Hvatti forseta til að „sparka í rassinn á þessum ráðherralufsum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. janúar 2020 16:06 Ágúst Ólafur sparaði ekki stóru orðin um ríkisstjórnina á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sparaði ekki stóru orðin undir liðnum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. Sá forseti þingsins ástæðu til að beina þeim tilmælum til þingmannsins að vanda orðavalið. Ágúst lýsti yfir óánægju sinni með það, að líkt og fyrir jól, séu það fyrst og fremst þingmannamál sem beri uppi dagskrá þingsins. Mál ríkisstjórnarinnar komi bæði seint og illa inn til þingsins. „Ég hefði haldið að ríkisstjórn sem telur sig hafa eitthvað erindi myndi mæta nokkuð keik til leiks með fullt af nýjum þingmálum,“ sagði Ágúst Ólafur. Það sé hins vegar alls ekki raunin. Sagði hann að á að giska væru þingmannamálin líklega um þrír fjórðu hlutar þeirra mála sem komist hafa á dagskrá þingsins. „Þetta væri kannski allt í lagi ef planið væri að afgreiða þessi góðu þingmannamál en svo er auðvitað ekki raunin. Herra forseti, samkvæmt nýendurskoðaðri þingmálaskrá eru ráðherrarnir nú að seinka yfir 40 málum,“ sagði Ágúst Ólafur um leið og hann hvatti þingforseta til að „góðlátlega sparka í rassinn á þessum ráðherralufsum í þessari skrýtnu ríkisstjórn.“ Að mati Ágústs virðist ríkisstjórnin halda að þingið sé „einhver tilgangslítill stimpilpúði fyrir málin sín sem koma fram bæði seint og illa,“ eins og hann orðaði það. Þegar hann hafði lokið máli sínu sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, Ágústi Ólafi að gæta orða sinna. „Forseti hvetur þingmenn til að gæta hófs í orðavali,“ sagði Steingrímur. Alþingi Samfylkingin Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sparaði ekki stóru orðin undir liðnum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. Sá forseti þingsins ástæðu til að beina þeim tilmælum til þingmannsins að vanda orðavalið. Ágúst lýsti yfir óánægju sinni með það, að líkt og fyrir jól, séu það fyrst og fremst þingmannamál sem beri uppi dagskrá þingsins. Mál ríkisstjórnarinnar komi bæði seint og illa inn til þingsins. „Ég hefði haldið að ríkisstjórn sem telur sig hafa eitthvað erindi myndi mæta nokkuð keik til leiks með fullt af nýjum þingmálum,“ sagði Ágúst Ólafur. Það sé hins vegar alls ekki raunin. Sagði hann að á að giska væru þingmannamálin líklega um þrír fjórðu hlutar þeirra mála sem komist hafa á dagskrá þingsins. „Þetta væri kannski allt í lagi ef planið væri að afgreiða þessi góðu þingmannamál en svo er auðvitað ekki raunin. Herra forseti, samkvæmt nýendurskoðaðri þingmálaskrá eru ráðherrarnir nú að seinka yfir 40 málum,“ sagði Ágúst Ólafur um leið og hann hvatti þingforseta til að „góðlátlega sparka í rassinn á þessum ráðherralufsum í þessari skrýtnu ríkisstjórn.“ Að mati Ágústs virðist ríkisstjórnin halda að þingið sé „einhver tilgangslítill stimpilpúði fyrir málin sín sem koma fram bæði seint og illa,“ eins og hann orðaði það. Þegar hann hafði lokið máli sínu sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, Ágústi Ólafi að gæta orða sinna. „Forseti hvetur þingmenn til að gæta hófs í orðavali,“ sagði Steingrímur.
Alþingi Samfylkingin Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira