Handbolti

Björg­vin Páll: Þurfum að girða okkur og mæta klárir í milli­riðilinn

Anton Ingi Leifsson skrifar

Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, segir að það hafi verið frost í síðari hálfleiknum er Ísland tapaði fyrir Ungverjum í kvöld.

„Við vorum með þá í fyrri hálfleik og áttum að fara með stærri forystu inn í hálfleikinn. Svo kemur bara frost. Það er alveg frost í seinni hálfleik á öllum vígstöðum,“ sagði Björgvin Páll í leikslok.

„Þeirra helstu vopn eru línumaðurinn og markmaðurinn.“

Hann segir að það hafi ekki haft áhrif á frammistöðunna að Ísland hafi fyrir leikinn verið komið áfram.

„Nei, alls ekki. Við mættum klárir og vorum í góðum gír. Þeir eru erfiðir við að etja. Danirnir voru í veseni einnig og línumaðurinn er öflugur gegn okkar vörn.“

„Við náum oft að bjarga því sóknarlega en það gerðist ekki í dag. Við stóðumst ekki prófið en erum að fara inn í fjögurra leikja hrinu. Við þurfum að girða okkur og mæta klárir.“

„Við erum Íslendingar og þekkjum það að mæta klárir,“ sagði Björgvin Páll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×