Segir mikla vinnu eftir áður en miðhálendisþjóðgarður geti orðið að veruleika Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. janúar 2020 21:00 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur ólíklegt að það takist að afgreiða frumvarp um hálendisþjóðgarð á vorþingi. Mikil vinna sé eftir í samráði við sveitarfélög og huga þurfi sérstaklega að því að stofnun þjóðgarðs og trygging raforkuöryggis geti farið saman. Umhverfisráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi, sem meðal annars byggir á tillögum þverpólitískrar þingmannanefndar, um stofnun Hálendisþjóðgarðs á næstunni. Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar sagði í kvöldfréttum okkar í gær að hann teldi fyrirhugaða stofnun Hálendisþjóðgarðs vera ótímabæra. Bergþór sagði sig úr þverpólitíska samráðshópnum en Vilhjálmur Árnason var þar fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Það er kannski ekki ótímabært að fara í þessa vinnu. Það þarf að klára vinnuna og einhvers staðar þarf að byrja þannig að ég held að það sé bara eðlilegt að við séum að vinna í þessum málum og taka samtalið. Svo er bara spurning hversu hratt við förum,“ segir Vilhjálmur. Spurður hvort hann telji raunhæft að frumvarpið verði að lögum á vorþingi sagði hann margt þurfa að ganga upp til að svo megi vera. „Það er alltaf hægt að leggja málin fram en þetta er gríðarlega mikil vinna sem að kostar mikinn tíma þannig að það þarf nú mjög margt að ganga upp hratt og örugglega og mikil samtöl og sátt að nást um málið svo að það geti klárast á svo skömmum tíma,“ segir Vilhjálmur. Sveitarfélög hafa lýst áhyggjum af því að áformin kunni að fela í sér valdatilfærslu frá sveitarfélögum til ríkisins. „Það er alla veganna niðurstaða þverpólitíska hópsins að rödd sveitarfélaganna eigi að vera sem sterkust og það eigi raunverulega að færa verkefnið og valdið til sveitarfélaganna en það er einmitt eitt af því sem þarf að gerast áður en við getum haldið lengra er að það sé sameiginlegur skilningur og hvernig útfærum við það á trúverðugan hátt svo báðir aðilar séu sammála um að það sé leiðin sem við erum að fara,“ segir Vilhjálmur. Þá þurfi jafnframt að hafa til hliðsjónar að unnt verði að tryggja raforkuöryggi um landið og þá uppbyggingu sem því tengist. „Það verður algjörlega að vinnast hlið við hlið hvernig við ætlum að dreifa orkunni um landið og tryggja næga raforku fyrir orkuskipti og annað og svo þetta um miðhálendisþjóðgarðinn, þannig að hvort geti komið á undan hinu,“ segir Vilhjálmur. Alþingi Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Nýr Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði í sameign þjóðarinnar Nefnd um stofnun þjóðgarðsins skilaði Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra skýrslu sinni um þjóðgarðinn í dag. 3. desember 2019 14:39 Óánægja í sveitarstjórnum í Rangárþingi með hálendisþjóðgarð Sveitarstjórnarmenn í Rangárvallasýslu eru langt frá því að vera sáttir við hugmynd stjórnvalda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. 12. janúar 2020 12:30 Tungnamenn vilja alls ekki þjóðgarð á miðhálendinu Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mótmælir harðlega áformum stjórnvalda um að koma upp þjóðgarði á miðhálendi Íslands. Tungnamenn eru mjög heitir vegna málsins. 15. desember 2019 19:15 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur ólíklegt að það takist að afgreiða frumvarp um hálendisþjóðgarð á vorþingi. Mikil vinna sé eftir í samráði við sveitarfélög og huga þurfi sérstaklega að því að stofnun þjóðgarðs og trygging raforkuöryggis geti farið saman. Umhverfisráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi, sem meðal annars byggir á tillögum þverpólitískrar þingmannanefndar, um stofnun Hálendisþjóðgarðs á næstunni. Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar sagði í kvöldfréttum okkar í gær að hann teldi fyrirhugaða stofnun Hálendisþjóðgarðs vera ótímabæra. Bergþór sagði sig úr þverpólitíska samráðshópnum en Vilhjálmur Árnason var þar fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Það er kannski ekki ótímabært að fara í þessa vinnu. Það þarf að klára vinnuna og einhvers staðar þarf að byrja þannig að ég held að það sé bara eðlilegt að við séum að vinna í þessum málum og taka samtalið. Svo er bara spurning hversu hratt við förum,“ segir Vilhjálmur. Spurður hvort hann telji raunhæft að frumvarpið verði að lögum á vorþingi sagði hann margt þurfa að ganga upp til að svo megi vera. „Það er alltaf hægt að leggja málin fram en þetta er gríðarlega mikil vinna sem að kostar mikinn tíma þannig að það þarf nú mjög margt að ganga upp hratt og örugglega og mikil samtöl og sátt að nást um málið svo að það geti klárast á svo skömmum tíma,“ segir Vilhjálmur. Sveitarfélög hafa lýst áhyggjum af því að áformin kunni að fela í sér valdatilfærslu frá sveitarfélögum til ríkisins. „Það er alla veganna niðurstaða þverpólitíska hópsins að rödd sveitarfélaganna eigi að vera sem sterkust og það eigi raunverulega að færa verkefnið og valdið til sveitarfélaganna en það er einmitt eitt af því sem þarf að gerast áður en við getum haldið lengra er að það sé sameiginlegur skilningur og hvernig útfærum við það á trúverðugan hátt svo báðir aðilar séu sammála um að það sé leiðin sem við erum að fara,“ segir Vilhjálmur. Þá þurfi jafnframt að hafa til hliðsjónar að unnt verði að tryggja raforkuöryggi um landið og þá uppbyggingu sem því tengist. „Það verður algjörlega að vinnast hlið við hlið hvernig við ætlum að dreifa orkunni um landið og tryggja næga raforku fyrir orkuskipti og annað og svo þetta um miðhálendisþjóðgarðinn, þannig að hvort geti komið á undan hinu,“ segir Vilhjálmur.
Alþingi Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Nýr Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði í sameign þjóðarinnar Nefnd um stofnun þjóðgarðsins skilaði Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra skýrslu sinni um þjóðgarðinn í dag. 3. desember 2019 14:39 Óánægja í sveitarstjórnum í Rangárþingi með hálendisþjóðgarð Sveitarstjórnarmenn í Rangárvallasýslu eru langt frá því að vera sáttir við hugmynd stjórnvalda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. 12. janúar 2020 12:30 Tungnamenn vilja alls ekki þjóðgarð á miðhálendinu Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mótmælir harðlega áformum stjórnvalda um að koma upp þjóðgarði á miðhálendi Íslands. Tungnamenn eru mjög heitir vegna málsins. 15. desember 2019 19:15 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Nýr Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði í sameign þjóðarinnar Nefnd um stofnun þjóðgarðsins skilaði Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra skýrslu sinni um þjóðgarðinn í dag. 3. desember 2019 14:39
Óánægja í sveitarstjórnum í Rangárþingi með hálendisþjóðgarð Sveitarstjórnarmenn í Rangárvallasýslu eru langt frá því að vera sáttir við hugmynd stjórnvalda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. 12. janúar 2020 12:30
Tungnamenn vilja alls ekki þjóðgarð á miðhálendinu Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mótmælir harðlega áformum stjórnvalda um að koma upp þjóðgarði á miðhálendi Íslands. Tungnamenn eru mjög heitir vegna málsins. 15. desember 2019 19:15