Morðingi Kim Wall giftist blaðakonu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2020 10:25 Peter Madsen var í apríl 2018 dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Kim Wall. Vísir/getty Peter Madsen, danskur uppfinningamaður sem árið 2018 var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana, er genginn í hjónaband. Nýbökuð eiginkona hans heitir Jenny Curpen og er rússnesk blaða- og listakona. Sænska Aftonbladet greinir frá málinu og vísar í færslu á Facebook-síðum hjónanna. Þar kemur fram að þau hafi skráð sig í hjónaband á miðlinum í desember. Curpen staðfestir hjónabandið við blaðið en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Aftonbladet greinir frá því að Curpen þessi sé fædd í Rússlandi og hafi starfað sem blaða- og listakona. Hún sé jafnframt aktívisti og hafi verið handtekin árið 2012 fyrir þátttöku í mótmælum gegn Vladímír Pútín, Rússlandsforseta. Henni var veitt hæli í Finnlandi árið 2013 og hefur verið búsett þar síðan. View this post on Instagram #yesterday #endof2019 #mrsmadness #finland #suomi #salo #lastdayoftheyear A post shared by Jenny Kurpen (@jennycurpen) on Jan 1, 2020 at 12:22pm PST Þá vísar Aftonbladet í viðtal sem Curpen veitti rússnesku dagblaði. Þar greinir hún frá fyrirhugaðri listasýningu sinni, þar sem hún hyggst taka upp hanskann fyrir Madsen. Madsen hóf afplánun á dómi sínum fyrir morðið á Kim Wall síðla árs 2018 en lífstíðardómur í Danmörku jafngildir alla jafna um 16 ára fangelsi. Hann situr inni í Herstedvester-fangelsinu í nágrenni Kaupmannahafnar. Talsmaður fangelsisins vill ekki tjá sig um málið við Aftonbladet en bendir á að föngum sé frjálst að gifta sig líkt og almennum borgurum. Kim Wall var þrítug þegar hún var myrt.Kim Wall Memorial Fund Wall fór með Madsen um borð í kafbát hans þann 10. ágúst 2017. Hún var að vinna að blaðagrein um Madsen og var ferðin í kafbátinn hluti af því verkefni. Madsen var handtekinn daginn eftir en kafbáturinn hafði þá sokkið og Wall var horfin. Í janúar 2018 var Madsen síðan ákærður fyrir að hafa orðið Wall að bana. Hann neitaði sök í málinu og sagði Wall hafa látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Madsen var einnig dæmdur fyrir illa meðferð á líki en hann játaði að hafa bútað lík Wall niður og losað sig við líkamsleifar hennar út í Eystrasaltið. Hann neitaði hins vegar fyrir dómi að lýsa því hvernig hann hefði gert það. Þá var hann einnig dæmdur fyrir kynferðisbrot. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Kafbátur Madsen tekinn í sundur og eyðilagður Kafbátur danska morðingjans Peters Madsen, UC3 Nautilus, hefur verið tekinn í sundur og honum fargað. Þetta staðfesti lögreglan í Kaupmannahöfn við danska fjölmiðla í dag. 22. desember 2018 15:23 Madsen unir lífstíðardómi Madsen var fyrr á þessu ári dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. 8. október 2018 11:30 Lífstíðardómur Madsen stendur Danski kafbátasmiðurinn Peter Madsen hlýtur lífstíðardóm fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. 26. september 2018 13:21 Ár liðið frá dauða Kim Wall: Samfangi réðst á Peter Madsen Kim Wall verður minnst víða um heim í dag þar sem búið er að skipuleggja hlaup og mun allur hagnaður renna í minningarsjóð um blaðakonuna. 10. ágúst 2018 11:40 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Peter Madsen, danskur uppfinningamaður sem árið 2018 var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana, er genginn í hjónaband. Nýbökuð eiginkona hans heitir Jenny Curpen og er rússnesk blaða- og listakona. Sænska Aftonbladet greinir frá málinu og vísar í færslu á Facebook-síðum hjónanna. Þar kemur fram að þau hafi skráð sig í hjónaband á miðlinum í desember. Curpen staðfestir hjónabandið við blaðið en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Aftonbladet greinir frá því að Curpen þessi sé fædd í Rússlandi og hafi starfað sem blaða- og listakona. Hún sé jafnframt aktívisti og hafi verið handtekin árið 2012 fyrir þátttöku í mótmælum gegn Vladímír Pútín, Rússlandsforseta. Henni var veitt hæli í Finnlandi árið 2013 og hefur verið búsett þar síðan. View this post on Instagram #yesterday #endof2019 #mrsmadness #finland #suomi #salo #lastdayoftheyear A post shared by Jenny Kurpen (@jennycurpen) on Jan 1, 2020 at 12:22pm PST Þá vísar Aftonbladet í viðtal sem Curpen veitti rússnesku dagblaði. Þar greinir hún frá fyrirhugaðri listasýningu sinni, þar sem hún hyggst taka upp hanskann fyrir Madsen. Madsen hóf afplánun á dómi sínum fyrir morðið á Kim Wall síðla árs 2018 en lífstíðardómur í Danmörku jafngildir alla jafna um 16 ára fangelsi. Hann situr inni í Herstedvester-fangelsinu í nágrenni Kaupmannahafnar. Talsmaður fangelsisins vill ekki tjá sig um málið við Aftonbladet en bendir á að föngum sé frjálst að gifta sig líkt og almennum borgurum. Kim Wall var þrítug þegar hún var myrt.Kim Wall Memorial Fund Wall fór með Madsen um borð í kafbát hans þann 10. ágúst 2017. Hún var að vinna að blaðagrein um Madsen og var ferðin í kafbátinn hluti af því verkefni. Madsen var handtekinn daginn eftir en kafbáturinn hafði þá sokkið og Wall var horfin. Í janúar 2018 var Madsen síðan ákærður fyrir að hafa orðið Wall að bana. Hann neitaði sök í málinu og sagði Wall hafa látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Madsen var einnig dæmdur fyrir illa meðferð á líki en hann játaði að hafa bútað lík Wall niður og losað sig við líkamsleifar hennar út í Eystrasaltið. Hann neitaði hins vegar fyrir dómi að lýsa því hvernig hann hefði gert það. Þá var hann einnig dæmdur fyrir kynferðisbrot.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Kafbátur Madsen tekinn í sundur og eyðilagður Kafbátur danska morðingjans Peters Madsen, UC3 Nautilus, hefur verið tekinn í sundur og honum fargað. Þetta staðfesti lögreglan í Kaupmannahöfn við danska fjölmiðla í dag. 22. desember 2018 15:23 Madsen unir lífstíðardómi Madsen var fyrr á þessu ári dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. 8. október 2018 11:30 Lífstíðardómur Madsen stendur Danski kafbátasmiðurinn Peter Madsen hlýtur lífstíðardóm fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. 26. september 2018 13:21 Ár liðið frá dauða Kim Wall: Samfangi réðst á Peter Madsen Kim Wall verður minnst víða um heim í dag þar sem búið er að skipuleggja hlaup og mun allur hagnaður renna í minningarsjóð um blaðakonuna. 10. ágúst 2018 11:40 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Kafbátur Madsen tekinn í sundur og eyðilagður Kafbátur danska morðingjans Peters Madsen, UC3 Nautilus, hefur verið tekinn í sundur og honum fargað. Þetta staðfesti lögreglan í Kaupmannahöfn við danska fjölmiðla í dag. 22. desember 2018 15:23
Madsen unir lífstíðardómi Madsen var fyrr á þessu ári dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. 8. október 2018 11:30
Lífstíðardómur Madsen stendur Danski kafbátasmiðurinn Peter Madsen hlýtur lífstíðardóm fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. 26. september 2018 13:21
Ár liðið frá dauða Kim Wall: Samfangi réðst á Peter Madsen Kim Wall verður minnst víða um heim í dag þar sem búið er að skipuleggja hlaup og mun allur hagnaður renna í minningarsjóð um blaðakonuna. 10. ágúst 2018 11:40