Eiginkona Carlos Ghosn segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. janúar 2020 10:45 Carlos Ghosn með konu sinni Carole á meðan allt lék í lyndi. vísir/epa Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri Renault og Nissan, sem flúði frá Japan til Líbanon rétt fyrir áramót, mun ekki tjá sig neitt opinberlega um flóttann fyrr en í næstu viku. Eiginkona hans, Carole Ghosn, segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Ghosn var eitt sinn álitinn hetja í Japan en er nú alræmdur í landinu þar sem hann liggur undir grun um að hafa kerfisbundið vantalið fram tekjur sínar til eftirlitsaðila og misnotað eignir fyrirtækisins í eigin þágu.Að því er fram kemur í frétt Guardian hyggst Ghosn ræða við fjölmiðla næstkomandi miðvikudag í Beirút, höfuðborg Líbanon. Fáir munu fylgjast jafnvel með því sem Ghosn mun segja þá en Japanir enda þykir það sæta mikilli furðu að forstjóranum fyrrverandi hafi tekist að flýja frá landinu. Á meðal þeirra sem hafa fordæmt Ghosn fyrir að flýja eru hans eigin lögfræðingar. Komst frá landi á frönsku vegabréfi Ghosn hafði verið látinn laus gegn tryggingu í apríl síðastliðnum en var í raun í stofufangelsi í Japan þar sem hann mátti ekki fara frá landinu. Engu að síður tókst honum að flýja áður en réttarhöldin yfir honum hefjast í heimalandinu, en þau eiga að fara fram í landinu eftir nokkra mánuði. Ghosn komst frá Japan á franska vegabréfinu sínu. Dómstóll í Japan hafði leyft Ghosn að halda öðru af tveimur frönsku vegabréfunum hans gegn því að vegabréfið yrði í læstum skáp og að lögmenn hans myndu geyma lykilinn. Sú saga hefur gengið fjöllunum hærra að Ghosn hafi flúið land í hljóðfæratösku. Hann hafi verið fluttur í töskunni af heimili sínu og í einkaþotu á Kansai-alþjóðaflugvellinum í vesturhluta Japans. Þetta segir Carole, eiginkona hans, að sé lygi. Hún hefur hins vegar neitað að tjá sig eitthvað frekar um flóttann. Ríkisstjórn Japans hefur hingað til ekki tjáð sig um flóttann en fjölmiðlar hafa fordæmt Ghosn og ýmsir málsmetandi aðilar í japönsku samfélagi. Þá hefur líbanska forsetaembættið neitað því að forsetinn Michel Aoun hafi tekið á móti Ghosn þegar hann kom til landsins. Japan Líbanon Carlos Ghosn flýr Japan Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri Renault og Nissan, sem flúði frá Japan til Líbanon rétt fyrir áramót, mun ekki tjá sig neitt opinberlega um flóttann fyrr en í næstu viku. Eiginkona hans, Carole Ghosn, segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Ghosn var eitt sinn álitinn hetja í Japan en er nú alræmdur í landinu þar sem hann liggur undir grun um að hafa kerfisbundið vantalið fram tekjur sínar til eftirlitsaðila og misnotað eignir fyrirtækisins í eigin þágu.Að því er fram kemur í frétt Guardian hyggst Ghosn ræða við fjölmiðla næstkomandi miðvikudag í Beirút, höfuðborg Líbanon. Fáir munu fylgjast jafnvel með því sem Ghosn mun segja þá en Japanir enda þykir það sæta mikilli furðu að forstjóranum fyrrverandi hafi tekist að flýja frá landinu. Á meðal þeirra sem hafa fordæmt Ghosn fyrir að flýja eru hans eigin lögfræðingar. Komst frá landi á frönsku vegabréfi Ghosn hafði verið látinn laus gegn tryggingu í apríl síðastliðnum en var í raun í stofufangelsi í Japan þar sem hann mátti ekki fara frá landinu. Engu að síður tókst honum að flýja áður en réttarhöldin yfir honum hefjast í heimalandinu, en þau eiga að fara fram í landinu eftir nokkra mánuði. Ghosn komst frá Japan á franska vegabréfinu sínu. Dómstóll í Japan hafði leyft Ghosn að halda öðru af tveimur frönsku vegabréfunum hans gegn því að vegabréfið yrði í læstum skáp og að lögmenn hans myndu geyma lykilinn. Sú saga hefur gengið fjöllunum hærra að Ghosn hafi flúið land í hljóðfæratösku. Hann hafi verið fluttur í töskunni af heimili sínu og í einkaþotu á Kansai-alþjóðaflugvellinum í vesturhluta Japans. Þetta segir Carole, eiginkona hans, að sé lygi. Hún hefur hins vegar neitað að tjá sig eitthvað frekar um flóttann. Ríkisstjórn Japans hefur hingað til ekki tjáð sig um flóttann en fjölmiðlar hafa fordæmt Ghosn og ýmsir málsmetandi aðilar í japönsku samfélagi. Þá hefur líbanska forsetaembættið neitað því að forsetinn Michel Aoun hafi tekið á móti Ghosn þegar hann kom til landsins.
Japan Líbanon Carlos Ghosn flýr Japan Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira