„Pólska ríkisstjórnin hreinlega rasskellt af þinginu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. janúar 2020 12:32 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkisnefndar. Vísir Evrópuráðsþingið samþykkti með miklum meirihluta að hefja virkt vöktunarferli fyrir Pólland og að beina tilmælum til pólskra stjórnvalda um að þau hætti pólitískum afskiptum af dómskerfinu þar í landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar vekur athygli á þessu á Facebook síðu sinni í dag. „Héðan úr þingi Evrópuráðsins er það helst að frétta að í gær var pólska ríkisstjórnin hreinlega rasskellt af þinginu,“ skrifar Rósa. Þingið hafi samþykkt með 140 atkvæðum gegn 37 „að Pólland verði að láta dómskerfið sitt virka og hætta pólitískum afskiptum af dómskerfinu þar, til að mynda við skipanir dómara.“ Þá hafi þingið ákveðið að hefja svokallað virkt vöktunarferli fyrir Pólland í ljósi þeirra breytinga sem gerðar hafi verið á lýðræðisstofnunum sem hafi „skaðað mjög sjálfstæði dómsvaldsins og almenn lög og reglur," skrifar Rósa og vitnar þar í frétt Evrópuráðsins um málið. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem Evrópuráðið tekur upp virka vöktun á Evrópusambandsríki en það segir Rósa sýna fram á alvarleika málsins. „Til að tengja þessi tíðindi hingað heim, er skemmst að minnast að eina yfirlýsing um stuðning við vörn Íslands í Landsréttarmálinu við Mannréttindadómstól Evrópu sem fer fram nú eftir rúmlega viku kom frá...pólska ríkinu...“ skrifar Rósa. Segir hún þann stuðning vera varasaman auk þess sem ákvörðun Evrópuráðsins, sem tekin var í gær, hljóti að fá marga til að hugsa „vel og vandlega um stöðuna í íslenska dómkerfinu,“ líkt og segir í færslu Rósu.Dómarafélagið hefur meðal annars sagt þennan stuðning pólskra stjórnvalda við Landsréttarmálið vera áhyggjuefni en íslensk stjórnvöld hafa sagt engin tengsl á milli máls Íslands fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu og deilunnar um sjálfstæði dómstóla í Póllandi. Áður hefur Evrópudómstóllinn til að mynda komist að þeirri niðurstöðu að pólsk stjórnvöld hafi brotið Evrópulög þegar þau ákváðu að lækka eftirlaunaaldur dómara. Sú ákvörðun vakti harða gagnrýni Evrópuríkja og stjórnarandstæðinga í Póllandi sem sökuðu stjórnvöld um að blanda pólitík inn í réttarkerfi landsins. Landsréttarmálið Pólland Utanríkismál Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Evrópuráðsþingið samþykkti með miklum meirihluta að hefja virkt vöktunarferli fyrir Pólland og að beina tilmælum til pólskra stjórnvalda um að þau hætti pólitískum afskiptum af dómskerfinu þar í landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar vekur athygli á þessu á Facebook síðu sinni í dag. „Héðan úr þingi Evrópuráðsins er það helst að frétta að í gær var pólska ríkisstjórnin hreinlega rasskellt af þinginu,“ skrifar Rósa. Þingið hafi samþykkt með 140 atkvæðum gegn 37 „að Pólland verði að láta dómskerfið sitt virka og hætta pólitískum afskiptum af dómskerfinu þar, til að mynda við skipanir dómara.“ Þá hafi þingið ákveðið að hefja svokallað virkt vöktunarferli fyrir Pólland í ljósi þeirra breytinga sem gerðar hafi verið á lýðræðisstofnunum sem hafi „skaðað mjög sjálfstæði dómsvaldsins og almenn lög og reglur," skrifar Rósa og vitnar þar í frétt Evrópuráðsins um málið. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem Evrópuráðið tekur upp virka vöktun á Evrópusambandsríki en það segir Rósa sýna fram á alvarleika málsins. „Til að tengja þessi tíðindi hingað heim, er skemmst að minnast að eina yfirlýsing um stuðning við vörn Íslands í Landsréttarmálinu við Mannréttindadómstól Evrópu sem fer fram nú eftir rúmlega viku kom frá...pólska ríkinu...“ skrifar Rósa. Segir hún þann stuðning vera varasaman auk þess sem ákvörðun Evrópuráðsins, sem tekin var í gær, hljóti að fá marga til að hugsa „vel og vandlega um stöðuna í íslenska dómkerfinu,“ líkt og segir í færslu Rósu.Dómarafélagið hefur meðal annars sagt þennan stuðning pólskra stjórnvalda við Landsréttarmálið vera áhyggjuefni en íslensk stjórnvöld hafa sagt engin tengsl á milli máls Íslands fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu og deilunnar um sjálfstæði dómstóla í Póllandi. Áður hefur Evrópudómstóllinn til að mynda komist að þeirri niðurstöðu að pólsk stjórnvöld hafi brotið Evrópulög þegar þau ákváðu að lækka eftirlaunaaldur dómara. Sú ákvörðun vakti harða gagnrýni Evrópuríkja og stjórnarandstæðinga í Póllandi sem sökuðu stjórnvöld um að blanda pólitík inn í réttarkerfi landsins.
Landsréttarmálið Pólland Utanríkismál Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira