Vegfarendur virði lokanir á Vestfjörðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. janúar 2020 06:49 Færðin á Vestfjörðum á sjöunda tímanum. Vegagerðin Vegir á Vestfjörðum erum ýmist lokaðir eða ófærir þennan morguninn. Vegfarendur eru eindregið hvattir til að virða þær lokunarráðstafanir sem gripið hefur verið til. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er Skutulsfjarðarbraut lokuð og verður staðan endurmetin klukkan átta. Vegurinn um Eyrarhlíð er að sama skapi lokaður og verður athugað með hann klukkan tíu. Mannaðir voru lokunarpóstar á öllum helstu stöðum. Vegir við Súðavíkurhlíð, Kirkjubólshlíð og Flateyrarveg eru auk þess lokaðir vegna snjóflóðahættu en ekki liggur fyrir hvenær þær lokanir verða endurmetnar. Á veg Vegagerðarinnar segir einnig að vegirnir um Þröskulda og Steingrímsfjarðarheiði séu lokaðir. Vestfirðir: Skutulsfjarðarbraut er lokuð og verður athuguð um kl. 8:00. Vegurinn um Eyrarhlíð er lokaður og verður ath. kl.10:00. Flestar leiðir eru ófærar þó er fært á Hálfdán og Mikladal. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 15, 2020 Annar staðar á Vestfjörðum er svo gott sem ófært, að frátöldum Hálfdán og Mikladal. Að sama skapi býður veðrið ekki upp á flugsamgöngur þessa stundina. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir Vestfirði og er gert ráð fyrir að veður gengi niður um hádegi. Þá mun sérfræðingum gefast færi á að meta umfang snjóflóðanna þriggja sem féllu á Flateyri og norðanverðum Súgandafirði. Veðurstofan mun ekki endurmeta ofanflóðaspá fyrr en í birtingu. Veðurspá næsta sólarhrings á norðanverðum Vestfjörðum og völdum fjörðum.Dregur hægt úr vindi um og eftir hádegi, 10-15 m/s undir kvöld (miðvikudagskvöld) á láglendi jafnt sem í fjallahæð. Samhliða minnkandi vind dregur úr ofankomu og verður orðið úrkomulítið í kvöld, miðvikudagskvöld. Aðfaranótt fimmtudags verður hæg austlæg eða breytileg átt, skýjað og úrkomulítið. Það hlýnar heldur er lægir og hiti verður um og jafnvel aðeins yfir frostmarki aðfaranótt fimmtudags og á fimmtudag. Samgöngur Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Vegir á Vestfjörðum erum ýmist lokaðir eða ófærir þennan morguninn. Vegfarendur eru eindregið hvattir til að virða þær lokunarráðstafanir sem gripið hefur verið til. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er Skutulsfjarðarbraut lokuð og verður staðan endurmetin klukkan átta. Vegurinn um Eyrarhlíð er að sama skapi lokaður og verður athugað með hann klukkan tíu. Mannaðir voru lokunarpóstar á öllum helstu stöðum. Vegir við Súðavíkurhlíð, Kirkjubólshlíð og Flateyrarveg eru auk þess lokaðir vegna snjóflóðahættu en ekki liggur fyrir hvenær þær lokanir verða endurmetnar. Á veg Vegagerðarinnar segir einnig að vegirnir um Þröskulda og Steingrímsfjarðarheiði séu lokaðir. Vestfirðir: Skutulsfjarðarbraut er lokuð og verður athuguð um kl. 8:00. Vegurinn um Eyrarhlíð er lokaður og verður ath. kl.10:00. Flestar leiðir eru ófærar þó er fært á Hálfdán og Mikladal. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 15, 2020 Annar staðar á Vestfjörðum er svo gott sem ófært, að frátöldum Hálfdán og Mikladal. Að sama skapi býður veðrið ekki upp á flugsamgöngur þessa stundina. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir Vestfirði og er gert ráð fyrir að veður gengi niður um hádegi. Þá mun sérfræðingum gefast færi á að meta umfang snjóflóðanna þriggja sem féllu á Flateyri og norðanverðum Súgandafirði. Veðurstofan mun ekki endurmeta ofanflóðaspá fyrr en í birtingu. Veðurspá næsta sólarhrings á norðanverðum Vestfjörðum og völdum fjörðum.Dregur hægt úr vindi um og eftir hádegi, 10-15 m/s undir kvöld (miðvikudagskvöld) á láglendi jafnt sem í fjallahæð. Samhliða minnkandi vind dregur úr ofankomu og verður orðið úrkomulítið í kvöld, miðvikudagskvöld. Aðfaranótt fimmtudags verður hæg austlæg eða breytileg átt, skýjað og úrkomulítið. Það hlýnar heldur er lægir og hiti verður um og jafnvel aðeins yfir frostmarki aðfaranótt fimmtudags og á fimmtudag.
Samgöngur Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30