Rósa Ingólfsdóttir er látin Jakob Bjarnar skrifar 14. janúar 2020 15:12 Rósa var sannkallaður gleðigjafi en skoðanir hennar í jafnréttismálum voru umdeildar. (Myndin er fengin af forsíðu ævisögunni Rósumál.) Rósa Ingólfsdóttir listamaður er látin. Hún andaðist í morgun á hjúkrunarheimilinu Hamar í Mosfellsbæ. Dóttir hennar, Klara Egilson, greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni með eftirfarandi orðum: „Elskuleg móðir mín, Guðmunda Rósa Ingólfsdóttir, auglýsingateiknari, stórleikkona, ljóðskáld, tónlistarkona, baráttumanneskja, frumkvöðull, fegurðardís, myndlistarkona, vinkona, lífsfélagi, samferðamanneskja, húmoristi, pistlahöfundur, þáttagerðarmanneskja, sjónvarpsþula, sálufélagi og trúnaðarvinur andaðist snemma í morgun, þann 14. janúar 2020, á Hjúkrunarheimilinu Hamrar, í Mosfellsbæ. Hún hlaut friðsælt andlát og var umvafin ást, hlýju og kærleika til síðasta andartaks. Sofðu rótt, elsku mamma mín. Ég unni þér.“ Forsíðuviðtal tímaritsins Mannlífs, þar sem Rósa sat fyrir í rósabaði og er frá árinu 1989, vakti gríðarlega athygli. Rósa var það sem heita má að kallast þjóðareign, slík var frægð hennar og vinsældir. Hún fæddist 5. ágúst 1947. Hún er útskrifuð úr Leiklistarskóla Íslands og Myndlista- og Handíðaskólanum. Rósa er fyrsti teiknari Ríkisútvarpsins en þar starfaði hún um árabil, fyrst sem teiknari en seinna meir sem sjónvarpsþula samhliða teiknistörfum sínum við stofnunina. Hún vakti mikla athygli á skjánum fyrir einkar alúðlega og eðlilega framkomu. Árið 1992 kom út ævisaga Rósu Ingólfsdóttur, sem skrásett var af Jónínu Leósdóttur blaðamanni og rithöfundi og heitir Rósumál sem kynnt var til sögunnar sem hispurslaus frásögn þar sem Rósa dregur ekkert undan og segir álit sitt á samferðarmönnum. Rósa vakti oft mikla athygli í ýmsum viðtölum þar sem hún setti fram skoðanir sínar tæpitungulaust meðal annars um jafnréttismál. Þar má heita að Rósa hafi siglt gegn straumi tímans og valdið verulegu fjaðrafoki en hún hélt því fram að karlmenn ættu að stjórna samfélaginu. Það væri best fyrir alla, konur og kalla. Þetta viðhorf viðraði hún oft til dæmis í viðtali sem Reynir Traustason skrifaði og birtist í Stundinni fyrir fjórum árum. Hér neðar má sjá viðtal Hemma Gunn frá árinu 1990 við Rósu en þau voru góðir vinir. Það má heita lýsandi fyrir lífsgleðina sem einkenndi Rósu.Fyrri hluti viðtalsins. Síðari hluti viðtalsins. Rósa var hæfileikarík og í upphafi ferils síns togaði tónlistargyðjan ekki síst. Hún samdi ýmis lög, meðal annars þetta lag sem fylgir neðar. Andlát Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Sjá meira
Rósa Ingólfsdóttir listamaður er látin. Hún andaðist í morgun á hjúkrunarheimilinu Hamar í Mosfellsbæ. Dóttir hennar, Klara Egilson, greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni með eftirfarandi orðum: „Elskuleg móðir mín, Guðmunda Rósa Ingólfsdóttir, auglýsingateiknari, stórleikkona, ljóðskáld, tónlistarkona, baráttumanneskja, frumkvöðull, fegurðardís, myndlistarkona, vinkona, lífsfélagi, samferðamanneskja, húmoristi, pistlahöfundur, þáttagerðarmanneskja, sjónvarpsþula, sálufélagi og trúnaðarvinur andaðist snemma í morgun, þann 14. janúar 2020, á Hjúkrunarheimilinu Hamrar, í Mosfellsbæ. Hún hlaut friðsælt andlát og var umvafin ást, hlýju og kærleika til síðasta andartaks. Sofðu rótt, elsku mamma mín. Ég unni þér.“ Forsíðuviðtal tímaritsins Mannlífs, þar sem Rósa sat fyrir í rósabaði og er frá árinu 1989, vakti gríðarlega athygli. Rósa var það sem heita má að kallast þjóðareign, slík var frægð hennar og vinsældir. Hún fæddist 5. ágúst 1947. Hún er útskrifuð úr Leiklistarskóla Íslands og Myndlista- og Handíðaskólanum. Rósa er fyrsti teiknari Ríkisútvarpsins en þar starfaði hún um árabil, fyrst sem teiknari en seinna meir sem sjónvarpsþula samhliða teiknistörfum sínum við stofnunina. Hún vakti mikla athygli á skjánum fyrir einkar alúðlega og eðlilega framkomu. Árið 1992 kom út ævisaga Rósu Ingólfsdóttur, sem skrásett var af Jónínu Leósdóttur blaðamanni og rithöfundi og heitir Rósumál sem kynnt var til sögunnar sem hispurslaus frásögn þar sem Rósa dregur ekkert undan og segir álit sitt á samferðarmönnum. Rósa vakti oft mikla athygli í ýmsum viðtölum þar sem hún setti fram skoðanir sínar tæpitungulaust meðal annars um jafnréttismál. Þar má heita að Rósa hafi siglt gegn straumi tímans og valdið verulegu fjaðrafoki en hún hélt því fram að karlmenn ættu að stjórna samfélaginu. Það væri best fyrir alla, konur og kalla. Þetta viðhorf viðraði hún oft til dæmis í viðtali sem Reynir Traustason skrifaði og birtist í Stundinni fyrir fjórum árum. Hér neðar má sjá viðtal Hemma Gunn frá árinu 1990 við Rósu en þau voru góðir vinir. Það má heita lýsandi fyrir lífsgleðina sem einkenndi Rósu.Fyrri hluti viðtalsins. Síðari hluti viðtalsins. Rósa var hæfileikarík og í upphafi ferils síns togaði tónlistargyðjan ekki síst. Hún samdi ýmis lög, meðal annars þetta lag sem fylgir neðar.
Andlát Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Sjá meira