn Kobe Bryant strax í kjölfar fregna af andláti hans. Aðrir blaðamenn Washington Post hafa gagnrýnt ákvörðun blaðsins harðlega. Sjá einnig: Sveimuðu um í tólf mínútur áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram í mikilli þoku Blaðamaðurinn, Felicia Sonmez, birti á Twitter-reikningi sínum á sunnudag hlekk á grein Daily Beast um Bryant, þar sem fjallað er ítarlega um ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi árið 2003. Á sama tíma kepptust netverjar við að minnast Bryant, sem fórst í þyrluslysi ásamt dóttur sinni og sjö öðrum í Los Angeles á sunnudagsmorgun. Líflátshótanir frá reiðum netverjum Í frétt New York Times segir að Sonmez hafi fengið tölvupóst frá Martin Baron, ritstjóra Washington Post síðdegis á sunnudag, þar sem hann bað hana um að hætta að tísta á umræddan hátt um Bryant. Hún hafi með tístunum sýnt af sér mikið dómgreindarleysi og skaðað orðstír blaðsins. Felicia Sonmez, blaðamaður Washington Post.Twitter Tíst Sonmez vakti jafnframt mikla reiði meðal samfélagsmiðlanotenda, sem margir sendu henni líflátshótanir. Sonmez birti síðar skjáskot af tölvupósti frá óbreyttum netverja, sem kallaði hana öllum illum nöfnum. Á skjáskotinu mátti einnig sjá fullt nafn þess sem sendi póstinn. Í færslu sinni ítrekaði Sonmez að umrædd umfjöllun um Bryant hefði verið skrifuð fyrir þremur árum og að sjálf væri hún ekki höfundurinn. Sonmez eyddi að endingu tístum sínum um málið, alls þremur, að ósk annars ritstjóra hjá blaðinu. Þá var henni í kjölfarið vikið tímabundið frá störfum. Í yfirlýsingu frá ritstjóranum segir að Washington Post skoði nú hvort tíst hennar brjóti í bága við samfélagsmiðlastefnu blaðsins. Þau hafi jafnframt grafið undan starfi samstarfsfélaga hennar. Skylda blaðamanna að segja sannleikann Margir af umræddum samstarfsfélögum Sonmez, alls yfir 200 talsins, skrifuðu hins vegar undir yfirlýsingu þess efnis að illa hafi verið staðið að meðferð málsins. „Felicia fékk yfir sig holskeflu af ofbeldisfullum skilaboðum, þar á meðal hótunum sem höfðu að geyma heimilisfang hennar. […] Í stað þess að vernda og taka upp hanskann fyrir blaðamann sem stóð frammi fyrir ofbeldi, sendi [ritstjórn Washington Post] hana í tímabundið leyfi frá störfum,“ segir í yfirlýsingu blaðamannanna. Our statement in support of our colleague, Felicia Sonmez: https://t.co/2GDbANeybb— Washington Post Guild (@PostGuild) January 27, 2020 Þá kemur þar fram að andlát Bryant sé vissulega harmleikur. Það sé hins vegar skylda blaðamanna að segja allan sannleikann, hvenær sem er og um hvern sem er, óháð vinsældum viðkomandi og tímasetningu. Kobe Bryant var handtekinn árið 2003 eftir að starfsmaður hótels í Colorado-ríki í Bandaríkjunum sakaði hann um að hafa nauðgað sér. Ákæra á hendur honum var látin niður falla tveimur árum síðar og samkomulag náðist við meintan þolanda. Bryant sagði í yfirlýsingu um málið á sínum tíma að hann hefði talið að hann hefði fengið samþykki konunnar áður en þau stunduðu kynlíf. Hann væri hins vegar meðvitaður um að konan hefði ekki verið á sama máli. Andlát Kobe Bryant Bandaríkin Fjölmiðlar Körfubolti Tengdar fréttir WNBA stjörnur um Gigi Bryant: „Hún var framtíðin“ Fráfall Kobe Bryant var mikið áfall fyrir alla körfuboltaáhugamenn en bestu körfuboltakonur heims sáu líka fyrir sér mikla og stóra framtíð fyrir þrettán ára dóttur hans Gianna Bryant eða Gigi eins og hún var alltaf kölluð. 28. janúar 2020 10:30 LeBron James tjáir sig í fyrsta sinn um Kobe: Arfleifð Kobe Bryant er nú á minni ábyrgð Flest stærstu nöfn íþróttaheimsins voru búin að tjá sig um Kobe Bryant eftir að hann fórst í þyrluslysi á sunnudaginn en ekkert hafði heyrst í LeBron James fyrr en í nótt. 28. janúar 2020 08:00 Sveimuðu um í tólf mínútur áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram í mikilli þoku Þyrla Kobe Bryant sveimaði um í tólf mínútur yfir golfvelli áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram fluginu í veðurskilyrðum sem voru ekki góð; þoka og slæmt skyggni. 28. janúar 2020 08:30 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Blaðamanni bandaríska dagblaðsins Washington Post var vikið frá störfum eftir að hún birti tíst um bandaríska körfuboltamanninn Kobe Bryant strax í kjölfar fregna af andláti hans. Aðrir blaðamenn Washington Post hafa gagnrýnt ákvörðun blaðsins harðlega. Sjá einnig: Sveimuðu um í tólf mínútur áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram í mikilli þoku Blaðamaðurinn, Felicia Sonmez, birti á Twitter-reikningi sínum á sunnudag hlekk á grein Daily Beast um Bryant, þar sem fjallað er ítarlega um ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi árið 2003. Á sama tíma kepptust netverjar við að minnast Bryant, sem fórst í þyrluslysi ásamt dóttur sinni og sjö öðrum í Los Angeles á sunnudagsmorgun. Líflátshótanir frá reiðum netverjum Í frétt New York Times segir að Sonmez hafi fengið tölvupóst frá Martin Baron, ritstjóra Washington Post síðdegis á sunnudag, þar sem hann bað hana um að hætta að tísta á umræddan hátt um Bryant. Hún hafi með tístunum sýnt af sér mikið dómgreindarleysi og skaðað orðstír blaðsins. Felicia Sonmez, blaðamaður Washington Post.Twitter Tíst Sonmez vakti jafnframt mikla reiði meðal samfélagsmiðlanotenda, sem margir sendu henni líflátshótanir. Sonmez birti síðar skjáskot af tölvupósti frá óbreyttum netverja, sem kallaði hana öllum illum nöfnum. Á skjáskotinu mátti einnig sjá fullt nafn þess sem sendi póstinn. Í færslu sinni ítrekaði Sonmez að umrædd umfjöllun um Bryant hefði verið skrifuð fyrir þremur árum og að sjálf væri hún ekki höfundurinn. Sonmez eyddi að endingu tístum sínum um málið, alls þremur, að ósk annars ritstjóra hjá blaðinu. Þá var henni í kjölfarið vikið tímabundið frá störfum. Í yfirlýsingu frá ritstjóranum segir að Washington Post skoði nú hvort tíst hennar brjóti í bága við samfélagsmiðlastefnu blaðsins. Þau hafi jafnframt grafið undan starfi samstarfsfélaga hennar. Skylda blaðamanna að segja sannleikann Margir af umræddum samstarfsfélögum Sonmez, alls yfir 200 talsins, skrifuðu hins vegar undir yfirlýsingu þess efnis að illa hafi verið staðið að meðferð málsins. „Felicia fékk yfir sig holskeflu af ofbeldisfullum skilaboðum, þar á meðal hótunum sem höfðu að geyma heimilisfang hennar. […] Í stað þess að vernda og taka upp hanskann fyrir blaðamann sem stóð frammi fyrir ofbeldi, sendi [ritstjórn Washington Post] hana í tímabundið leyfi frá störfum,“ segir í yfirlýsingu blaðamannanna. Our statement in support of our colleague, Felicia Sonmez: https://t.co/2GDbANeybb— Washington Post Guild (@PostGuild) January 27, 2020 Þá kemur þar fram að andlát Bryant sé vissulega harmleikur. Það sé hins vegar skylda blaðamanna að segja allan sannleikann, hvenær sem er og um hvern sem er, óháð vinsældum viðkomandi og tímasetningu. Kobe Bryant var handtekinn árið 2003 eftir að starfsmaður hótels í Colorado-ríki í Bandaríkjunum sakaði hann um að hafa nauðgað sér. Ákæra á hendur honum var látin niður falla tveimur árum síðar og samkomulag náðist við meintan þolanda. Bryant sagði í yfirlýsingu um málið á sínum tíma að hann hefði talið að hann hefði fengið samþykki konunnar áður en þau stunduðu kynlíf. Hann væri hins vegar meðvitaður um að konan hefði ekki verið á sama máli.
Andlát Kobe Bryant Bandaríkin Fjölmiðlar Körfubolti Tengdar fréttir WNBA stjörnur um Gigi Bryant: „Hún var framtíðin“ Fráfall Kobe Bryant var mikið áfall fyrir alla körfuboltaáhugamenn en bestu körfuboltakonur heims sáu líka fyrir sér mikla og stóra framtíð fyrir þrettán ára dóttur hans Gianna Bryant eða Gigi eins og hún var alltaf kölluð. 28. janúar 2020 10:30 LeBron James tjáir sig í fyrsta sinn um Kobe: Arfleifð Kobe Bryant er nú á minni ábyrgð Flest stærstu nöfn íþróttaheimsins voru búin að tjá sig um Kobe Bryant eftir að hann fórst í þyrluslysi á sunnudaginn en ekkert hafði heyrst í LeBron James fyrr en í nótt. 28. janúar 2020 08:00 Sveimuðu um í tólf mínútur áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram í mikilli þoku Þyrla Kobe Bryant sveimaði um í tólf mínútur yfir golfvelli áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram fluginu í veðurskilyrðum sem voru ekki góð; þoka og slæmt skyggni. 28. janúar 2020 08:30 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
WNBA stjörnur um Gigi Bryant: „Hún var framtíðin“ Fráfall Kobe Bryant var mikið áfall fyrir alla körfuboltaáhugamenn en bestu körfuboltakonur heims sáu líka fyrir sér mikla og stóra framtíð fyrir þrettán ára dóttur hans Gianna Bryant eða Gigi eins og hún var alltaf kölluð. 28. janúar 2020 10:30
LeBron James tjáir sig í fyrsta sinn um Kobe: Arfleifð Kobe Bryant er nú á minni ábyrgð Flest stærstu nöfn íþróttaheimsins voru búin að tjá sig um Kobe Bryant eftir að hann fórst í þyrluslysi á sunnudaginn en ekkert hafði heyrst í LeBron James fyrr en í nótt. 28. janúar 2020 08:00
Sveimuðu um í tólf mínútur áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram í mikilli þoku Þyrla Kobe Bryant sveimaði um í tólf mínútur yfir golfvelli áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram fluginu í veðurskilyrðum sem voru ekki góð; þoka og slæmt skyggni. 28. janúar 2020 08:30