Náttúruöflin Drífa Snædal skrifar 17. janúar 2020 14:00 Á fimmtudag skrifuðu flest aðildarfélög innan Starfsgreinasambandsins undir nýjan kjarasamning við sveitarfélögin. Starfsfólk sveitarfélaganna var eðlilega orðið langeygt eftir nýjum samningi enda runnu síðustu samningar út í lok mars 2019. Næstu dögum verður varið í að kynna samninginn og kjósa að lokum um hann. Ég hvet starfsfólk sveitarfélaga til að taka þátt í fyrirhuguðum fundum og atkvæðagreiðslu. En björninn er ekki unninn þó að félög innan SGS hafi samið. Eftir stendur hið risavaxna verkefni að útfæra styttingu vinnutímans innan opinbera geirans, semja við ríkið, auk þess sem Efling stéttarfélag hefur ekki samið við Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélög. Það er eðlilegt að mismunandi áherslur séu á milli mismunandi sveitarfélaga og ólíkar útfærslur á kröfum félagsmanna. Því ber að halda til haga að tilraunverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnutímans tókst vel og það var mikil óánægja þegar verkefninu var hætt. Fleira verður til að hleypa illu blóði í deiluna sem fjallar í grunninn um verðmæti starfa en ekki síður virðingu fyrir starfsfólki. Það er verulegt áhyggjuefni að lítið virðist ganga í samningaviðræðunum þrátt fyrir að atkvæðagreiðsla um verkföll standa fyrir dyrum og lágmarkskrafa að samninganefnd félagsins sé sýnd sú virðing að herða á viðræðunum. En hugur landsmanna hefur verið á Vestfjörðum síðustu daga. Landsmenn önduðu léttar þegar í ljós kom að enginn fórst í snjóflóðunum en eftir standa áhyggjur af framtíð búsetu og atvinnu í þorpunum fyrir vestan. Suðureyri virðist hafa sloppið vel en það er fullt tilefni til að hafa áhyggjur af sjávarútvegi á Flateyri. Þó ekki sé um mörg störf að ræða þá er allur rekstur og öll störf mikilvæg í litlu samfélagi. Ég veit að Verkalýðsfélag Vestfirðinga mun standa þétt við bakið á sínum félagsmönnum í því verkefni sem framundan er. Orð eru frekar máttlaus gagnvart náttúruhamförum en mig langar að gera orð Tomaszar Þórs Verusonar að mínum, en Tomaszi var bjargað úr snjóflóðunum á Súðavík fyrir aldarfjórðungi eftir að hafa verið grafinn í fönn í sólarhring: „Í dag er ég þakklátur. Ég er þakklátur fyrir að ekki fór verr í gær, ég er þakklátur fyrir þær ótrúlegu tækni- og þekkingarframfarir sem hafa átt sér stað hér á landi sem snúa að flóðum, varnargörðum o.fl., ég er þakklátur fyrir varðskipið Þór og þyrlu Landhelgisgæslunnar og þær mögnuðu áhafnir sem standa þar vaktina og að lokum er ég þakklátur fyrir þær ótrúlegu björgunarsveitir sem við eigum.“ Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á fimmtudag skrifuðu flest aðildarfélög innan Starfsgreinasambandsins undir nýjan kjarasamning við sveitarfélögin. Starfsfólk sveitarfélaganna var eðlilega orðið langeygt eftir nýjum samningi enda runnu síðustu samningar út í lok mars 2019. Næstu dögum verður varið í að kynna samninginn og kjósa að lokum um hann. Ég hvet starfsfólk sveitarfélaga til að taka þátt í fyrirhuguðum fundum og atkvæðagreiðslu. En björninn er ekki unninn þó að félög innan SGS hafi samið. Eftir stendur hið risavaxna verkefni að útfæra styttingu vinnutímans innan opinbera geirans, semja við ríkið, auk þess sem Efling stéttarfélag hefur ekki samið við Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélög. Það er eðlilegt að mismunandi áherslur séu á milli mismunandi sveitarfélaga og ólíkar útfærslur á kröfum félagsmanna. Því ber að halda til haga að tilraunverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnutímans tókst vel og það var mikil óánægja þegar verkefninu var hætt. Fleira verður til að hleypa illu blóði í deiluna sem fjallar í grunninn um verðmæti starfa en ekki síður virðingu fyrir starfsfólki. Það er verulegt áhyggjuefni að lítið virðist ganga í samningaviðræðunum þrátt fyrir að atkvæðagreiðsla um verkföll standa fyrir dyrum og lágmarkskrafa að samninganefnd félagsins sé sýnd sú virðing að herða á viðræðunum. En hugur landsmanna hefur verið á Vestfjörðum síðustu daga. Landsmenn önduðu léttar þegar í ljós kom að enginn fórst í snjóflóðunum en eftir standa áhyggjur af framtíð búsetu og atvinnu í þorpunum fyrir vestan. Suðureyri virðist hafa sloppið vel en það er fullt tilefni til að hafa áhyggjur af sjávarútvegi á Flateyri. Þó ekki sé um mörg störf að ræða þá er allur rekstur og öll störf mikilvæg í litlu samfélagi. Ég veit að Verkalýðsfélag Vestfirðinga mun standa þétt við bakið á sínum félagsmönnum í því verkefni sem framundan er. Orð eru frekar máttlaus gagnvart náttúruhamförum en mig langar að gera orð Tomaszar Þórs Verusonar að mínum, en Tomaszi var bjargað úr snjóflóðunum á Súðavík fyrir aldarfjórðungi eftir að hafa verið grafinn í fönn í sólarhring: „Í dag er ég þakklátur. Ég er þakklátur fyrir að ekki fór verr í gær, ég er þakklátur fyrir þær ótrúlegu tækni- og þekkingarframfarir sem hafa átt sér stað hér á landi sem snúa að flóðum, varnargörðum o.fl., ég er þakklátur fyrir varðskipið Þór og þyrlu Landhelgisgæslunnar og þær mögnuðu áhafnir sem standa þar vaktina og að lokum er ég þakklátur fyrir þær ótrúlegu björgunarsveitir sem við eigum.“ Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun