Hafnarfjarðarkirkja þéttsetin eftir slysið Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. janúar 2020 19:15 Fjölmennt var í Hafnarfjarðarkirkju. Vísir/Sigurjón Hafnarfjarðarkirkja var þéttsetin nú undir kvöld þegar fram fór bænastund vegna drengjanna þriggja, sem slösuðust þegar bíll þeirra fór út af í Hafnafjarðarhöfn í gærkvöld. Tveir drengjanna liggja á gjörgæslu og er ástand þeirra sagt alvarlegt. Tilkynning um að lítill jepplingur hafi farið fram af Óseyrarbryggju Hafnarfirði barst lögreglu skömmu eftir klukkan níu í gærkvöld. Þrír piltar voru í bilnum og var ljóst frá fyrstu stundu að um mjög alvarlegt slys var að ræða. Fjölmennt lið viðbragðsfólks sent að höfninni; fulltrúar lögreglu, slökkviliðs, landhelgisgæslu og björgunarsveita. Þannig komu alls átta kafarar að aðgerðum gærkvöldsins með beinum hætti, þar af voru þrír björgunarkafarar slökkviliðs sem hjálpuðu drengjunum upp úr ísilögðum sjónum, en tveir þeirra sátu enn fastir í jepplingnum þegar kafara bar að garði. Þeim þriðja hafði tekist að komast úr bílnum af sjálfsdáðum. Fimm sjúkrabílar voru auk þess kallaðir út, auk dælu- og körfubíls og þá var björgunarbátur á vegum Landsbjargar innan handar. Bíll drengjanna var hífður upp úr höfninni upp úr miðnætti. Lágur kantur er á Óseyrarbryggju, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu uppfyllir bryggjan öll öryggisskilyrði. Piltarnir voru allir fluttir á slysadeild til aðhlynningar; þegar þangað var komið voru tveir þeirra fluttir á gjörgæsludeild og segir lögreglan ástand þeirra alvarlegt. Þriðji drengurinn var lagður inn á aðra deild spítalans og er líðan hans sögð eftir atvikum. Boðað var til bænastundar vegna slyssins í Hafnarfjarðarkirkju klukkan fimm síðdegis, en Fríkirkja bæjarins var jafnframt opnuð á öðrum tímanum í nótt þar sem fólki bauðst sálrænn stuðningur. Bekkir Hafnafjarðarkirkju voru þéttsettnir fjölskyldu, vinum og skólafélögum. Prestar hvöttu viðstadda til að halda þétt um hvert annað, tala saman um tilfinningar sínar og að styðja við fjölskyldur drengjanna þriggja. Hafnarfjörður Samgönguslys Tengdar fréttir „Oft ágætt að fólk komi saman og spjalli eftir atvik eins og þetta“ Boðað hefur verið til bænastundar í Hafnarfjarðarkirkju í dag vegna slyssins sem varð við Óseyrarbryggju í gærkvöld. 18. janúar 2020 13:44 Opna Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í Hafnarfirði Bíllinn sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn við Óseyrarbryggju í kvöld var nú skömmu eftir miðnætti hífður upp úr sjónum með kranabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu opnuðu prestar í Hafnarfiði Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í kvöld. Rauði krossinn á Íslandi var til til aðstoðar til að veita sálrænan stuðning. 18. janúar 2020 00:31 Tveir piltanna sem lentu í sjónum sagðir í alvarlegu ástandi Líðan þriðja piltins er sögð eftir atvikum. Piltarnir þrír voru í jeppling sem fór fram af Óseyrarbryggju og hafnaði í sjónum. 18. janúar 2020 10:27 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira
Hafnarfjarðarkirkja var þéttsetin nú undir kvöld þegar fram fór bænastund vegna drengjanna þriggja, sem slösuðust þegar bíll þeirra fór út af í Hafnafjarðarhöfn í gærkvöld. Tveir drengjanna liggja á gjörgæslu og er ástand þeirra sagt alvarlegt. Tilkynning um að lítill jepplingur hafi farið fram af Óseyrarbryggju Hafnarfirði barst lögreglu skömmu eftir klukkan níu í gærkvöld. Þrír piltar voru í bilnum og var ljóst frá fyrstu stundu að um mjög alvarlegt slys var að ræða. Fjölmennt lið viðbragðsfólks sent að höfninni; fulltrúar lögreglu, slökkviliðs, landhelgisgæslu og björgunarsveita. Þannig komu alls átta kafarar að aðgerðum gærkvöldsins með beinum hætti, þar af voru þrír björgunarkafarar slökkviliðs sem hjálpuðu drengjunum upp úr ísilögðum sjónum, en tveir þeirra sátu enn fastir í jepplingnum þegar kafara bar að garði. Þeim þriðja hafði tekist að komast úr bílnum af sjálfsdáðum. Fimm sjúkrabílar voru auk þess kallaðir út, auk dælu- og körfubíls og þá var björgunarbátur á vegum Landsbjargar innan handar. Bíll drengjanna var hífður upp úr höfninni upp úr miðnætti. Lágur kantur er á Óseyrarbryggju, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu uppfyllir bryggjan öll öryggisskilyrði. Piltarnir voru allir fluttir á slysadeild til aðhlynningar; þegar þangað var komið voru tveir þeirra fluttir á gjörgæsludeild og segir lögreglan ástand þeirra alvarlegt. Þriðji drengurinn var lagður inn á aðra deild spítalans og er líðan hans sögð eftir atvikum. Boðað var til bænastundar vegna slyssins í Hafnarfjarðarkirkju klukkan fimm síðdegis, en Fríkirkja bæjarins var jafnframt opnuð á öðrum tímanum í nótt þar sem fólki bauðst sálrænn stuðningur. Bekkir Hafnafjarðarkirkju voru þéttsettnir fjölskyldu, vinum og skólafélögum. Prestar hvöttu viðstadda til að halda þétt um hvert annað, tala saman um tilfinningar sínar og að styðja við fjölskyldur drengjanna þriggja.
Hafnarfjörður Samgönguslys Tengdar fréttir „Oft ágætt að fólk komi saman og spjalli eftir atvik eins og þetta“ Boðað hefur verið til bænastundar í Hafnarfjarðarkirkju í dag vegna slyssins sem varð við Óseyrarbryggju í gærkvöld. 18. janúar 2020 13:44 Opna Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í Hafnarfirði Bíllinn sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn við Óseyrarbryggju í kvöld var nú skömmu eftir miðnætti hífður upp úr sjónum með kranabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu opnuðu prestar í Hafnarfiði Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í kvöld. Rauði krossinn á Íslandi var til til aðstoðar til að veita sálrænan stuðning. 18. janúar 2020 00:31 Tveir piltanna sem lentu í sjónum sagðir í alvarlegu ástandi Líðan þriðja piltins er sögð eftir atvikum. Piltarnir þrír voru í jeppling sem fór fram af Óseyrarbryggju og hafnaði í sjónum. 18. janúar 2020 10:27 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira
„Oft ágætt að fólk komi saman og spjalli eftir atvik eins og þetta“ Boðað hefur verið til bænastundar í Hafnarfjarðarkirkju í dag vegna slyssins sem varð við Óseyrarbryggju í gærkvöld. 18. janúar 2020 13:44
Opna Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í Hafnarfirði Bíllinn sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn við Óseyrarbryggju í kvöld var nú skömmu eftir miðnætti hífður upp úr sjónum með kranabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu opnuðu prestar í Hafnarfiði Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í kvöld. Rauði krossinn á Íslandi var til til aðstoðar til að veita sálrænan stuðning. 18. janúar 2020 00:31
Tveir piltanna sem lentu í sjónum sagðir í alvarlegu ástandi Líðan þriðja piltins er sögð eftir atvikum. Piltarnir þrír voru í jeppling sem fór fram af Óseyrarbryggju og hafnaði í sjónum. 18. janúar 2020 10:27