Rútuslysið við Blönduós að öllum líkindum vegna flughálku Stefán Ó. Jónsson og Sylvía Hall skrifa 11. janúar 2020 16:30 Frá slysstað. Aðsend Rútuslysið við Blönduós í gærkvöld má að líkindum rekja til flughálku, en að sögn aðalvarðstjóra á Blönduósi breyttust aksturskilyrðin á svæðinu á örskotsstundu. Hann segist stoltur af því hvernig til tókst við björgun farþega og er þakklátur bæjarbúum fyrir að taka á móti þeim opnum örmum. Á fimmta tug háskólanema voru í rútunni sem ekið var í átt til Akureyrar, þangað sem hópurinn ætlaði í skíðaferð. Rútan valt hins vegar skammt frá bænum Öxl í Húnaþingi, þyrla flutti þrjá farþega á Landspítalann til aðhlynningar á meðan aðrir fengu inn á grunnskólann á Blönduósi. „Aðstæðurnar voru eins slæmar og þær geta orðið,“ segir Höskuldur Birkir Erlingsson aðalvarðstjóri á norðurlandi vestra á Blönduósi. „Svo skyndilega snögghlánaði og fór að rigna og á örskömmum tíma urðu aðstæður á vegum mjög slæmar, flughált og mjög erfiðar.“ Eftir að tilkynning barst um slysið var virkjuð viðbragðsáætlun, fólk úr Skagafirði, Vestur-Húnavatnssýslu og Blönduósi var kallað til, læknar og björgunarsveitarfólk. „Það snýst fyrst um það að sinna fyrstu hjálp á vettvangi og síðan förum við í það að flytja fólk á heilsugæslustöðina á Blönduósi og þar er því fólki sinnt sem þarf mestu aðhlynninguna að sjálfsögðu og aðrir fluttir í fjöldahjálparstöð Rauða krossins.“ Höskuldur segist stoltur af því hvernig til tókst, betur hafi farið en á horfðist. „Sem betur fer er þetta ekki alveg daglegur viðburður, sem betur fer. Þegar á reyndi fannst okkur þetta ganga mjög vel, bara vonum framar. Ég get alveg sagt að ég er virkilega stoltur af okkar fólki, hvernig það stóð sig og brást hratt og vel við,“ segir Höskuldur Birkir Erlingsson, sem þakkar bæjarbúum fyrir að taka vel á móti hröktum háskólanemum. „Enn og aftur sér maður að það er samhugur í fólki þegar svona gerist, það eru allir boðnir og búnir að aðstoða náungann þegar á bjátar og það er virkilega ánægjulegt.“ Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31 Hjúkrunarfræðinemi í ferðinni segir læknanemana hafa unnið mikla hetjudáð María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu að vinna á bráðamóttökunni. 11. janúar 2020 13:59 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira
Rútuslysið við Blönduós í gærkvöld má að líkindum rekja til flughálku, en að sögn aðalvarðstjóra á Blönduósi breyttust aksturskilyrðin á svæðinu á örskotsstundu. Hann segist stoltur af því hvernig til tókst við björgun farþega og er þakklátur bæjarbúum fyrir að taka á móti þeim opnum örmum. Á fimmta tug háskólanema voru í rútunni sem ekið var í átt til Akureyrar, þangað sem hópurinn ætlaði í skíðaferð. Rútan valt hins vegar skammt frá bænum Öxl í Húnaþingi, þyrla flutti þrjá farþega á Landspítalann til aðhlynningar á meðan aðrir fengu inn á grunnskólann á Blönduósi. „Aðstæðurnar voru eins slæmar og þær geta orðið,“ segir Höskuldur Birkir Erlingsson aðalvarðstjóri á norðurlandi vestra á Blönduósi. „Svo skyndilega snögghlánaði og fór að rigna og á örskömmum tíma urðu aðstæður á vegum mjög slæmar, flughált og mjög erfiðar.“ Eftir að tilkynning barst um slysið var virkjuð viðbragðsáætlun, fólk úr Skagafirði, Vestur-Húnavatnssýslu og Blönduósi var kallað til, læknar og björgunarsveitarfólk. „Það snýst fyrst um það að sinna fyrstu hjálp á vettvangi og síðan förum við í það að flytja fólk á heilsugæslustöðina á Blönduósi og þar er því fólki sinnt sem þarf mestu aðhlynninguna að sjálfsögðu og aðrir fluttir í fjöldahjálparstöð Rauða krossins.“ Höskuldur segist stoltur af því hvernig til tókst, betur hafi farið en á horfðist. „Sem betur fer er þetta ekki alveg daglegur viðburður, sem betur fer. Þegar á reyndi fannst okkur þetta ganga mjög vel, bara vonum framar. Ég get alveg sagt að ég er virkilega stoltur af okkar fólki, hvernig það stóð sig og brást hratt og vel við,“ segir Höskuldur Birkir Erlingsson, sem þakkar bæjarbúum fyrir að taka vel á móti hröktum háskólanemum. „Enn og aftur sér maður að það er samhugur í fólki þegar svona gerist, það eru allir boðnir og búnir að aðstoða náungann þegar á bjátar og það er virkilega ánægjulegt.“
Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31 Hjúkrunarfræðinemi í ferðinni segir læknanemana hafa unnið mikla hetjudáð María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu að vinna á bráðamóttökunni. 11. janúar 2020 13:59 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira
Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31
Hjúkrunarfræðinemi í ferðinni segir læknanemana hafa unnið mikla hetjudáð María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu að vinna á bráðamóttökunni. 11. janúar 2020 13:59
Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44