Traustur stuðningur við virkjun á Vestfjörðum Kristinn H. Gunnarsson skrifar 12. janúar 2020 20:00 Upplýst hefur verið að umhverfisráðherra hyggst leggja fram í næsta mánuði óbreytta rammaáætlun 3, sem verkefnisstjórn skilaði af sér til stjórnvalda vorið 2016. Í áætluninni eru tveir vatnsaflsvirkjunarkostir á Vestfjörðum í nýtingarflokki, Austurgilsvirkjun og Hvalárvirkjun. Áætlunin hefur tvisvar verið lögð fram áður af fyrri umhverfisráðherrum. Hvalárvirkjun er komin í lokarannsóknir og er vænlegur kostur. Austurgilsvirkjun er skemmra á veg komin en er líka álitleg, sérstaklega þar sem aukin framleiðsla á svæðinu lækkar stofnkostnað pr einingu við línur og tengivirki og eykur hagkvæmni. Allra hagur Raforkumál á Vestfjörðum eru í ólestri og hefur svo verið lengi. Framleiðslan í fjórðungnum er aðeins um þriðjungur af notkuninni og er rafmagn flutt að úr fjarlægum landshlutum. Flutningslínur eru ótraustar og útsláttur tíður. Skortur á rafmagni veldur því að tækifæri til uppbyggingar í atvinnulífinu hafa farið framhjá garði. Þessar tvær virkjanir munu gerbreyta stöðunni og valda straumhvörfum á Vestfjörðum. Uppsett afl þeirra verður 90 MW og orkugeta þeirra um 550 Gwh. Orkugeta Mjólkár, stærstu virkjunar á Vestfjörðum er aðeins 70 Gwh. Nýju virkjanirnar verða tengdar flutningskerfinu með nýjum línum. Orkan verður því örugg fyrir orkukaupendur á Vestfjörðum sem annars staðar á landinu. Það mun auka raforkuöryggi landsmanna allra verulega að rafmagn verði framleitt á Vestfjörðum, utan annarra framleiðslusvæða. Málamiðlun Umhverfisráðherrann hefur beitt sér gegn Hvalárvirkjun bæði leynt og ljóst, fyrst sem framkvæmdastjóri Landverndar og svo sem ráðherra. Síðustu tvö ár hefur Landvernd lagt allt í sölurnar til þess að koma í veg fyrir Hvalárvirkjun og hefur fengið mikið rúm í fjölmiðlum til þess að reka áróður sinn. En nú hefur ráðherrann snúið við blaðinu og leggur til að virkjanirnar tvær verði í nýtingarflokki. Það er óbreytt staða varðandi Hvalárvirkjun þar sem Alþingi hefur tvívegis samþykkt hana í nýtingarflokk rammaáætlunar. En til viðbótar leggur ráðherrann til að Austurgilsvirkjun í Skjaldfannardal verði einnig í nýtingarflokki. Þetta skýrir ráðherrann með því að gera þurfi málamiðlun. Hann telur rammaáætlunina mikilvæga. Hún sé ýtarlegt samráðsferli þar sem allir þættir málsins séu skoðaðir og allir aðilar komi að. Tillagan að rammaáætlun 3 er niðurstaðan úr því ferli og vissulega sé byggð á málamiðlun. En málamiðlunin þýðir að allir standa að niðurstöðunni og binda sig við stuðning við áætlunina. Ráðherranum finnst mikilvægra að samkomulagið standi en að berjast gegn einstökum liðun sem hann hefði viljað hafa öðruvísi. Eftir tvö ár í embætti er Umhverfisráðherra loksins ljóst að Hvalárvirkjun er í nýtingarflokki vegna þess að stuðningur er við það. Honum er væntanlega þá líka ljóst að stöðugar tilraunir til þess að rjúfa það samkomulag hefur þær afleiðingar að heildarsamkomulagið raknar upp. Þá verður ekki bara hann og Landvernd óbundnir af samkomulaginu heldur allir hinir. Þá verður alls óvíst um efndir á samkomulagi um þá virkjunarkosti sem eru nú í verndarflokki og biðflokki. Það verður að standa heils hugar að samkomulagi. Annað er eins og kaupthinking útrásarvíkinganna. Landsmenn styðja virkjun á Vestfjörðum Gögn í rammaáætlun 3 sýna traustan stuðning við vatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi viðamikla könnun í mars 2016 um afstöðu almennings til fimm virkjunarkosta og fylgdu niðurstöðurnar með rammaáætlun 3. Virkjun á Vestfjörðum nýtur stuðnings 42% svarenda en 26% eru andvígir. Þriðjungur tekur ekki afstöðu. Þetta þýðir að 62% þeirra sem taka afstöðu eru hlynntir vatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum. Athyglisvert er að virkjun á Vestfjörðum á meirihlutastuðning bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu er stuðningurinn 36% og 29% eru andvígir. Það er 55% þeirra sem afstöðu taka. Á landsbyggðinni eru 49% hlynntir og aðeins 20% andvígir, sem er 71% þeirra sem afstöðu taka. Aðrir vatnsaflsvirkjunarkostir sem spurt var um voru fjórir, í Þjórsá, Skjálfandafljóti, Skagafirði og Skaftárhreppi, og í öllum tilvikum voru fleiri andvígir en hlynntir, þótt ekki munaði miklu. Svarendur styðja virkjun á Vestfjörðum. Í mars á síðasta ári fékk Vestfjarðastofa Gallup til að gera aðra skoðanakönnun. Spurt var um stuðning við Hvalárvirkjun. Niðurstaðan var að 41% landsmanna styður virkjunina en 31% eru andvíg. Það þýðir 57% af þeim sem afstöðu taka. Viðhorfsbreytingin á þremur árum er sáralítil. Það er traustur meirihluti fyrir vatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum. Það er sú staðreynd sem Umhverfisráðherra og Landvernd eru að reka sig á. Það eru góð rök fyrir virkjun á Vestfjörðum og það ræður úrslitum. Kristinn H. Gunnarsson, ritstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Kristinn H. Gunnarsson Orkumál Mest lesið Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas Skoðun Skoðun Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Sjá meira
Upplýst hefur verið að umhverfisráðherra hyggst leggja fram í næsta mánuði óbreytta rammaáætlun 3, sem verkefnisstjórn skilaði af sér til stjórnvalda vorið 2016. Í áætluninni eru tveir vatnsaflsvirkjunarkostir á Vestfjörðum í nýtingarflokki, Austurgilsvirkjun og Hvalárvirkjun. Áætlunin hefur tvisvar verið lögð fram áður af fyrri umhverfisráðherrum. Hvalárvirkjun er komin í lokarannsóknir og er vænlegur kostur. Austurgilsvirkjun er skemmra á veg komin en er líka álitleg, sérstaklega þar sem aukin framleiðsla á svæðinu lækkar stofnkostnað pr einingu við línur og tengivirki og eykur hagkvæmni. Allra hagur Raforkumál á Vestfjörðum eru í ólestri og hefur svo verið lengi. Framleiðslan í fjórðungnum er aðeins um þriðjungur af notkuninni og er rafmagn flutt að úr fjarlægum landshlutum. Flutningslínur eru ótraustar og útsláttur tíður. Skortur á rafmagni veldur því að tækifæri til uppbyggingar í atvinnulífinu hafa farið framhjá garði. Þessar tvær virkjanir munu gerbreyta stöðunni og valda straumhvörfum á Vestfjörðum. Uppsett afl þeirra verður 90 MW og orkugeta þeirra um 550 Gwh. Orkugeta Mjólkár, stærstu virkjunar á Vestfjörðum er aðeins 70 Gwh. Nýju virkjanirnar verða tengdar flutningskerfinu með nýjum línum. Orkan verður því örugg fyrir orkukaupendur á Vestfjörðum sem annars staðar á landinu. Það mun auka raforkuöryggi landsmanna allra verulega að rafmagn verði framleitt á Vestfjörðum, utan annarra framleiðslusvæða. Málamiðlun Umhverfisráðherrann hefur beitt sér gegn Hvalárvirkjun bæði leynt og ljóst, fyrst sem framkvæmdastjóri Landverndar og svo sem ráðherra. Síðustu tvö ár hefur Landvernd lagt allt í sölurnar til þess að koma í veg fyrir Hvalárvirkjun og hefur fengið mikið rúm í fjölmiðlum til þess að reka áróður sinn. En nú hefur ráðherrann snúið við blaðinu og leggur til að virkjanirnar tvær verði í nýtingarflokki. Það er óbreytt staða varðandi Hvalárvirkjun þar sem Alþingi hefur tvívegis samþykkt hana í nýtingarflokk rammaáætlunar. En til viðbótar leggur ráðherrann til að Austurgilsvirkjun í Skjaldfannardal verði einnig í nýtingarflokki. Þetta skýrir ráðherrann með því að gera þurfi málamiðlun. Hann telur rammaáætlunina mikilvæga. Hún sé ýtarlegt samráðsferli þar sem allir þættir málsins séu skoðaðir og allir aðilar komi að. Tillagan að rammaáætlun 3 er niðurstaðan úr því ferli og vissulega sé byggð á málamiðlun. En málamiðlunin þýðir að allir standa að niðurstöðunni og binda sig við stuðning við áætlunina. Ráðherranum finnst mikilvægra að samkomulagið standi en að berjast gegn einstökum liðun sem hann hefði viljað hafa öðruvísi. Eftir tvö ár í embætti er Umhverfisráðherra loksins ljóst að Hvalárvirkjun er í nýtingarflokki vegna þess að stuðningur er við það. Honum er væntanlega þá líka ljóst að stöðugar tilraunir til þess að rjúfa það samkomulag hefur þær afleiðingar að heildarsamkomulagið raknar upp. Þá verður ekki bara hann og Landvernd óbundnir af samkomulaginu heldur allir hinir. Þá verður alls óvíst um efndir á samkomulagi um þá virkjunarkosti sem eru nú í verndarflokki og biðflokki. Það verður að standa heils hugar að samkomulagi. Annað er eins og kaupthinking útrásarvíkinganna. Landsmenn styðja virkjun á Vestfjörðum Gögn í rammaáætlun 3 sýna traustan stuðning við vatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi viðamikla könnun í mars 2016 um afstöðu almennings til fimm virkjunarkosta og fylgdu niðurstöðurnar með rammaáætlun 3. Virkjun á Vestfjörðum nýtur stuðnings 42% svarenda en 26% eru andvígir. Þriðjungur tekur ekki afstöðu. Þetta þýðir að 62% þeirra sem taka afstöðu eru hlynntir vatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum. Athyglisvert er að virkjun á Vestfjörðum á meirihlutastuðning bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu er stuðningurinn 36% og 29% eru andvígir. Það er 55% þeirra sem afstöðu taka. Á landsbyggðinni eru 49% hlynntir og aðeins 20% andvígir, sem er 71% þeirra sem afstöðu taka. Aðrir vatnsaflsvirkjunarkostir sem spurt var um voru fjórir, í Þjórsá, Skjálfandafljóti, Skagafirði og Skaftárhreppi, og í öllum tilvikum voru fleiri andvígir en hlynntir, þótt ekki munaði miklu. Svarendur styðja virkjun á Vestfjörðum. Í mars á síðasta ári fékk Vestfjarðastofa Gallup til að gera aðra skoðanakönnun. Spurt var um stuðning við Hvalárvirkjun. Niðurstaðan var að 41% landsmanna styður virkjunina en 31% eru andvíg. Það þýðir 57% af þeim sem afstöðu taka. Viðhorfsbreytingin á þremur árum er sáralítil. Það er traustur meirihluti fyrir vatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum. Það er sú staðreynd sem Umhverfisráðherra og Landvernd eru að reka sig á. Það eru góð rök fyrir virkjun á Vestfjörðum og það ræður úrslitum. Kristinn H. Gunnarsson, ritstjóri.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun