Eigandi Blossa ÍS-225: "Það var skelfilegt að upplifa þetta“ Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2020 14:17 Blossi er tólf tonna krókaaflamarksbátur, smíðaður árið 2014. Facebook-síða Blossa ÍS-225 „Það er í raun ekki mikið að segja. Hann lá þarna við bryggjuna og það fór allt,“ segir Einar Guðbjartsson útgerðarmaður og einn eigenda bátsins Blossa ÍS-225 sem var í hópi sex báta sem sukku í Flateyrarhöfn í gærkvöldi. Einar segist hafa farið niður á höfn í gærkvöldi, eftir að flóðin féllu, og þá séð endann af bátnum standa upp úr sjónum. „Það er svo mikið af raftækjum og kerfum þarna, þannig að þetta er líklega meira eða minna allt ónýtt. Maður veit ekki hvernig er með skrokkinn, hvernig hann er. En það kemur líklega ekki í ljós fyrr en eftir einhverja daga,“ segir Einar. Einar á bátinn Blossa ásamt Guðrúnu Pálsdóttur, eiginkonu sinni, og syni þeirra sem jafnframt er skipstjóri. Fyrirtækið heitir Hlunnar og segir Einar að þar starfi sex, sjö manns. Fyrirtækið gerði út tvo báta, en annar þeirra var seldur síðasta haust. Einar Guðbjartsson í Önundarfirði.Facebook-síða Einars. Einar segir að hann hafi fengið sms í röðum í gærkvöldi – sjálfvirkar tilkynningar úr bátnum um að eldur væri í vélarrúmi og fleiri boð um að ekki væri allt með felldu. „Ég fór þá niður að höfn og þá var björgunarsveitin á staðnum. […] Það var skelfilegt að upplifa þetta.“ Hann segist ekki vera búinn að meta framhaldið. „Nei, við verðum bara bíða með að ná bátnum upp og taka stöðuna í framhaldi af því.“ Einar segir bæjarbúa vera í sjokki vegna snjóflóðanna. „Það létti samt mikið yfir mér þegar fréttir bárust af því að tekist hafi að bjarga unglingsstúlkunni og að ekkert manntjón hafi orðið.“ Blossi er tólf tonna krókaaflamarksbátur, smíðaður árið 2014. Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
„Það er í raun ekki mikið að segja. Hann lá þarna við bryggjuna og það fór allt,“ segir Einar Guðbjartsson útgerðarmaður og einn eigenda bátsins Blossa ÍS-225 sem var í hópi sex báta sem sukku í Flateyrarhöfn í gærkvöldi. Einar segist hafa farið niður á höfn í gærkvöldi, eftir að flóðin féllu, og þá séð endann af bátnum standa upp úr sjónum. „Það er svo mikið af raftækjum og kerfum þarna, þannig að þetta er líklega meira eða minna allt ónýtt. Maður veit ekki hvernig er með skrokkinn, hvernig hann er. En það kemur líklega ekki í ljós fyrr en eftir einhverja daga,“ segir Einar. Einar á bátinn Blossa ásamt Guðrúnu Pálsdóttur, eiginkonu sinni, og syni þeirra sem jafnframt er skipstjóri. Fyrirtækið heitir Hlunnar og segir Einar að þar starfi sex, sjö manns. Fyrirtækið gerði út tvo báta, en annar þeirra var seldur síðasta haust. Einar Guðbjartsson í Önundarfirði.Facebook-síða Einars. Einar segir að hann hafi fengið sms í röðum í gærkvöldi – sjálfvirkar tilkynningar úr bátnum um að eldur væri í vélarrúmi og fleiri boð um að ekki væri allt með felldu. „Ég fór þá niður að höfn og þá var björgunarsveitin á staðnum. […] Það var skelfilegt að upplifa þetta.“ Hann segist ekki vera búinn að meta framhaldið. „Nei, við verðum bara bíða með að ná bátnum upp og taka stöðuna í framhaldi af því.“ Einar segir bæjarbúa vera í sjokki vegna snjóflóðanna. „Það létti samt mikið yfir mér þegar fréttir bárust af því að tekist hafi að bjarga unglingsstúlkunni og að ekkert manntjón hafi orðið.“ Blossi er tólf tonna krókaaflamarksbátur, smíðaður árið 2014.
Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30
Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20