Höfuðlaust lík reyndist af morðingja á flótta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. janúar 2020 15:00 Teikning af Joseph Henry Loveless. Vísir/AP Höfuðlaust lík sem fannst í afskekktum helli í Idaho-ríki í Bandaríkjunum fyrir 40 árum hefur nú verið staðfest sem líkamsleifar útlaga sem myrti eiginkonu sína og sást síðast þegar hann flúði úr fangelsi árið 1916. Lögreglustjórinn í Clarsk-sýslu í Idaho, Bart May, sagði að málið væri til rannsóknar þar sem ekki lægi fyrir hver hefði orðið manninum, sem hét Joseph Henry Loveless, að bana. Lögreglan hafi hins vegar gert einum afkomenda Loveless viðvart um að líkið væri af honum, en sá er 87 ára gamalt barnabarn hans. Þetta dularfulla mál hófst allt saman árið 1979, þegar fjölskylda á veiðum við Buffaló-helli fann líkamsleifar sem vafðar höfðu verið í striga og grafnar í jörðina. Fátt meira kom í ljós í málinu uns árið 1991, þegar ung stúlka í hellakönnunarleiðangri fann afskorna hönd. Í kjölfarið var sett af stað rannsókn, þar sem fleiri hlutar af manninum fundust. Vísindamenn gátu í kjölfarið gert sér nokkurn veginn grein fyrir útliti mannsins, genum og aldri þegar hann lést. Ekki var unnt að segja til um dánarorsök hans, en talið var að lík hans hefði verið skorið í sundur með beittum verkfærum. Á síðasta ári báðu yfirvöld svo John Doe-samtökin um hjálp, en þau sérhæfa sig í genagreiningu líka sem ekki hafa verið borin kennsl á. Eftir að samtökin stigu inn í rannsóknin var unnt að þrengja mögulegan hóp niður og binda við eina fjölskyldu. Eftir frekari rannsóknir þykir ljóst að maðurinn sem um ræðir sé, eins og áður sagði, Joseph Henry Loveless. Bandaríkin Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Höfuðlaust lík sem fannst í afskekktum helli í Idaho-ríki í Bandaríkjunum fyrir 40 árum hefur nú verið staðfest sem líkamsleifar útlaga sem myrti eiginkonu sína og sást síðast þegar hann flúði úr fangelsi árið 1916. Lögreglustjórinn í Clarsk-sýslu í Idaho, Bart May, sagði að málið væri til rannsóknar þar sem ekki lægi fyrir hver hefði orðið manninum, sem hét Joseph Henry Loveless, að bana. Lögreglan hafi hins vegar gert einum afkomenda Loveless viðvart um að líkið væri af honum, en sá er 87 ára gamalt barnabarn hans. Þetta dularfulla mál hófst allt saman árið 1979, þegar fjölskylda á veiðum við Buffaló-helli fann líkamsleifar sem vafðar höfðu verið í striga og grafnar í jörðina. Fátt meira kom í ljós í málinu uns árið 1991, þegar ung stúlka í hellakönnunarleiðangri fann afskorna hönd. Í kjölfarið var sett af stað rannsókn, þar sem fleiri hlutar af manninum fundust. Vísindamenn gátu í kjölfarið gert sér nokkurn veginn grein fyrir útliti mannsins, genum og aldri þegar hann lést. Ekki var unnt að segja til um dánarorsök hans, en talið var að lík hans hefði verið skorið í sundur með beittum verkfærum. Á síðasta ári báðu yfirvöld svo John Doe-samtökin um hjálp, en þau sérhæfa sig í genagreiningu líka sem ekki hafa verið borin kennsl á. Eftir að samtökin stigu inn í rannsóknin var unnt að þrengja mögulegan hóp niður og binda við eina fjölskyldu. Eftir frekari rannsóknir þykir ljóst að maðurinn sem um ræðir sé, eins og áður sagði, Joseph Henry Loveless.
Bandaríkin Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira