„Deginum ljósara“ að aðgerðirnar stöðvi komur ferðamanna Andri Eysteinsson skrifar 14. ágúst 2020 19:56 Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég held að það sé alveg deginum ljósara, og að stjórnvöld geri sér alveg grein fyrir því, að þetta stöðvar hreinlega allar komur ferðamanna til landsins. Það er í raun og veru svolítið dapurlegt því að við höfum verið að undirbúa haustið og reynt að koma lífi í bransann aftur,“ sagði Kristófer í samtali við Sindra Sindrason, fréttaþul. í kvöld. Kristófer segir að búast megi við því að áhrifin af aðgerðunum munu vara mun lengur en þær standa yfir. „Við erum búin að setja fram söluherferðir, með margra mánaða undirbúningi, sem nú hafa verið blásnar af,“ segir Kristófer og bætir við að næsta „slot“ verði kannski ekki fyrr en eftir áramót. Óvissan sé þá mikil og aðgerðirnar setji strik í reikninginn hjá mörgum fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Hann segir að skoða þurfi framlengingar á úrræðum ríkisstjórnarinnar. „Það náttúrulega veit enginn hvernig framtíðin verður en við heyrðum á forsætisráðherra í dag að hún ræddi um að stjórnvöld myndu skoða þær aðgerðir sem hafa verið í gangi og framlengingu á þeim. Það er alveg deginum ljósara að það þarf að skoða framlengingu á úrræðum gagnvart launafólki því að ég veit að bæði mitt fyrirtæki og önnur voru að skoða endurráðningar á fólki frá og með næstu mánaðamótum. Þetta gerir okkur náttúrulega mjög óviss,ׅ“ segir Kristófer. Kristófer er eins og áður segir framkvæmdastjóri Center Hotels og segist hann ganga út frá því að fyrirtæki hans muni lifa aðgerðirnar af. Vonir hafi þó staðið til þess að veturinn yrði þolanlegur. „Við gerðum okkur vonir um að ná þolanlegum vetri til þess að við ættum fyrir launum og slíkum rekstri. Ef landið verður lokað um lengri tíma þá segir það sig sjálft að það koma engar tekjur inn.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég held að það sé alveg deginum ljósara, og að stjórnvöld geri sér alveg grein fyrir því, að þetta stöðvar hreinlega allar komur ferðamanna til landsins. Það er í raun og veru svolítið dapurlegt því að við höfum verið að undirbúa haustið og reynt að koma lífi í bransann aftur,“ sagði Kristófer í samtali við Sindra Sindrason, fréttaþul. í kvöld. Kristófer segir að búast megi við því að áhrifin af aðgerðunum munu vara mun lengur en þær standa yfir. „Við erum búin að setja fram söluherferðir, með margra mánaða undirbúningi, sem nú hafa verið blásnar af,“ segir Kristófer og bætir við að næsta „slot“ verði kannski ekki fyrr en eftir áramót. Óvissan sé þá mikil og aðgerðirnar setji strik í reikninginn hjá mörgum fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Hann segir að skoða þurfi framlengingar á úrræðum ríkisstjórnarinnar. „Það náttúrulega veit enginn hvernig framtíðin verður en við heyrðum á forsætisráðherra í dag að hún ræddi um að stjórnvöld myndu skoða þær aðgerðir sem hafa verið í gangi og framlengingu á þeim. Það er alveg deginum ljósara að það þarf að skoða framlengingu á úrræðum gagnvart launafólki því að ég veit að bæði mitt fyrirtæki og önnur voru að skoða endurráðningar á fólki frá og með næstu mánaðamótum. Þetta gerir okkur náttúrulega mjög óviss,ׅ“ segir Kristófer. Kristófer er eins og áður segir framkvæmdastjóri Center Hotels og segist hann ganga út frá því að fyrirtæki hans muni lifa aðgerðirnar af. Vonir hafi þó staðið til þess að veturinn yrði þolanlegur. „Við gerðum okkur vonir um að ná þolanlegum vetri til þess að við ættum fyrir launum og slíkum rekstri. Ef landið verður lokað um lengri tíma þá segir það sig sjálft að það koma engar tekjur inn.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira