Ekki í belti og sennilega ekki hæfur til að aka strætisvagninum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2020 17:33 Mynd frá vettvangi slyssins. Mynd/RNSA Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur sennilegt að ökumaður strætisvagns sem lést eftir að hafa misst stjórn á bifreiðinni þann 5. júni 2018 á Ólafsfjarðarvegi hafi ekki verið hæfur til að aka bifreiðinni sökum heilsubrests og lyfjanotkunar. Ökumaðurinn var ekki í belti. Þetta er ein af niðurstöðum nefndarinnar en lokaskýrsla hennar vegna slyssins var gefin út í gær.Slysið varð með þeim hætti að ökumaðurinn, karlmaður á sjötugsaldri, missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af veginum á nokkurri ferð. Var hann á leið frá Siglufirði til Akureyrar.Þegar strætisvagninn var hálf inni á veginum hægra megin og hálf utan hans rann hún yfir heimreið, sem liggur þvert á veginn, og þaðan yfir árfarveg þar sem hún hafnaði á árbakkanum hinum megin árinnar.Rúmir 100 metrar voru frá þeim stað þar sem bifreiðin fór fyrst út af veginum þar til hún stöðvaðist.Ökumaðurinn lést á spítala tæpum mánuði eftir slysið af völdum áverka sem hann hlaut í slysinu. Árfarvegurinn sem rútan stöðvaðist í.Mynd/RNSA Ekki í belti Ökumaðurinn var ekki spenntur í öryggisbelti og telur nefndin mögulegt að ökumaðurinn hefði lifað slysið af hefði hann verið spenntur í öryggisbelti. Um borð var einnig níu ára drengur. Hann var spenntur í öryggisbelti og slasaðist lítillega. Við rannsókn málsins kom í ljós að ökumaðurinn átti við margvísleg heilsufarsvandamál að stríða. Að mati nefndarinnar var ökuhæfi hans sennilega skert sökum veikinda og lyfjanotkunar vegna þeirra. Samkvæmt upplýsingum sem nefndin aflaði sér við rannsókn málsins var maðurinn upplýstur af lækni um áhrif lyfjanna. Að mati nefndarinnar eru ákvæði í reglugerð um ökuskírteini sem hefðu sennilega getað komið í veg fyrir þetta slys, ef þeim væri framfylgt. Beinir nefndin því til Samgöngustofu að setja strax reglur um hvernig meta skuli hvort umsækjendur um ökuskírteini fullnægi viðauka í reglugerð um andlegt og líkamlegt hæfi. Þá er því einnig beint til Vegagerðarinnar að framkvæma öryggisúttekt á Ólafsfjarðarvegi og vinna að úrbótum til að bæta umferðaröryggi á veginum. Auk þess telur nefndin mikilvægt að brýna fyrir ökumönnum og farþegum að nota ávallt öryggisbelti, hvort sem verið er að fara styttri eða lengri vegalengdir. Vanhöld á notkun öryggisbelta eru ein helsta orsök banaslysa í umferðinni, að því er fram kemur í skýrslu nefndarinnar. Fjallabyggð Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Búið að opna Ólafsfjarðarveg Veginum var lokað síðdegis í dag vegna rútu sem fór út af veginum. 5. júní 2018 21:25 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur sennilegt að ökumaður strætisvagns sem lést eftir að hafa misst stjórn á bifreiðinni þann 5. júni 2018 á Ólafsfjarðarvegi hafi ekki verið hæfur til að aka bifreiðinni sökum heilsubrests og lyfjanotkunar. Ökumaðurinn var ekki í belti. Þetta er ein af niðurstöðum nefndarinnar en lokaskýrsla hennar vegna slyssins var gefin út í gær.Slysið varð með þeim hætti að ökumaðurinn, karlmaður á sjötugsaldri, missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af veginum á nokkurri ferð. Var hann á leið frá Siglufirði til Akureyrar.Þegar strætisvagninn var hálf inni á veginum hægra megin og hálf utan hans rann hún yfir heimreið, sem liggur þvert á veginn, og þaðan yfir árfarveg þar sem hún hafnaði á árbakkanum hinum megin árinnar.Rúmir 100 metrar voru frá þeim stað þar sem bifreiðin fór fyrst út af veginum þar til hún stöðvaðist.Ökumaðurinn lést á spítala tæpum mánuði eftir slysið af völdum áverka sem hann hlaut í slysinu. Árfarvegurinn sem rútan stöðvaðist í.Mynd/RNSA Ekki í belti Ökumaðurinn var ekki spenntur í öryggisbelti og telur nefndin mögulegt að ökumaðurinn hefði lifað slysið af hefði hann verið spenntur í öryggisbelti. Um borð var einnig níu ára drengur. Hann var spenntur í öryggisbelti og slasaðist lítillega. Við rannsókn málsins kom í ljós að ökumaðurinn átti við margvísleg heilsufarsvandamál að stríða. Að mati nefndarinnar var ökuhæfi hans sennilega skert sökum veikinda og lyfjanotkunar vegna þeirra. Samkvæmt upplýsingum sem nefndin aflaði sér við rannsókn málsins var maðurinn upplýstur af lækni um áhrif lyfjanna. Að mati nefndarinnar eru ákvæði í reglugerð um ökuskírteini sem hefðu sennilega getað komið í veg fyrir þetta slys, ef þeim væri framfylgt. Beinir nefndin því til Samgöngustofu að setja strax reglur um hvernig meta skuli hvort umsækjendur um ökuskírteini fullnægi viðauka í reglugerð um andlegt og líkamlegt hæfi. Þá er því einnig beint til Vegagerðarinnar að framkvæma öryggisúttekt á Ólafsfjarðarvegi og vinna að úrbótum til að bæta umferðaröryggi á veginum. Auk þess telur nefndin mikilvægt að brýna fyrir ökumönnum og farþegum að nota ávallt öryggisbelti, hvort sem verið er að fara styttri eða lengri vegalengdir. Vanhöld á notkun öryggisbelta eru ein helsta orsök banaslysa í umferðinni, að því er fram kemur í skýrslu nefndarinnar.
Fjallabyggð Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Búið að opna Ólafsfjarðarveg Veginum var lokað síðdegis í dag vegna rútu sem fór út af veginum. 5. júní 2018 21:25 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Búið að opna Ólafsfjarðarveg Veginum var lokað síðdegis í dag vegna rútu sem fór út af veginum. 5. júní 2018 21:25