Náttúruöflin Drífa Snædal skrifar 17. janúar 2020 14:00 Á fimmtudag skrifuðu flest aðildarfélög innan Starfsgreinasambandsins undir nýjan kjarasamning við sveitarfélögin. Starfsfólk sveitarfélaganna var eðlilega orðið langeygt eftir nýjum samningi enda runnu síðustu samningar út í lok mars 2019. Næstu dögum verður varið í að kynna samninginn og kjósa að lokum um hann. Ég hvet starfsfólk sveitarfélaga til að taka þátt í fyrirhuguðum fundum og atkvæðagreiðslu. En björninn er ekki unninn þó að félög innan SGS hafi samið. Eftir stendur hið risavaxna verkefni að útfæra styttingu vinnutímans innan opinbera geirans, semja við ríkið, auk þess sem Efling stéttarfélag hefur ekki samið við Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélög. Það er eðlilegt að mismunandi áherslur séu á milli mismunandi sveitarfélaga og ólíkar útfærslur á kröfum félagsmanna. Því ber að halda til haga að tilraunverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnutímans tókst vel og það var mikil óánægja þegar verkefninu var hætt. Fleira verður til að hleypa illu blóði í deiluna sem fjallar í grunninn um verðmæti starfa en ekki síður virðingu fyrir starfsfólki. Það er verulegt áhyggjuefni að lítið virðist ganga í samningaviðræðunum þrátt fyrir að atkvæðagreiðsla um verkföll standa fyrir dyrum og lágmarkskrafa að samninganefnd félagsins sé sýnd sú virðing að herða á viðræðunum. En hugur landsmanna hefur verið á Vestfjörðum síðustu daga. Landsmenn önduðu léttar þegar í ljós kom að enginn fórst í snjóflóðunum en eftir standa áhyggjur af framtíð búsetu og atvinnu í þorpunum fyrir vestan. Suðureyri virðist hafa sloppið vel en það er fullt tilefni til að hafa áhyggjur af sjávarútvegi á Flateyri. Þó ekki sé um mörg störf að ræða þá er allur rekstur og öll störf mikilvæg í litlu samfélagi. Ég veit að Verkalýðsfélag Vestfirðinga mun standa þétt við bakið á sínum félagsmönnum í því verkefni sem framundan er. Orð eru frekar máttlaus gagnvart náttúruhamförum en mig langar að gera orð Tomaszar Þórs Verusonar að mínum, en Tomaszi var bjargað úr snjóflóðunum á Súðavík fyrir aldarfjórðungi eftir að hafa verið grafinn í fönn í sólarhring: „Í dag er ég þakklátur. Ég er þakklátur fyrir að ekki fór verr í gær, ég er þakklátur fyrir þær ótrúlegu tækni- og þekkingarframfarir sem hafa átt sér stað hér á landi sem snúa að flóðum, varnargörðum o.fl., ég er þakklátur fyrir varðskipið Þór og þyrlu Landhelgisgæslunnar og þær mögnuðu áhafnir sem standa þar vaktina og að lokum er ég þakklátur fyrir þær ótrúlegu björgunarsveitir sem við eigum.“ Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Á fimmtudag skrifuðu flest aðildarfélög innan Starfsgreinasambandsins undir nýjan kjarasamning við sveitarfélögin. Starfsfólk sveitarfélaganna var eðlilega orðið langeygt eftir nýjum samningi enda runnu síðustu samningar út í lok mars 2019. Næstu dögum verður varið í að kynna samninginn og kjósa að lokum um hann. Ég hvet starfsfólk sveitarfélaga til að taka þátt í fyrirhuguðum fundum og atkvæðagreiðslu. En björninn er ekki unninn þó að félög innan SGS hafi samið. Eftir stendur hið risavaxna verkefni að útfæra styttingu vinnutímans innan opinbera geirans, semja við ríkið, auk þess sem Efling stéttarfélag hefur ekki samið við Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélög. Það er eðlilegt að mismunandi áherslur séu á milli mismunandi sveitarfélaga og ólíkar útfærslur á kröfum félagsmanna. Því ber að halda til haga að tilraunverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnutímans tókst vel og það var mikil óánægja þegar verkefninu var hætt. Fleira verður til að hleypa illu blóði í deiluna sem fjallar í grunninn um verðmæti starfa en ekki síður virðingu fyrir starfsfólki. Það er verulegt áhyggjuefni að lítið virðist ganga í samningaviðræðunum þrátt fyrir að atkvæðagreiðsla um verkföll standa fyrir dyrum og lágmarkskrafa að samninganefnd félagsins sé sýnd sú virðing að herða á viðræðunum. En hugur landsmanna hefur verið á Vestfjörðum síðustu daga. Landsmenn önduðu léttar þegar í ljós kom að enginn fórst í snjóflóðunum en eftir standa áhyggjur af framtíð búsetu og atvinnu í þorpunum fyrir vestan. Suðureyri virðist hafa sloppið vel en það er fullt tilefni til að hafa áhyggjur af sjávarútvegi á Flateyri. Þó ekki sé um mörg störf að ræða þá er allur rekstur og öll störf mikilvæg í litlu samfélagi. Ég veit að Verkalýðsfélag Vestfirðinga mun standa þétt við bakið á sínum félagsmönnum í því verkefni sem framundan er. Orð eru frekar máttlaus gagnvart náttúruhamförum en mig langar að gera orð Tomaszar Þórs Verusonar að mínum, en Tomaszi var bjargað úr snjóflóðunum á Súðavík fyrir aldarfjórðungi eftir að hafa verið grafinn í fönn í sólarhring: „Í dag er ég þakklátur. Ég er þakklátur fyrir að ekki fór verr í gær, ég er þakklátur fyrir þær ótrúlegu tækni- og þekkingarframfarir sem hafa átt sér stað hér á landi sem snúa að flóðum, varnargörðum o.fl., ég er þakklátur fyrir varðskipið Þór og þyrlu Landhelgisgæslunnar og þær mögnuðu áhafnir sem standa þar vaktina og að lokum er ég þakklátur fyrir þær ótrúlegu björgunarsveitir sem við eigum.“ Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar