Gott að fólk komi saman og reyni að styðja hvert annað Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. janúar 2020 15:00 Í kvöld klukkan átta verður helgistund í Guðríðarkirkju þar sem þess verður minnst að 25 ár eru liðin frá snjóflóðinu í Súðavík. Vísir/Vilhelm Í kvöld klukkan átta verður helgistund í Guðríðarkirkju þar sem þess verður minnst að 25 ár eru liðin frá snjóflóðinu í Súðavík. „Við setjumst niður á eftir og spjöllum saman yfir kaffibolla. Það eru náttúrulega allir velkomnir,“ segir séra Karl V. Matthíasson í samtali við fréttastofu. Snjóflóðið féll á fimmtán íbúðarhús á Súðavík aðfaranótt 16. janúar árið 1995. Fjórtán fórust í flóðinu, þar af átta börn. „Þetta er helgistund og samvera en einnig verður okkur hugsað til þeirra fyrr Vestan,“ segir Karl. Þrjú mjög stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum undir miðnætti á þriðjudag. Talsvert eignatjón varð en engin alvarleg slys á fólki. Unglingsstúlku var bjargað úr flóðinu á Flateyri og var hún flutt á sjúkrahúsið á Ísafirði með varðskipinu Þór. Hann segir að snjóflóðin núna ýfi upp gömul sár og erfiðar tilfinningar fyrir marga, meðal annars hann sjálfan. „Ég var vakandi næstum alla nóttina að fylgjast með.“ Karl var einn af þeim sem kom til aðstoðar eftir að snjóflóðið féll í Súðavík á þessum degi árið 1995. „Ég var prestur þá á Tálknafirði og fór með togara ásamt björgunarsveitarfólki. Það var náttúrulega hræðilegt, ég fór á Ísafjörð og var að tala við fólk sem hafði lent í þessu. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því, þetta var svo hræðilegt. Maður var svo vanmáttugur gagnvart þessu öllu, en bara gerði sitt besta.“ Karl segir að beðið verði fyrir landi og þjóð og komandi tíð á þessari samverustund. sr. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands og Sr. Leifur Ragnar Jónsson og munu þjóna með honum í kvöld. Hrönn Helgadóttir organisti leikur undir á orgel og félagar úr kvennakór Guðríðarkirkju syngja. „Það er gott að fólk komi saman og reyni að styðja hvort annað,“ segir hann að lokum. Reykjavík Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Snjóflóðin í Súðavík Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Hugur Íslendinga fyrir vestan: „Sit dofin í fjarlægðinni“ Neyðarstigi var lýst yfir eftir að þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum undir miðnætti í gær. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. 15. janúar 2020 11:30 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Flateyringar enn innlyksa Flateyrarvegur er enn lokaður eftir snjóflóðin sem þar féllu á þriðjudag og íbúar Flateyrar því enn innlyksa. 16. janúar 2020 06:36 „Eins og manni sé hent út í atburðarásina sem var 1995“ Atburðir gærkvöldsins hafa eins og gefur að skilja haft mikil áhrif á þá sem búa á Flateyri og Suðureyri en ekki minni á þá sem upplifðu hamfarirnar fyrir 25 árum. 15. janúar 2020 21:00 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Í kvöld klukkan átta verður helgistund í Guðríðarkirkju þar sem þess verður minnst að 25 ár eru liðin frá snjóflóðinu í Súðavík. „Við setjumst niður á eftir og spjöllum saman yfir kaffibolla. Það eru náttúrulega allir velkomnir,“ segir séra Karl V. Matthíasson í samtali við fréttastofu. Snjóflóðið féll á fimmtán íbúðarhús á Súðavík aðfaranótt 16. janúar árið 1995. Fjórtán fórust í flóðinu, þar af átta börn. „Þetta er helgistund og samvera en einnig verður okkur hugsað til þeirra fyrr Vestan,“ segir Karl. Þrjú mjög stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum undir miðnætti á þriðjudag. Talsvert eignatjón varð en engin alvarleg slys á fólki. Unglingsstúlku var bjargað úr flóðinu á Flateyri og var hún flutt á sjúkrahúsið á Ísafirði með varðskipinu Þór. Hann segir að snjóflóðin núna ýfi upp gömul sár og erfiðar tilfinningar fyrir marga, meðal annars hann sjálfan. „Ég var vakandi næstum alla nóttina að fylgjast með.“ Karl var einn af þeim sem kom til aðstoðar eftir að snjóflóðið féll í Súðavík á þessum degi árið 1995. „Ég var prestur þá á Tálknafirði og fór með togara ásamt björgunarsveitarfólki. Það var náttúrulega hræðilegt, ég fór á Ísafjörð og var að tala við fólk sem hafði lent í þessu. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því, þetta var svo hræðilegt. Maður var svo vanmáttugur gagnvart þessu öllu, en bara gerði sitt besta.“ Karl segir að beðið verði fyrir landi og þjóð og komandi tíð á þessari samverustund. sr. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands og Sr. Leifur Ragnar Jónsson og munu þjóna með honum í kvöld. Hrönn Helgadóttir organisti leikur undir á orgel og félagar úr kvennakór Guðríðarkirkju syngja. „Það er gott að fólk komi saman og reyni að styðja hvort annað,“ segir hann að lokum.
Reykjavík Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Snjóflóðin í Súðavík Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Hugur Íslendinga fyrir vestan: „Sit dofin í fjarlægðinni“ Neyðarstigi var lýst yfir eftir að þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum undir miðnætti í gær. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. 15. janúar 2020 11:30 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Flateyringar enn innlyksa Flateyrarvegur er enn lokaður eftir snjóflóðin sem þar féllu á þriðjudag og íbúar Flateyrar því enn innlyksa. 16. janúar 2020 06:36 „Eins og manni sé hent út í atburðarásina sem var 1995“ Atburðir gærkvöldsins hafa eins og gefur að skilja haft mikil áhrif á þá sem búa á Flateyri og Suðureyri en ekki minni á þá sem upplifðu hamfarirnar fyrir 25 árum. 15. janúar 2020 21:00 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Hugur Íslendinga fyrir vestan: „Sit dofin í fjarlægðinni“ Neyðarstigi var lýst yfir eftir að þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum undir miðnætti í gær. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. 15. janúar 2020 11:30
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30
Flateyringar enn innlyksa Flateyrarvegur er enn lokaður eftir snjóflóðin sem þar féllu á þriðjudag og íbúar Flateyrar því enn innlyksa. 16. janúar 2020 06:36
„Eins og manni sé hent út í atburðarásina sem var 1995“ Atburðir gærkvöldsins hafa eins og gefur að skilja haft mikil áhrif á þá sem búa á Flateyri og Suðureyri en ekki minni á þá sem upplifðu hamfarirnar fyrir 25 árum. 15. janúar 2020 21:00