Morðingi Kim Wall giftist blaðakonu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2020 10:25 Peter Madsen var í apríl 2018 dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Kim Wall. Vísir/getty Peter Madsen, danskur uppfinningamaður sem árið 2018 var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana, er genginn í hjónaband. Nýbökuð eiginkona hans heitir Jenny Curpen og er rússnesk blaða- og listakona. Sænska Aftonbladet greinir frá málinu og vísar í færslu á Facebook-síðum hjónanna. Þar kemur fram að þau hafi skráð sig í hjónaband á miðlinum í desember. Curpen staðfestir hjónabandið við blaðið en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Aftonbladet greinir frá því að Curpen þessi sé fædd í Rússlandi og hafi starfað sem blaða- og listakona. Hún sé jafnframt aktívisti og hafi verið handtekin árið 2012 fyrir þátttöku í mótmælum gegn Vladímír Pútín, Rússlandsforseta. Henni var veitt hæli í Finnlandi árið 2013 og hefur verið búsett þar síðan. View this post on Instagram #yesterday #endof2019 #mrsmadness #finland #suomi #salo #lastdayoftheyear A post shared by Jenny Kurpen (@jennycurpen) on Jan 1, 2020 at 12:22pm PST Þá vísar Aftonbladet í viðtal sem Curpen veitti rússnesku dagblaði. Þar greinir hún frá fyrirhugaðri listasýningu sinni, þar sem hún hyggst taka upp hanskann fyrir Madsen. Madsen hóf afplánun á dómi sínum fyrir morðið á Kim Wall síðla árs 2018 en lífstíðardómur í Danmörku jafngildir alla jafna um 16 ára fangelsi. Hann situr inni í Herstedvester-fangelsinu í nágrenni Kaupmannahafnar. Talsmaður fangelsisins vill ekki tjá sig um málið við Aftonbladet en bendir á að föngum sé frjálst að gifta sig líkt og almennum borgurum. Kim Wall var þrítug þegar hún var myrt.Kim Wall Memorial Fund Wall fór með Madsen um borð í kafbát hans þann 10. ágúst 2017. Hún var að vinna að blaðagrein um Madsen og var ferðin í kafbátinn hluti af því verkefni. Madsen var handtekinn daginn eftir en kafbáturinn hafði þá sokkið og Wall var horfin. Í janúar 2018 var Madsen síðan ákærður fyrir að hafa orðið Wall að bana. Hann neitaði sök í málinu og sagði Wall hafa látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Madsen var einnig dæmdur fyrir illa meðferð á líki en hann játaði að hafa bútað lík Wall niður og losað sig við líkamsleifar hennar út í Eystrasaltið. Hann neitaði hins vegar fyrir dómi að lýsa því hvernig hann hefði gert það. Þá var hann einnig dæmdur fyrir kynferðisbrot. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Kafbátur Madsen tekinn í sundur og eyðilagður Kafbátur danska morðingjans Peters Madsen, UC3 Nautilus, hefur verið tekinn í sundur og honum fargað. Þetta staðfesti lögreglan í Kaupmannahöfn við danska fjölmiðla í dag. 22. desember 2018 15:23 Madsen unir lífstíðardómi Madsen var fyrr á þessu ári dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. 8. október 2018 11:30 Lífstíðardómur Madsen stendur Danski kafbátasmiðurinn Peter Madsen hlýtur lífstíðardóm fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. 26. september 2018 13:21 Ár liðið frá dauða Kim Wall: Samfangi réðst á Peter Madsen Kim Wall verður minnst víða um heim í dag þar sem búið er að skipuleggja hlaup og mun allur hagnaður renna í minningarsjóð um blaðakonuna. 10. ágúst 2018 11:40 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Peter Madsen, danskur uppfinningamaður sem árið 2018 var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana, er genginn í hjónaband. Nýbökuð eiginkona hans heitir Jenny Curpen og er rússnesk blaða- og listakona. Sænska Aftonbladet greinir frá málinu og vísar í færslu á Facebook-síðum hjónanna. Þar kemur fram að þau hafi skráð sig í hjónaband á miðlinum í desember. Curpen staðfestir hjónabandið við blaðið en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Aftonbladet greinir frá því að Curpen þessi sé fædd í Rússlandi og hafi starfað sem blaða- og listakona. Hún sé jafnframt aktívisti og hafi verið handtekin árið 2012 fyrir þátttöku í mótmælum gegn Vladímír Pútín, Rússlandsforseta. Henni var veitt hæli í Finnlandi árið 2013 og hefur verið búsett þar síðan. View this post on Instagram #yesterday #endof2019 #mrsmadness #finland #suomi #salo #lastdayoftheyear A post shared by Jenny Kurpen (@jennycurpen) on Jan 1, 2020 at 12:22pm PST Þá vísar Aftonbladet í viðtal sem Curpen veitti rússnesku dagblaði. Þar greinir hún frá fyrirhugaðri listasýningu sinni, þar sem hún hyggst taka upp hanskann fyrir Madsen. Madsen hóf afplánun á dómi sínum fyrir morðið á Kim Wall síðla árs 2018 en lífstíðardómur í Danmörku jafngildir alla jafna um 16 ára fangelsi. Hann situr inni í Herstedvester-fangelsinu í nágrenni Kaupmannahafnar. Talsmaður fangelsisins vill ekki tjá sig um málið við Aftonbladet en bendir á að föngum sé frjálst að gifta sig líkt og almennum borgurum. Kim Wall var þrítug þegar hún var myrt.Kim Wall Memorial Fund Wall fór með Madsen um borð í kafbát hans þann 10. ágúst 2017. Hún var að vinna að blaðagrein um Madsen og var ferðin í kafbátinn hluti af því verkefni. Madsen var handtekinn daginn eftir en kafbáturinn hafði þá sokkið og Wall var horfin. Í janúar 2018 var Madsen síðan ákærður fyrir að hafa orðið Wall að bana. Hann neitaði sök í málinu og sagði Wall hafa látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Madsen var einnig dæmdur fyrir illa meðferð á líki en hann játaði að hafa bútað lík Wall niður og losað sig við líkamsleifar hennar út í Eystrasaltið. Hann neitaði hins vegar fyrir dómi að lýsa því hvernig hann hefði gert það. Þá var hann einnig dæmdur fyrir kynferðisbrot.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Kafbátur Madsen tekinn í sundur og eyðilagður Kafbátur danska morðingjans Peters Madsen, UC3 Nautilus, hefur verið tekinn í sundur og honum fargað. Þetta staðfesti lögreglan í Kaupmannahöfn við danska fjölmiðla í dag. 22. desember 2018 15:23 Madsen unir lífstíðardómi Madsen var fyrr á þessu ári dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. 8. október 2018 11:30 Lífstíðardómur Madsen stendur Danski kafbátasmiðurinn Peter Madsen hlýtur lífstíðardóm fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. 26. september 2018 13:21 Ár liðið frá dauða Kim Wall: Samfangi réðst á Peter Madsen Kim Wall verður minnst víða um heim í dag þar sem búið er að skipuleggja hlaup og mun allur hagnaður renna í minningarsjóð um blaðakonuna. 10. ágúst 2018 11:40 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Kafbátur Madsen tekinn í sundur og eyðilagður Kafbátur danska morðingjans Peters Madsen, UC3 Nautilus, hefur verið tekinn í sundur og honum fargað. Þetta staðfesti lögreglan í Kaupmannahöfn við danska fjölmiðla í dag. 22. desember 2018 15:23
Madsen unir lífstíðardómi Madsen var fyrr á þessu ári dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. 8. október 2018 11:30
Lífstíðardómur Madsen stendur Danski kafbátasmiðurinn Peter Madsen hlýtur lífstíðardóm fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. 26. september 2018 13:21
Ár liðið frá dauða Kim Wall: Samfangi réðst á Peter Madsen Kim Wall verður minnst víða um heim í dag þar sem búið er að skipuleggja hlaup og mun allur hagnaður renna í minningarsjóð um blaðakonuna. 10. ágúst 2018 11:40