Náttúruöflin Drífa Snædal skrifar 17. janúar 2020 14:00 Á fimmtudag skrifuðu flest aðildarfélög innan Starfsgreinasambandsins undir nýjan kjarasamning við sveitarfélögin. Starfsfólk sveitarfélaganna var eðlilega orðið langeygt eftir nýjum samningi enda runnu síðustu samningar út í lok mars 2019. Næstu dögum verður varið í að kynna samninginn og kjósa að lokum um hann. Ég hvet starfsfólk sveitarfélaga til að taka þátt í fyrirhuguðum fundum og atkvæðagreiðslu. En björninn er ekki unninn þó að félög innan SGS hafi samið. Eftir stendur hið risavaxna verkefni að útfæra styttingu vinnutímans innan opinbera geirans, semja við ríkið, auk þess sem Efling stéttarfélag hefur ekki samið við Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélög. Það er eðlilegt að mismunandi áherslur séu á milli mismunandi sveitarfélaga og ólíkar útfærslur á kröfum félagsmanna. Því ber að halda til haga að tilraunverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnutímans tókst vel og það var mikil óánægja þegar verkefninu var hætt. Fleira verður til að hleypa illu blóði í deiluna sem fjallar í grunninn um verðmæti starfa en ekki síður virðingu fyrir starfsfólki. Það er verulegt áhyggjuefni að lítið virðist ganga í samningaviðræðunum þrátt fyrir að atkvæðagreiðsla um verkföll standa fyrir dyrum og lágmarkskrafa að samninganefnd félagsins sé sýnd sú virðing að herða á viðræðunum. En hugur landsmanna hefur verið á Vestfjörðum síðustu daga. Landsmenn önduðu léttar þegar í ljós kom að enginn fórst í snjóflóðunum en eftir standa áhyggjur af framtíð búsetu og atvinnu í þorpunum fyrir vestan. Suðureyri virðist hafa sloppið vel en það er fullt tilefni til að hafa áhyggjur af sjávarútvegi á Flateyri. Þó ekki sé um mörg störf að ræða þá er allur rekstur og öll störf mikilvæg í litlu samfélagi. Ég veit að Verkalýðsfélag Vestfirðinga mun standa þétt við bakið á sínum félagsmönnum í því verkefni sem framundan er. Orð eru frekar máttlaus gagnvart náttúruhamförum en mig langar að gera orð Tomaszar Þórs Verusonar að mínum, en Tomaszi var bjargað úr snjóflóðunum á Súðavík fyrir aldarfjórðungi eftir að hafa verið grafinn í fönn í sólarhring: „Í dag er ég þakklátur. Ég er þakklátur fyrir að ekki fór verr í gær, ég er þakklátur fyrir þær ótrúlegu tækni- og þekkingarframfarir sem hafa átt sér stað hér á landi sem snúa að flóðum, varnargörðum o.fl., ég er þakklátur fyrir varðskipið Þór og þyrlu Landhelgisgæslunnar og þær mögnuðu áhafnir sem standa þar vaktina og að lokum er ég þakklátur fyrir þær ótrúlegu björgunarsveitir sem við eigum.“ Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Á fimmtudag skrifuðu flest aðildarfélög innan Starfsgreinasambandsins undir nýjan kjarasamning við sveitarfélögin. Starfsfólk sveitarfélaganna var eðlilega orðið langeygt eftir nýjum samningi enda runnu síðustu samningar út í lok mars 2019. Næstu dögum verður varið í að kynna samninginn og kjósa að lokum um hann. Ég hvet starfsfólk sveitarfélaga til að taka þátt í fyrirhuguðum fundum og atkvæðagreiðslu. En björninn er ekki unninn þó að félög innan SGS hafi samið. Eftir stendur hið risavaxna verkefni að útfæra styttingu vinnutímans innan opinbera geirans, semja við ríkið, auk þess sem Efling stéttarfélag hefur ekki samið við Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélög. Það er eðlilegt að mismunandi áherslur séu á milli mismunandi sveitarfélaga og ólíkar útfærslur á kröfum félagsmanna. Því ber að halda til haga að tilraunverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnutímans tókst vel og það var mikil óánægja þegar verkefninu var hætt. Fleira verður til að hleypa illu blóði í deiluna sem fjallar í grunninn um verðmæti starfa en ekki síður virðingu fyrir starfsfólki. Það er verulegt áhyggjuefni að lítið virðist ganga í samningaviðræðunum þrátt fyrir að atkvæðagreiðsla um verkföll standa fyrir dyrum og lágmarkskrafa að samninganefnd félagsins sé sýnd sú virðing að herða á viðræðunum. En hugur landsmanna hefur verið á Vestfjörðum síðustu daga. Landsmenn önduðu léttar þegar í ljós kom að enginn fórst í snjóflóðunum en eftir standa áhyggjur af framtíð búsetu og atvinnu í þorpunum fyrir vestan. Suðureyri virðist hafa sloppið vel en það er fullt tilefni til að hafa áhyggjur af sjávarútvegi á Flateyri. Þó ekki sé um mörg störf að ræða þá er allur rekstur og öll störf mikilvæg í litlu samfélagi. Ég veit að Verkalýðsfélag Vestfirðinga mun standa þétt við bakið á sínum félagsmönnum í því verkefni sem framundan er. Orð eru frekar máttlaus gagnvart náttúruhamförum en mig langar að gera orð Tomaszar Þórs Verusonar að mínum, en Tomaszi var bjargað úr snjóflóðunum á Súðavík fyrir aldarfjórðungi eftir að hafa verið grafinn í fönn í sólarhring: „Í dag er ég þakklátur. Ég er þakklátur fyrir að ekki fór verr í gær, ég er þakklátur fyrir þær ótrúlegu tækni- og þekkingarframfarir sem hafa átt sér stað hér á landi sem snúa að flóðum, varnargörðum o.fl., ég er þakklátur fyrir varðskipið Þór og þyrlu Landhelgisgæslunnar og þær mögnuðu áhafnir sem standa þar vaktina og að lokum er ég þakklátur fyrir þær ótrúlegu björgunarsveitir sem við eigum.“ Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun