Rútuslysið við Blönduós að öllum líkindum vegna flughálku Stefán Ó. Jónsson og Sylvía Hall skrifa 11. janúar 2020 16:30 Frá slysstað. Aðsend Rútuslysið við Blönduós í gærkvöld má að líkindum rekja til flughálku, en að sögn aðalvarðstjóra á Blönduósi breyttust aksturskilyrðin á svæðinu á örskotsstundu. Hann segist stoltur af því hvernig til tókst við björgun farþega og er þakklátur bæjarbúum fyrir að taka á móti þeim opnum örmum. Á fimmta tug háskólanema voru í rútunni sem ekið var í átt til Akureyrar, þangað sem hópurinn ætlaði í skíðaferð. Rútan valt hins vegar skammt frá bænum Öxl í Húnaþingi, þyrla flutti þrjá farþega á Landspítalann til aðhlynningar á meðan aðrir fengu inn á grunnskólann á Blönduósi. „Aðstæðurnar voru eins slæmar og þær geta orðið,“ segir Höskuldur Birkir Erlingsson aðalvarðstjóri á norðurlandi vestra á Blönduósi. „Svo skyndilega snögghlánaði og fór að rigna og á örskömmum tíma urðu aðstæður á vegum mjög slæmar, flughált og mjög erfiðar.“ Eftir að tilkynning barst um slysið var virkjuð viðbragðsáætlun, fólk úr Skagafirði, Vestur-Húnavatnssýslu og Blönduósi var kallað til, læknar og björgunarsveitarfólk. „Það snýst fyrst um það að sinna fyrstu hjálp á vettvangi og síðan förum við í það að flytja fólk á heilsugæslustöðina á Blönduósi og þar er því fólki sinnt sem þarf mestu aðhlynninguna að sjálfsögðu og aðrir fluttir í fjöldahjálparstöð Rauða krossins.“ Höskuldur segist stoltur af því hvernig til tókst, betur hafi farið en á horfðist. „Sem betur fer er þetta ekki alveg daglegur viðburður, sem betur fer. Þegar á reyndi fannst okkur þetta ganga mjög vel, bara vonum framar. Ég get alveg sagt að ég er virkilega stoltur af okkar fólki, hvernig það stóð sig og brást hratt og vel við,“ segir Höskuldur Birkir Erlingsson, sem þakkar bæjarbúum fyrir að taka vel á móti hröktum háskólanemum. „Enn og aftur sér maður að það er samhugur í fólki þegar svona gerist, það eru allir boðnir og búnir að aðstoða náungann þegar á bjátar og það er virkilega ánægjulegt.“ Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31 Hjúkrunarfræðinemi í ferðinni segir læknanemana hafa unnið mikla hetjudáð María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu að vinna á bráðamóttökunni. 11. janúar 2020 13:59 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Rútuslysið við Blönduós í gærkvöld má að líkindum rekja til flughálku, en að sögn aðalvarðstjóra á Blönduósi breyttust aksturskilyrðin á svæðinu á örskotsstundu. Hann segist stoltur af því hvernig til tókst við björgun farþega og er þakklátur bæjarbúum fyrir að taka á móti þeim opnum örmum. Á fimmta tug háskólanema voru í rútunni sem ekið var í átt til Akureyrar, þangað sem hópurinn ætlaði í skíðaferð. Rútan valt hins vegar skammt frá bænum Öxl í Húnaþingi, þyrla flutti þrjá farþega á Landspítalann til aðhlynningar á meðan aðrir fengu inn á grunnskólann á Blönduósi. „Aðstæðurnar voru eins slæmar og þær geta orðið,“ segir Höskuldur Birkir Erlingsson aðalvarðstjóri á norðurlandi vestra á Blönduósi. „Svo skyndilega snögghlánaði og fór að rigna og á örskömmum tíma urðu aðstæður á vegum mjög slæmar, flughált og mjög erfiðar.“ Eftir að tilkynning barst um slysið var virkjuð viðbragðsáætlun, fólk úr Skagafirði, Vestur-Húnavatnssýslu og Blönduósi var kallað til, læknar og björgunarsveitarfólk. „Það snýst fyrst um það að sinna fyrstu hjálp á vettvangi og síðan förum við í það að flytja fólk á heilsugæslustöðina á Blönduósi og þar er því fólki sinnt sem þarf mestu aðhlynninguna að sjálfsögðu og aðrir fluttir í fjöldahjálparstöð Rauða krossins.“ Höskuldur segist stoltur af því hvernig til tókst, betur hafi farið en á horfðist. „Sem betur fer er þetta ekki alveg daglegur viðburður, sem betur fer. Þegar á reyndi fannst okkur þetta ganga mjög vel, bara vonum framar. Ég get alveg sagt að ég er virkilega stoltur af okkar fólki, hvernig það stóð sig og brást hratt og vel við,“ segir Höskuldur Birkir Erlingsson, sem þakkar bæjarbúum fyrir að taka vel á móti hröktum háskólanemum. „Enn og aftur sér maður að það er samhugur í fólki þegar svona gerist, það eru allir boðnir og búnir að aðstoða náungann þegar á bjátar og það er virkilega ánægjulegt.“
Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31 Hjúkrunarfræðinemi í ferðinni segir læknanemana hafa unnið mikla hetjudáð María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu að vinna á bráðamóttökunni. 11. janúar 2020 13:59 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31
Hjúkrunarfræðinemi í ferðinni segir læknanemana hafa unnið mikla hetjudáð María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu að vinna á bráðamóttökunni. 11. janúar 2020 13:59
Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44