Ungt fólk velur fyrirtæki sem sýna ábyrgð í verki Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. janúar 2020 07:30 Fyrirtækjum ber siðferðileg skylda til að leggja sitt af mörkum til þess að sporna gegn skaðlegum umhverfisáhrifum, styðja við starfsfólk sitt og sýna siðferðilega verjanlega viðskiptahætti. Fyrirtæki nýta auðlindir til þess að skapa hagnað og er sjálfsögð krafa að þau nýti hluta þess hagnaðar til þess að vega upp á móti þeim óhjákvæmilegu umhverfisáhrifum sem atvinnureksturinn kann að hafa í för með sér. Sú er í það minnsta skoðun okkar en ég tilheyri hópi níu ungra kvenna sem leggja um þessar mundir Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð lið við að skipuleggja stærsta viðburð sinn á árinu; Janúarráðstefnu samtakanna sem fer fram á morgun. Sjálfbærni og hagnaður fara saman Þeim sem deila ekki þessari skoðun okkar má benda á þá staðreynd, sem hefur verið mörgum ljós um áratugaskeið, að bein tengsl eru á milli fjárhagslegs ávinnings fyrirtækja og þess að leggja ríka áherslu á markvissa stefnu í því sem snýr að samfélagsábyrgð. Ávinningurinn er margvíslegur: 1. Fyrirtæki sem leggja í þá vegferð að mæla umhverfisáhrif sín með gegnsæjum og traustum hætti sóa minna og nýta fjármuni með skilvirkari hætti. 2. Fjárfestar velja heldur fyrirtæki með markvissa, gegnsæja og trausta samfélagsstefnu. 3. Sjálfbærniverkefni ýta undir nýsköpun og frjóan hugsunarhátt meðal starfsmanna fyrirtækja. 4. Orðspor fyrirtækja sem leggja áherslu á samfélagsábyrgð er almennt jákvæðara og traust viðskiptavina til starfseminnar meiri. 5. Fyrirtæki sem leggja upp úr vellíðan starfsfólks í starfi, með áherslu á jafnrétti, heilsueflingu og þess háttar, sjá aukin afköst, færri veikindastundir og minni starfsmannaveltu. Þetta eru vissulega aðeins fáein dæmi en þessi og fleiri eru tíunduð í skýrslu Alþjóðalánastofnunarinnar, systursamtaka Alþjóðabankans, The Business Case for Sustainability. Í skýrslunni er að auki vísað til rannsóknar frá Harvard háskóla þar sem fylgst var með fjárhagslegri stöðu 180 fyrirtækja yfir átján ára tímabil. Fyrirtækin lögðu mismikið uppúr því að hafa skýra stefnu hvað varðar samfélagslega ábyrgð en í ljós kom að þau fyrirtæki sem tóku þau mál föstum tökum högnuðust umtalsvert meira en þau sem létu það undir höfuð leggjast. Ungt fólk leggur áherslu á sjálfbærni Þá er ótalið það mikilvægasta: Ungt fólk hefur verið í fararbroddi undanfarið við að benda á nauðsyn þess að við sem samfélag tökum loftslagsvánni alvarlega og hafa hóparnir að mestu beint spjótum sínum að stjórnvöldum. Ekki er síður mikilvægt að einkageirinn á Íslandi leggi sitt af mörkum og í raun algjör grundvallarforsenda þess að við náum árangri í minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Neysluhegðun ungs fólks í dag er önnur en fyrri kynslóða. Við vitum að fyrirtæki, stór og smá, eru þeir sem menga mest. Aðgerðir einstaklinga duga skammt ef fyrirtæki sýna ekki sína ábyrgð í verki. Þá er ég ekki að gera lítið úr því að hver og einn líti í eigin barm og skoði eigið neyslumynstur en staðreyndin er einfaldlega sú að fyrirtæki nýta mun meira magn af auðlindum en einstaklingar og geta haft meiri áhrif ef þau nýta hluta hagnaðar til að fjárfesta í mælingum á umhverfisáhrifum og innleiða samfélagsábyrga stefnu. Íslensk fyrirtæki hafa þegar tekið af skarið Mörg dæmi eru um íslensk fyrirtæki sem lagt hafa áherslu á sjálfbærni og uppskorið fjárhagslegan ávinning. Ágætt dæmi er Krónan sem hefur lagt áherslu á að minnka sóun, upplýst val og lýðheilsu viðskiptavina sem svo hefur leitt til þess að neytendur virðast kjósa þá matvöruverslun umfram aðrar. Reksturinn hefur í það minnsta sjaldan staðið styrkari fótum. Annað dæmi og af öðrum toga er fyrirtæki eins og Marel sem grundvallar starfsemi sína í að hanna sjálfbærar viðskiptalausnir í matvælaframleiðslu. Ótrúlega gaman og hvetjandi fyrir okkur sem að komum á viðburði hjá Festu er að heyra jákvæðar reynslusögur fleiri fyrirtækja af sjálfbærniverkefnum. Þessi fyrirtæki hafa lagt raunverulega vinnu og fjármuni í að skoða í smáatriðum eigin rekstur til þess að hafa góð áhrif á samfélagið allt. Neytendur eru farnir að sjá í gegnum innihaldslausar aðgerðir fyrirtækja sem nýta samfélagsábyrgð í auglýsingaskyni en láta undir höfuð leggjast að vinna markvisst að sjálfbærnistefnu sem tekur til innri starfsemi fyrirtækisins og hefur jákvæð áhrif út á við. Ungt fólk er á leið út á atvinnumarkaðinn, við munum stofna fjölskyldur, reka heimili og tala um þjónustu og vörur við vini okkar í kaffi og kunningja á samfélagsmiðlum. Við viljum versla við, vinna hjá og mæla með þeim fyrirtækjum sem sýna ábyrgð í verki. Höfundur er með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá Columbia háskóla í New York og vinnur að verkefnum tengdum sjálfbærni fyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Sjá meira
Fyrirtækjum ber siðferðileg skylda til að leggja sitt af mörkum til þess að sporna gegn skaðlegum umhverfisáhrifum, styðja við starfsfólk sitt og sýna siðferðilega verjanlega viðskiptahætti. Fyrirtæki nýta auðlindir til þess að skapa hagnað og er sjálfsögð krafa að þau nýti hluta þess hagnaðar til þess að vega upp á móti þeim óhjákvæmilegu umhverfisáhrifum sem atvinnureksturinn kann að hafa í för með sér. Sú er í það minnsta skoðun okkar en ég tilheyri hópi níu ungra kvenna sem leggja um þessar mundir Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð lið við að skipuleggja stærsta viðburð sinn á árinu; Janúarráðstefnu samtakanna sem fer fram á morgun. Sjálfbærni og hagnaður fara saman Þeim sem deila ekki þessari skoðun okkar má benda á þá staðreynd, sem hefur verið mörgum ljós um áratugaskeið, að bein tengsl eru á milli fjárhagslegs ávinnings fyrirtækja og þess að leggja ríka áherslu á markvissa stefnu í því sem snýr að samfélagsábyrgð. Ávinningurinn er margvíslegur: 1. Fyrirtæki sem leggja í þá vegferð að mæla umhverfisáhrif sín með gegnsæjum og traustum hætti sóa minna og nýta fjármuni með skilvirkari hætti. 2. Fjárfestar velja heldur fyrirtæki með markvissa, gegnsæja og trausta samfélagsstefnu. 3. Sjálfbærniverkefni ýta undir nýsköpun og frjóan hugsunarhátt meðal starfsmanna fyrirtækja. 4. Orðspor fyrirtækja sem leggja áherslu á samfélagsábyrgð er almennt jákvæðara og traust viðskiptavina til starfseminnar meiri. 5. Fyrirtæki sem leggja upp úr vellíðan starfsfólks í starfi, með áherslu á jafnrétti, heilsueflingu og þess háttar, sjá aukin afköst, færri veikindastundir og minni starfsmannaveltu. Þetta eru vissulega aðeins fáein dæmi en þessi og fleiri eru tíunduð í skýrslu Alþjóðalánastofnunarinnar, systursamtaka Alþjóðabankans, The Business Case for Sustainability. Í skýrslunni er að auki vísað til rannsóknar frá Harvard háskóla þar sem fylgst var með fjárhagslegri stöðu 180 fyrirtækja yfir átján ára tímabil. Fyrirtækin lögðu mismikið uppúr því að hafa skýra stefnu hvað varðar samfélagslega ábyrgð en í ljós kom að þau fyrirtæki sem tóku þau mál föstum tökum högnuðust umtalsvert meira en þau sem létu það undir höfuð leggjast. Ungt fólk leggur áherslu á sjálfbærni Þá er ótalið það mikilvægasta: Ungt fólk hefur verið í fararbroddi undanfarið við að benda á nauðsyn þess að við sem samfélag tökum loftslagsvánni alvarlega og hafa hóparnir að mestu beint spjótum sínum að stjórnvöldum. Ekki er síður mikilvægt að einkageirinn á Íslandi leggi sitt af mörkum og í raun algjör grundvallarforsenda þess að við náum árangri í minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Neysluhegðun ungs fólks í dag er önnur en fyrri kynslóða. Við vitum að fyrirtæki, stór og smá, eru þeir sem menga mest. Aðgerðir einstaklinga duga skammt ef fyrirtæki sýna ekki sína ábyrgð í verki. Þá er ég ekki að gera lítið úr því að hver og einn líti í eigin barm og skoði eigið neyslumynstur en staðreyndin er einfaldlega sú að fyrirtæki nýta mun meira magn af auðlindum en einstaklingar og geta haft meiri áhrif ef þau nýta hluta hagnaðar til að fjárfesta í mælingum á umhverfisáhrifum og innleiða samfélagsábyrga stefnu. Íslensk fyrirtæki hafa þegar tekið af skarið Mörg dæmi eru um íslensk fyrirtæki sem lagt hafa áherslu á sjálfbærni og uppskorið fjárhagslegan ávinning. Ágætt dæmi er Krónan sem hefur lagt áherslu á að minnka sóun, upplýst val og lýðheilsu viðskiptavina sem svo hefur leitt til þess að neytendur virðast kjósa þá matvöruverslun umfram aðrar. Reksturinn hefur í það minnsta sjaldan staðið styrkari fótum. Annað dæmi og af öðrum toga er fyrirtæki eins og Marel sem grundvallar starfsemi sína í að hanna sjálfbærar viðskiptalausnir í matvælaframleiðslu. Ótrúlega gaman og hvetjandi fyrir okkur sem að komum á viðburði hjá Festu er að heyra jákvæðar reynslusögur fleiri fyrirtækja af sjálfbærniverkefnum. Þessi fyrirtæki hafa lagt raunverulega vinnu og fjármuni í að skoða í smáatriðum eigin rekstur til þess að hafa góð áhrif á samfélagið allt. Neytendur eru farnir að sjá í gegnum innihaldslausar aðgerðir fyrirtækja sem nýta samfélagsábyrgð í auglýsingaskyni en láta undir höfuð leggjast að vinna markvisst að sjálfbærnistefnu sem tekur til innri starfsemi fyrirtækisins og hefur jákvæð áhrif út á við. Ungt fólk er á leið út á atvinnumarkaðinn, við munum stofna fjölskyldur, reka heimili og tala um þjónustu og vörur við vini okkar í kaffi og kunningja á samfélagsmiðlum. Við viljum versla við, vinna hjá og mæla með þeim fyrirtækjum sem sýna ábyrgð í verki. Höfundur er með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá Columbia háskóla í New York og vinnur að verkefnum tengdum sjálfbærni fyrirtækja.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun