Hvað er sálrænn stuðningur? Elfa Dögg S. Leifsdóttir og Brynhildur Bolladóttir skrifar 16. janúar 2020 16:02 Í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri og í Súgandafirði, rétt eins og annarra alvarlegra atburða, hefur mikið verið rætt um sálrænan stuðning. Sálrænn stuðningur er yfirheiti yfir aðstoð sem veitt er í kjölfar alvarlegra atburða. Einn partur af sálrænum stuðningi er áfallahjálp en sálrænn stuðningur er ekki aðeins veittur eftir áföll samkvæmt fræðilegri skilgreiningu þess orðs. Sálrænn stuðningur felst ekki síst í stuðningi frá samfélaginu og í því að ræða saman. Þannig eru fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins oft góður vettvangur fyrir fólk til að safnast saman og spjalla um líðan sína. Seigla, samstaða og samhugur fleyta fólki oft langt eftir alvarlega atburði. Innan sveitarfélaga eru stuðningskerfi til að mæta þörfum íbúa og oft er bætt í slíkan stuðning í kjölfar alvarlegra atburða sem þessa. Sálrænan stuðning mætti stundum kalla sálræna skyndihjálp. Það er ekki alltaf fagfólk sem veitir stuðninginn, rétt eins og þegar skyndihjálp er veitt. Sérþjálfaðir sjálfboðaliðar Rauða krossins ræða við fólk og gefa fólki mynd af því við hverju má búast næstu daga og vikur, enda getur vanlíðan komið fram síðar. Sumir þurfa á meiri eftirfylgni að halda en öðrum dugar samvera og samtal. Það er alveg ljóst að sálrænn stuðningur er ekki töfralausn við vanlíðan í kjölfar alvarlegra atburða en rannsóknir hafa sýnt að slíkur stuðningur gagnast mörgum til þess að vinna úr vanlíðan og áföllum. Ekki allir sem lenda í alvarlegum aðstæðum upplifa það sem áfall þó vissulega hrikti í og fólk finni fyrir alls konar tilfinningum í kjölfarið sem er eðlilegt í óeðlilegum aðstæðum. Margir þættir spila þar inn auk þess sem viðbrögðin breytast og geta sveiflast nokkuð fyrstu dagana. Það er eðlilegt að upplifa ótta, sorg og hjálparleysi eftir alvarlega atburði og ekki síst eftir atburði sem eru jafn greiptir í þjóðarsálina og snjóflóðin á Súðavík og Flateyri 25 árum síðan. Mælt er með því að leita sér sérfræðiaðstoðar ef streita og sterkar tilfinningar dofna ekki á næstu 4-6 vikum og ef fólk upplifir tilfinningalegt ójafnvægi, spennu, tómleika og örmögnun, ef fólk sefur illa og fær martraðir. Slík vanlíðan getur haft neikvæð áhrif á samskipti og stuðlað að einangrun. Það mikilvægasta sem við getum gert er að vera í samvistum með fjölskyldu, vinum og félögum sem geta stutt okkur, hitta aðra sem hafa upplifað sömu atburði og hugsa vel um svefn, næringu og hreyfingu. Rétt er að minna á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjallið sem eru opin allan sólarhringinn. Þar er hægt að fá beinan stuðning og upplýsingar um hvert sé best að leita. Hjá Hjálparsímanum ríkir fullur trúnaður og nafnleynd. Hugum að náunganum og veitum hvort öðru sálrænan stuðning.Elfa Dögg S. Leifsdóttir er sálfræðingur Rauða krossins. Brynhildur Bolladóttir er upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Brynhildur Bolladóttir Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri og í Súgandafirði, rétt eins og annarra alvarlegra atburða, hefur mikið verið rætt um sálrænan stuðning. Sálrænn stuðningur er yfirheiti yfir aðstoð sem veitt er í kjölfar alvarlegra atburða. Einn partur af sálrænum stuðningi er áfallahjálp en sálrænn stuðningur er ekki aðeins veittur eftir áföll samkvæmt fræðilegri skilgreiningu þess orðs. Sálrænn stuðningur felst ekki síst í stuðningi frá samfélaginu og í því að ræða saman. Þannig eru fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins oft góður vettvangur fyrir fólk til að safnast saman og spjalla um líðan sína. Seigla, samstaða og samhugur fleyta fólki oft langt eftir alvarlega atburði. Innan sveitarfélaga eru stuðningskerfi til að mæta þörfum íbúa og oft er bætt í slíkan stuðning í kjölfar alvarlegra atburða sem þessa. Sálrænan stuðning mætti stundum kalla sálræna skyndihjálp. Það er ekki alltaf fagfólk sem veitir stuðninginn, rétt eins og þegar skyndihjálp er veitt. Sérþjálfaðir sjálfboðaliðar Rauða krossins ræða við fólk og gefa fólki mynd af því við hverju má búast næstu daga og vikur, enda getur vanlíðan komið fram síðar. Sumir þurfa á meiri eftirfylgni að halda en öðrum dugar samvera og samtal. Það er alveg ljóst að sálrænn stuðningur er ekki töfralausn við vanlíðan í kjölfar alvarlegra atburða en rannsóknir hafa sýnt að slíkur stuðningur gagnast mörgum til þess að vinna úr vanlíðan og áföllum. Ekki allir sem lenda í alvarlegum aðstæðum upplifa það sem áfall þó vissulega hrikti í og fólk finni fyrir alls konar tilfinningum í kjölfarið sem er eðlilegt í óeðlilegum aðstæðum. Margir þættir spila þar inn auk þess sem viðbrögðin breytast og geta sveiflast nokkuð fyrstu dagana. Það er eðlilegt að upplifa ótta, sorg og hjálparleysi eftir alvarlega atburði og ekki síst eftir atburði sem eru jafn greiptir í þjóðarsálina og snjóflóðin á Súðavík og Flateyri 25 árum síðan. Mælt er með því að leita sér sérfræðiaðstoðar ef streita og sterkar tilfinningar dofna ekki á næstu 4-6 vikum og ef fólk upplifir tilfinningalegt ójafnvægi, spennu, tómleika og örmögnun, ef fólk sefur illa og fær martraðir. Slík vanlíðan getur haft neikvæð áhrif á samskipti og stuðlað að einangrun. Það mikilvægasta sem við getum gert er að vera í samvistum með fjölskyldu, vinum og félögum sem geta stutt okkur, hitta aðra sem hafa upplifað sömu atburði og hugsa vel um svefn, næringu og hreyfingu. Rétt er að minna á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjallið sem eru opin allan sólarhringinn. Þar er hægt að fá beinan stuðning og upplýsingar um hvert sé best að leita. Hjá Hjálparsímanum ríkir fullur trúnaður og nafnleynd. Hugum að náunganum og veitum hvort öðru sálrænan stuðning.Elfa Dögg S. Leifsdóttir er sálfræðingur Rauða krossins. Brynhildur Bolladóttir er upplýsingafulltrúi Rauða krossins.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun