Opið bréf til borgarráðs um opnunartíma leikskóla og raunverulegar aðstæður foreldra Stuðningshópur leikskólanna skrifar 16. janúar 2020 11:00 Við undirritaðar skorum á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem samþykktar hafa verið í skóla- og frístundaráði. Þessar breytingar munu óumflýjanlega koma verst niður á þeim sem síst skyldi. Rökin fyrir ákvörðuninni eru í meginatriðum tvenn: Foreldrar nýti almennt ekki hálftímann milli hálf fimm og fimm og breytingin muni draga úr álagi á börn og starfsfólk. Ef við lítum á fyrri rökin fyrst, þá eru þau sennilega sönn, en forsendan er röng. Vissulega er það minnihluti foreldra sem er með vistunartíma fyrir börnin sín til klukkan fimm á daginn og enn færri sem nýta hann allan, en fyrir flest þetta fólk er þessi þjónusta nauðsynleg. Og það hefur aldrei talist til raka gegn þjónustu að fá þurfi á henni að halda (Eða hvað, á að leggja niður fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna? Heimahjúkrun?). Í öðru lagi er það álagið. Þó mögulega geti breytingarnar haft jákvæð áhrif á álag á starfsfólk er alls ekki útséð um að áhrifin verði jákvæð á börn. Álagið mun aftur á móti aukast á þá foreldra sem þurfa á þjónustunni að halda, foreldra sem eru í flestum tilfellum undir gríðarlegu álagi fyrir. Málið er að á stóru landssvæði, eins og Reykjavík, er níu og hálfs tíma vistunartími leikskóla algjör grunnþjónusta. Alls konar fólk er í vinnu með viðveruskyldu á ákveðnum tímum, t.d. 8-16. Ef við tökum dæmi um konu sem býr í Grafarvogi og vinnur á Landspítalanum þarf hún að vera komin með barn sitt á leikskólann klukkan 7:30 til að vera mætt í vinnu á tilsettum tíma og ekkert má út af bregða til að hún komist að sækja barn sitt klukkan 16:30. Annað dæmi gæti verið heimili þar sem er barn í fyrstu bekkjum grunnskóla og annað á leikskóla. Grunnskólinn opnar klukkan 8 svo það er í fyrsta lagi þá sem viðkomandi foreldri getur lagt af stað til vinnu og er þá komið í vinnuna (gefið að hún sé í Reykjavík) 15-30 mínútum seinna. Fyrir þetta foreldri þarf leikskólinn að vera opinn til klukkan 17 ætli það að ná átta klukkustunda vinnudegi. Ótal margt fólk vinnur ekki bara störf með viðveruskyldu, heldur hefur engan annan til að taka við álaginu sem felst í því að þurfa að skutla og sækja börn ásamt því að skila af sér vinnuskyldunni. Sum eru einstæð, önnur eiga maka sem vinnur erlendis eða á vöktum, og svo eru ótal mörg sem eiga ekki stuðningsnet í nágrenninu. Við getum vel tekið undir nauðsyn þess að létta álagi af leikskólabörnum og starfsfólki leikskóla. Borgin gæti stuðlað að slíku með styttingu vinnuvikunnar, með bættum starfsaðstæðum, hærri launum og minna álagi á starfsfólk leikskólanna. Þessi aðgerð verður þó aðeins til að auka á álag og vanlíðan hjá hópi sem má einfaldlega ekki við því.Claudia Overesch, Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir, Elísabet Ýr Atladóttir, Gunnur Vilborg, Halldóra Jónasdóttir, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Hildur Björk Pálsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Hafdís Eyjólfsdóttir, Kristjana Ásbjörnsdóttir, María Lilja Þrastardóttir Kemp, Ósk Gunnlaugsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Sunna Símonardóttir og Þóra Kristín Þórsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Við undirritaðar skorum á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem samþykktar hafa verið í skóla- og frístundaráði. Þessar breytingar munu óumflýjanlega koma verst niður á þeim sem síst skyldi. Rökin fyrir ákvörðuninni eru í meginatriðum tvenn: Foreldrar nýti almennt ekki hálftímann milli hálf fimm og fimm og breytingin muni draga úr álagi á börn og starfsfólk. Ef við lítum á fyrri rökin fyrst, þá eru þau sennilega sönn, en forsendan er röng. Vissulega er það minnihluti foreldra sem er með vistunartíma fyrir börnin sín til klukkan fimm á daginn og enn færri sem nýta hann allan, en fyrir flest þetta fólk er þessi þjónusta nauðsynleg. Og það hefur aldrei talist til raka gegn þjónustu að fá þurfi á henni að halda (Eða hvað, á að leggja niður fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna? Heimahjúkrun?). Í öðru lagi er það álagið. Þó mögulega geti breytingarnar haft jákvæð áhrif á álag á starfsfólk er alls ekki útséð um að áhrifin verði jákvæð á börn. Álagið mun aftur á móti aukast á þá foreldra sem þurfa á þjónustunni að halda, foreldra sem eru í flestum tilfellum undir gríðarlegu álagi fyrir. Málið er að á stóru landssvæði, eins og Reykjavík, er níu og hálfs tíma vistunartími leikskóla algjör grunnþjónusta. Alls konar fólk er í vinnu með viðveruskyldu á ákveðnum tímum, t.d. 8-16. Ef við tökum dæmi um konu sem býr í Grafarvogi og vinnur á Landspítalanum þarf hún að vera komin með barn sitt á leikskólann klukkan 7:30 til að vera mætt í vinnu á tilsettum tíma og ekkert má út af bregða til að hún komist að sækja barn sitt klukkan 16:30. Annað dæmi gæti verið heimili þar sem er barn í fyrstu bekkjum grunnskóla og annað á leikskóla. Grunnskólinn opnar klukkan 8 svo það er í fyrsta lagi þá sem viðkomandi foreldri getur lagt af stað til vinnu og er þá komið í vinnuna (gefið að hún sé í Reykjavík) 15-30 mínútum seinna. Fyrir þetta foreldri þarf leikskólinn að vera opinn til klukkan 17 ætli það að ná átta klukkustunda vinnudegi. Ótal margt fólk vinnur ekki bara störf með viðveruskyldu, heldur hefur engan annan til að taka við álaginu sem felst í því að þurfa að skutla og sækja börn ásamt því að skila af sér vinnuskyldunni. Sum eru einstæð, önnur eiga maka sem vinnur erlendis eða á vöktum, og svo eru ótal mörg sem eiga ekki stuðningsnet í nágrenninu. Við getum vel tekið undir nauðsyn þess að létta álagi af leikskólabörnum og starfsfólki leikskóla. Borgin gæti stuðlað að slíku með styttingu vinnuvikunnar, með bættum starfsaðstæðum, hærri launum og minna álagi á starfsfólk leikskólanna. Þessi aðgerð verður þó aðeins til að auka á álag og vanlíðan hjá hópi sem má einfaldlega ekki við því.Claudia Overesch, Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir, Elísabet Ýr Atladóttir, Gunnur Vilborg, Halldóra Jónasdóttir, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Hildur Björk Pálsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Hafdís Eyjólfsdóttir, Kristjana Ásbjörnsdóttir, María Lilja Þrastardóttir Kemp, Ósk Gunnlaugsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Sunna Símonardóttir og Þóra Kristín Þórsdóttir
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun