Gunnhildur Arna á eftir að ákveða hvort hún krefjist bóta Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. janúar 2020 13:15 Stefán Rafn Sigurbjörnsson var ráðinn í starfið. Gunnhildur Arna kærði ráðninguna þar sem hún taldi brotið á jafnréttislögum. Vísir Seðlabankinn unir úrskurði kærunefndar jafnréttismála um að bankinn hafi brotið jafnréttislög þegar hann réð í starf upplýsingafulltrúa bankans á síðasta ári. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir blaða-og dagskrárgerðarmaður sem kærði ráðninguna hefur ekki ákveðið hvort hún fari fram á bætur, mestu skipti að bankinn fari að lögum. Seðlabankinn braut jafnréttislög þegar hann réð Stefán Rafn Sigurbjörnsson sem upplýsingafulltrúa bankans á síðasta ári. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála sem var birt í gær. Þetta er í þriðja sinn sem Seðlabankinn hefur gerst sekur um að brjóta jafnréttislög frá árinu 2012. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, dagskrárgerðarmaður á Rás 2 og blaðamaður á Læknablaðinu, kærði ráðninguna. Stefán Rafn var ráðinn í stöðuna í júní á síðasta ári en hann starfaði þá sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. 51 sótti um starfið en fram kemur í úrskurði nefndarinnar að nægar líkur hafa verið leiddar að því að kæranda hafi verið mismunað á grundvelli kyns. Í niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála kemur meðal annars fram fram að Gunnhildur sé með meiri menntun og reynslu af fjölmiðlum og kynningarstarfi en sá sem var ráðinn. Seðlabankinn hafi ekki sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar ákvörðun um ráðningu í starf upplýsingafulltrúa. Hins vegar er kröfu Gunnhildar um að Seðlabankinn greiði henni kostnað við kæruna hafnað þar sem ekki liggi að hún hafi orðið fyrir kostnaði vegna hennar. Í samtali við Fréttastofu sagðist Gunnhildur Arna vona að faglegt ráðningarferli verði tekið upp innan bankans og honum vegni betur í þeim málum undir nýrri yfirstjórn. Í jafnréttislögum kemur fram að sá sem brýtur gegn þeim sé skaðabótaskyldur samkvæmt almennum reglum. Þá megi dæma hlutaðeigandi til að greiða þeim sem misgert sé við, auk bóta fyrir fjártjón ef því sé að skipta, bætur vegna miska. Gunnhildur Arna sagði í morgun að hún hefði ekki tekið ákvörðun um hvort hún fari fram á bætur, það sem mestu máli skipti sé að bankinn vinni faglega og fari að lögum. Seðlabankinn unir úrskurði kærunefndar jafnréttismála og er að fara yfir málið samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Jafnréttismál Seðlabankinn Vistaskipti Tengdar fréttir Seðlabankinn braut jafnréttislög við ráðningu upplýsingafulltrúa Seðlabankinn braut jafnréttislög þegar hann réð Stefán Rafn Sigurbjörnsson sem upplýsingafulltrúa bankans á síðasta ári. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. 13. janúar 2020 22:07 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Seðlabankinn unir úrskurði kærunefndar jafnréttismála um að bankinn hafi brotið jafnréttislög þegar hann réð í starf upplýsingafulltrúa bankans á síðasta ári. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir blaða-og dagskrárgerðarmaður sem kærði ráðninguna hefur ekki ákveðið hvort hún fari fram á bætur, mestu skipti að bankinn fari að lögum. Seðlabankinn braut jafnréttislög þegar hann réð Stefán Rafn Sigurbjörnsson sem upplýsingafulltrúa bankans á síðasta ári. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála sem var birt í gær. Þetta er í þriðja sinn sem Seðlabankinn hefur gerst sekur um að brjóta jafnréttislög frá árinu 2012. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, dagskrárgerðarmaður á Rás 2 og blaðamaður á Læknablaðinu, kærði ráðninguna. Stefán Rafn var ráðinn í stöðuna í júní á síðasta ári en hann starfaði þá sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. 51 sótti um starfið en fram kemur í úrskurði nefndarinnar að nægar líkur hafa verið leiddar að því að kæranda hafi verið mismunað á grundvelli kyns. Í niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála kemur meðal annars fram fram að Gunnhildur sé með meiri menntun og reynslu af fjölmiðlum og kynningarstarfi en sá sem var ráðinn. Seðlabankinn hafi ekki sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar ákvörðun um ráðningu í starf upplýsingafulltrúa. Hins vegar er kröfu Gunnhildar um að Seðlabankinn greiði henni kostnað við kæruna hafnað þar sem ekki liggi að hún hafi orðið fyrir kostnaði vegna hennar. Í samtali við Fréttastofu sagðist Gunnhildur Arna vona að faglegt ráðningarferli verði tekið upp innan bankans og honum vegni betur í þeim málum undir nýrri yfirstjórn. Í jafnréttislögum kemur fram að sá sem brýtur gegn þeim sé skaðabótaskyldur samkvæmt almennum reglum. Þá megi dæma hlutaðeigandi til að greiða þeim sem misgert sé við, auk bóta fyrir fjártjón ef því sé að skipta, bætur vegna miska. Gunnhildur Arna sagði í morgun að hún hefði ekki tekið ákvörðun um hvort hún fari fram á bætur, það sem mestu máli skipti sé að bankinn vinni faglega og fari að lögum. Seðlabankinn unir úrskurði kærunefndar jafnréttismála og er að fara yfir málið samkvæmt upplýsingum fréttastofu.
Jafnréttismál Seðlabankinn Vistaskipti Tengdar fréttir Seðlabankinn braut jafnréttislög við ráðningu upplýsingafulltrúa Seðlabankinn braut jafnréttislög þegar hann réð Stefán Rafn Sigurbjörnsson sem upplýsingafulltrúa bankans á síðasta ári. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. 13. janúar 2020 22:07 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Seðlabankinn braut jafnréttislög við ráðningu upplýsingafulltrúa Seðlabankinn braut jafnréttislög þegar hann réð Stefán Rafn Sigurbjörnsson sem upplýsingafulltrúa bankans á síðasta ári. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. 13. janúar 2020 22:07