Skrifstofustjóri borgarstjóra: „Skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig“ Andri Eysteinsson skrifar 14. ágúst 2020 23:10 Helga hefur tjáð sig um ásakanir Vigdísar Hauksdóttur. Vísir/Vilhelm Það er skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig og annað starfsfólk borgarinnar í stað þess að geta einbeitt sér að því að vinna að góðum málum í þágu borgarbúa. Það er líka skaðlegt fyrir mig, fjölskyldu mína og mína heilsu,“ skrifar Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni. Í færslunni fjallar Helga Björg um ásakanir og kvartanir borgarfulltrúa Miðflokksins, Vigdísi Hauksdóttur, í garð hennar á undanförnum tveimur árum. Helga segist hafa komist að því í sumar að hún geti ekki lengur setið þögul undir árásum Vigdísar og því ákveðið að bregðast opinberlega við ummælum hennar. „Undanfarin rúm tvö ár hafa vægast sagt verið óvanaleg þar sem borgarfulltrúi Miðflokksins hefur ítrekað og nánast stöðugt ráðist að mér með ásökunum sem hafa gróflega vegið að æru minni og starfsheiðri,“ skrifar Helga og telur upp nokkur atriði. „Í upphafi þessa árs urðu þáttaskil þegar borgarfulltrúinn tók upp á því að krefjast þess að ég sækti ekki fundi sem hún sæti. Í fyrstu á þeim forsendum að þar sem ég hafði sett fram eineltiskvörtun í hennar garð bæri mér að forðast hana, svo á þeim forsendum að ég hafi brotið á henni „sem kjörnum fulltrúa með lygum, óheiðarleika og upplognum sökum“ og er hún þar væntanlega að vísa til kvartana minna um einelti og brot á siðareglum,“ skrifar Helga og minnir á að Vigdís hafi snúið baki við henni á fundum eftir að farið var að funda með fjarfundarbúnaði. Helga segir að hún hafi brugðist við þessu með því að setja fram formlegar kvartanir en ekki haft erindi sem erfiði þar sem ekki hafi fengist niðurstaða í málin þar sem að Vigdís hafi komið sér undan þátttöku í rannsóknum á framkomu sinni. Helga Björg Ragnarsdóttir Segir Helga að hún hafi talið sér trú um það á síðustu árum að allir geti séð í gegnum lygar Vigdísar og segir hana ekki víla fyrir sér að fara fram gegn sér með ósannindum og hreinum lygum. „Ég hef talið mér trú um að það sjái allir í gegnum lygarnar og að fólk trúi því ekki sem hún setur fram en elja hennar og seigla í að viðhalda rangfærslunum hafa orðið til þess það eru farnar að renna á mig tvær grímur um það. Borgarfulltrúi Miðflokksins hefur nefnilega náð ágætis tökum á þeirri aðferðafræði að setja fram staðlausar fullyrðingar og endurtaka þær nógu oft til að ljá þeim sannleiksáru. Þessi aðferðafræði minnir mjög á aðferðir kollega hennar úti í heimi þar sem öllum brögðum er beitt í þeim pólitíska tilgangi að skapa vantraust og grafa undan stjórnkerfum. Það er mikilvægt að horfa á nálgun stjórnmálafólks sem beitir þessari aðferðafræði í gagnrýnu ljósi hér á landi sem annars staðar. Helga segir að Vigdís hafi ítrekað ranglega haldið því fram að hún eigi inni afsökunarbeiðni. Í bréfi til Vigdísar hafi Helga vænt hana um trúnaðarbrot en Helga segir að bréfið hafi aldrei verið skrifað. Þá hafi Vigdís sagt Helgu hafa fengið dóm fyrir einelti eða óviðeigandi framkomu í garð starfsmanns en það sé rangt. „Nú virðist borgarfulltrúinn ætla að beita sömu aðferð í umfjöllum um álit siðaráðs Dómarafélags Íslands, en hún hefur haldið því fram að niðurstaða siðaráðsins hafi verið mér í óhag. Það er rangt. Siðaráðið taldi erindi mitt gefa tilefni til að brýna fyrir dómurum að gæta virðingar og hófsemi gagnvart öllum einstaklingum sem að dómsmálum koma með einum eða öðrum hætti. Það er óskiljanlegt að kjörinn fulltrúi nýti sér fundi í ráðum borgarinnar til að setja fram slíkar staðleysur. Það sem meira er, það er skaðlegt,“ skrifar Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu Borgarstjóra Reykjavíkur og lýkur færslu sinni á því að segja málið ekki bara snúast um sig. „Ef svona pólitík fær að virka óáreitt og kerfið á engin svör við henni, þá óttast ég að þetta geti verið byrjunin á því sem koma skal,“ Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Sjá meira
Það er skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig og annað starfsfólk borgarinnar í stað þess að geta einbeitt sér að því að vinna að góðum málum í þágu borgarbúa. Það er líka skaðlegt fyrir mig, fjölskyldu mína og mína heilsu,“ skrifar Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni. Í færslunni fjallar Helga Björg um ásakanir og kvartanir borgarfulltrúa Miðflokksins, Vigdísi Hauksdóttur, í garð hennar á undanförnum tveimur árum. Helga segist hafa komist að því í sumar að hún geti ekki lengur setið þögul undir árásum Vigdísar og því ákveðið að bregðast opinberlega við ummælum hennar. „Undanfarin rúm tvö ár hafa vægast sagt verið óvanaleg þar sem borgarfulltrúi Miðflokksins hefur ítrekað og nánast stöðugt ráðist að mér með ásökunum sem hafa gróflega vegið að æru minni og starfsheiðri,“ skrifar Helga og telur upp nokkur atriði. „Í upphafi þessa árs urðu þáttaskil þegar borgarfulltrúinn tók upp á því að krefjast þess að ég sækti ekki fundi sem hún sæti. Í fyrstu á þeim forsendum að þar sem ég hafði sett fram eineltiskvörtun í hennar garð bæri mér að forðast hana, svo á þeim forsendum að ég hafi brotið á henni „sem kjörnum fulltrúa með lygum, óheiðarleika og upplognum sökum“ og er hún þar væntanlega að vísa til kvartana minna um einelti og brot á siðareglum,“ skrifar Helga og minnir á að Vigdís hafi snúið baki við henni á fundum eftir að farið var að funda með fjarfundarbúnaði. Helga segir að hún hafi brugðist við þessu með því að setja fram formlegar kvartanir en ekki haft erindi sem erfiði þar sem ekki hafi fengist niðurstaða í málin þar sem að Vigdís hafi komið sér undan þátttöku í rannsóknum á framkomu sinni. Helga Björg Ragnarsdóttir Segir Helga að hún hafi talið sér trú um það á síðustu árum að allir geti séð í gegnum lygar Vigdísar og segir hana ekki víla fyrir sér að fara fram gegn sér með ósannindum og hreinum lygum. „Ég hef talið mér trú um að það sjái allir í gegnum lygarnar og að fólk trúi því ekki sem hún setur fram en elja hennar og seigla í að viðhalda rangfærslunum hafa orðið til þess það eru farnar að renna á mig tvær grímur um það. Borgarfulltrúi Miðflokksins hefur nefnilega náð ágætis tökum á þeirri aðferðafræði að setja fram staðlausar fullyrðingar og endurtaka þær nógu oft til að ljá þeim sannleiksáru. Þessi aðferðafræði minnir mjög á aðferðir kollega hennar úti í heimi þar sem öllum brögðum er beitt í þeim pólitíska tilgangi að skapa vantraust og grafa undan stjórnkerfum. Það er mikilvægt að horfa á nálgun stjórnmálafólks sem beitir þessari aðferðafræði í gagnrýnu ljósi hér á landi sem annars staðar. Helga segir að Vigdís hafi ítrekað ranglega haldið því fram að hún eigi inni afsökunarbeiðni. Í bréfi til Vigdísar hafi Helga vænt hana um trúnaðarbrot en Helga segir að bréfið hafi aldrei verið skrifað. Þá hafi Vigdís sagt Helgu hafa fengið dóm fyrir einelti eða óviðeigandi framkomu í garð starfsmanns en það sé rangt. „Nú virðist borgarfulltrúinn ætla að beita sömu aðferð í umfjöllum um álit siðaráðs Dómarafélags Íslands, en hún hefur haldið því fram að niðurstaða siðaráðsins hafi verið mér í óhag. Það er rangt. Siðaráðið taldi erindi mitt gefa tilefni til að brýna fyrir dómurum að gæta virðingar og hófsemi gagnvart öllum einstaklingum sem að dómsmálum koma með einum eða öðrum hætti. Það er óskiljanlegt að kjörinn fulltrúi nýti sér fundi í ráðum borgarinnar til að setja fram slíkar staðleysur. Það sem meira er, það er skaðlegt,“ skrifar Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu Borgarstjóra Reykjavíkur og lýkur færslu sinni á því að segja málið ekki bara snúast um sig. „Ef svona pólitík fær að virka óáreitt og kerfið á engin svör við henni, þá óttast ég að þetta geti verið byrjunin á því sem koma skal,“
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Sjá meira