Snaps opnar nýjan stað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2020 07:30 Veitingastaðurinn Snaps við Óðinstorg í miðbæ Reykjavíkur er einn vinsælasti veitingastaður bæjarins. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að opna vínbar við Óðinstorg með vorinu. Það staðfestir fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt í samtali við Vísi. Vín og léttir réttir verða á boðstólnum en staðurinn verður rekinn samhliða Snaps. Birgir Þór seldi á síðasta ári húsnæði við Bergstaðastræti 2 þar sem hann velti fyrir sér um tíma að opna vínbar. „Hugmyndin fluttist eiginlega frá Bergstaðastræti upp á Óðinsstræti,“ segir Birgir Þór. Birgir velti fyrir sér að opna vínbarinn í þessu rauða húsi við Bergstaðastræti 2. Hann féll frá hugmyndinni og seldi húsið í fyrra.Vísir/Vilhelm Vínbarinn verður á horninu þar sem kaffihúsið C is for Cookie var starfrækt þar til í febrúar. „Ég tók það húsnæði á leigu og taldi að það væri kannski aðeins skemmtilegra að hafa vínbarinn við hliðina á Snaps heldur en að hafa staðina hvorn á sínum staðnum.“ Framkvæmdir hafa staðið yfir á Týsgötu og Óðinsgötu og dregist á langinn. „Þær hafa tekið miklu lengri tíma en átti að taka og það er enn verið að vinna í þessu torgi. En við erum að vonast til þess að geta opnað barinn með vorinu.“ Vínbarinn verður á jarðhæð í þessu húsi. Ljósmyndarinn stendur fyrir utan Snaps þegar hann tekur þessa mynd.Vísir/Vilhelm Hann segir ekki tímabært að upplýsa að fullu um hvernig starfsemin verði. Að öðru leyti en því að Snaps muni eiga staðinn og hann verði rekinn í anda hans. Fókusinn verði á vín og létta rétti. Athygli vakti í febrúar þegar C is for Cookie skellti í lás. Rekstraraðilar kaffihússins sögðust ekki geta mætt kröfum eigenda um 100 prósenta hækkun á leigu. Leigan fór úr 315 þúsund krónum á mánuði í 650 þúsund krónur. „Þegar þessi upphæð kom á borðið var auðséð með það að það var of langt á milli aðila til að fara eitthvað lengra með þetta,“ sagði Daníel Tryggvi Daníelsson, eigandi C is for Cookie. Daníel Tryggvi Daníelsson rak C is for Cookie við Óðinstorg.Vísir/Kolbeinn Tumi Birgir segist ekki hafa kynnt sér hver leiga fyrri leiguaðila hafi verið. „Ég fékk bara einhvern leigusamning sem ég taldi vera sanngjarnan og tók því. Ég var ekkert að grafa í gamla leigusamninga,“ segir Birgir. Vel geti verið að leigan sem fyrri aðilar hafi greitt hafi verið há fyrir þann rekstur sem þeir voru með. „Okkar fókus verður meira á vín. Við verðum með breitt úrval af víni og létta rétti. Látum þessi tvö konsept vinna vel saman.“ Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Lokar kaffihúsinu eftir að leigan hækkaði um 100 prósent Eftir níu ára rekstur hafa aðstandendur kaffihússins C is for Cookie við Týsgötu tekið ákvörðun um að skella í lás um mánaðamótin. 11. febrúar 2019 09:00 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Stefnt er að því að opna vínbar við Óðinstorg með vorinu. Það staðfestir fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt í samtali við Vísi. Vín og léttir réttir verða á boðstólnum en staðurinn verður rekinn samhliða Snaps. Birgir Þór seldi á síðasta ári húsnæði við Bergstaðastræti 2 þar sem hann velti fyrir sér um tíma að opna vínbar. „Hugmyndin fluttist eiginlega frá Bergstaðastræti upp á Óðinsstræti,“ segir Birgir Þór. Birgir velti fyrir sér að opna vínbarinn í þessu rauða húsi við Bergstaðastræti 2. Hann féll frá hugmyndinni og seldi húsið í fyrra.Vísir/Vilhelm Vínbarinn verður á horninu þar sem kaffihúsið C is for Cookie var starfrækt þar til í febrúar. „Ég tók það húsnæði á leigu og taldi að það væri kannski aðeins skemmtilegra að hafa vínbarinn við hliðina á Snaps heldur en að hafa staðina hvorn á sínum staðnum.“ Framkvæmdir hafa staðið yfir á Týsgötu og Óðinsgötu og dregist á langinn. „Þær hafa tekið miklu lengri tíma en átti að taka og það er enn verið að vinna í þessu torgi. En við erum að vonast til þess að geta opnað barinn með vorinu.“ Vínbarinn verður á jarðhæð í þessu húsi. Ljósmyndarinn stendur fyrir utan Snaps þegar hann tekur þessa mynd.Vísir/Vilhelm Hann segir ekki tímabært að upplýsa að fullu um hvernig starfsemin verði. Að öðru leyti en því að Snaps muni eiga staðinn og hann verði rekinn í anda hans. Fókusinn verði á vín og létta rétti. Athygli vakti í febrúar þegar C is for Cookie skellti í lás. Rekstraraðilar kaffihússins sögðust ekki geta mætt kröfum eigenda um 100 prósenta hækkun á leigu. Leigan fór úr 315 þúsund krónum á mánuði í 650 þúsund krónur. „Þegar þessi upphæð kom á borðið var auðséð með það að það var of langt á milli aðila til að fara eitthvað lengra með þetta,“ sagði Daníel Tryggvi Daníelsson, eigandi C is for Cookie. Daníel Tryggvi Daníelsson rak C is for Cookie við Óðinstorg.Vísir/Kolbeinn Tumi Birgir segist ekki hafa kynnt sér hver leiga fyrri leiguaðila hafi verið. „Ég fékk bara einhvern leigusamning sem ég taldi vera sanngjarnan og tók því. Ég var ekkert að grafa í gamla leigusamninga,“ segir Birgir. Vel geti verið að leigan sem fyrri aðilar hafi greitt hafi verið há fyrir þann rekstur sem þeir voru með. „Okkar fókus verður meira á vín. Við verðum með breitt úrval af víni og létta rétti. Látum þessi tvö konsept vinna vel saman.“
Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Lokar kaffihúsinu eftir að leigan hækkaði um 100 prósent Eftir níu ára rekstur hafa aðstandendur kaffihússins C is for Cookie við Týsgötu tekið ákvörðun um að skella í lás um mánaðamótin. 11. febrúar 2019 09:00 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Lokar kaffihúsinu eftir að leigan hækkaði um 100 prósent Eftir níu ára rekstur hafa aðstandendur kaffihússins C is for Cookie við Týsgötu tekið ákvörðun um að skella í lás um mánaðamótin. 11. febrúar 2019 09:00