Boðar frekari árásir á sveitir Íran Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2020 21:30 Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Yfirvöld Íran og vopnaðir hópar sem ríkið styður hyggja mögulega á fleiri árásir í Mið-Austurlöndum sem beinast gegn Bandaríkjunum. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna eru þó tilbúnir til fyrirbyggjandi árása, samkvæmt Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Hann segir yfirstaðnar árásir á hermenn og sendiráð Bandaríkjanna í Írak ekki endilega vera þær síðustu. Þegar hafi Bandaríkjamenn orðið varir við vísbendingar um fleiri árásir. „Ef það gerist munum við bregðast við og ef við heyrum að árásum eða einhvers konar vísbendingum um árásir, munum við grípa til fyrirbyggjandi aðgerða til að verja sveitir Bandaríkjanna og líf Bandaríkjamanna,“ sagði Esper við blaðamenn í dag.Eftir að stór hópur vopnahópa sem tengjast Hezbollah og eru studdir af Íran og stuðningsmenn þeirra ruddust inn í sendiráð Bandaríkjanna í Bagdhad á þriðjudaginn, sendu Bandaríkin hóp landgönguliða til sendiráðsins. Þar að auki hafa nokkur hundruð fallhlífarhermenn verið sendir til Kúveit, sem frekari viðbragðssveitir. Hershöfðinginn Mark Milley, sem ræddi einnig við blaðamenn í dag, sagði að ef aðrir hópar geri tilraunir til að komast inn í sendiráðið muni þeir lenda í „hjólsög“. Árásin á þriðjudaginn var gerð eftir að Bandaríkin gerðu loftárásir gegn umræddum hópum. Þær árásir voru gerðar í kjölfar þess að bandarískur verktaki lét lífið þegar eldflaug var skotið á bandaríska herstöð.Hér má sjá myndband frá Washington Post sem fjallar um það hvernig árásin á sendiráðið fór fram. Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Pompeo frestar ferð til Úkraínu vegna átaka í Írak Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta ferð sinni til Úkraínu og fjögurra annarra ríkja vegna árásar sem gerð var á sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í Írak. 1. janúar 2020 23:49 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira
Yfirvöld Íran og vopnaðir hópar sem ríkið styður hyggja mögulega á fleiri árásir í Mið-Austurlöndum sem beinast gegn Bandaríkjunum. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna eru þó tilbúnir til fyrirbyggjandi árása, samkvæmt Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Hann segir yfirstaðnar árásir á hermenn og sendiráð Bandaríkjanna í Írak ekki endilega vera þær síðustu. Þegar hafi Bandaríkjamenn orðið varir við vísbendingar um fleiri árásir. „Ef það gerist munum við bregðast við og ef við heyrum að árásum eða einhvers konar vísbendingum um árásir, munum við grípa til fyrirbyggjandi aðgerða til að verja sveitir Bandaríkjanna og líf Bandaríkjamanna,“ sagði Esper við blaðamenn í dag.Eftir að stór hópur vopnahópa sem tengjast Hezbollah og eru studdir af Íran og stuðningsmenn þeirra ruddust inn í sendiráð Bandaríkjanna í Bagdhad á þriðjudaginn, sendu Bandaríkin hóp landgönguliða til sendiráðsins. Þar að auki hafa nokkur hundruð fallhlífarhermenn verið sendir til Kúveit, sem frekari viðbragðssveitir. Hershöfðinginn Mark Milley, sem ræddi einnig við blaðamenn í dag, sagði að ef aðrir hópar geri tilraunir til að komast inn í sendiráðið muni þeir lenda í „hjólsög“. Árásin á þriðjudaginn var gerð eftir að Bandaríkin gerðu loftárásir gegn umræddum hópum. Þær árásir voru gerðar í kjölfar þess að bandarískur verktaki lét lífið þegar eldflaug var skotið á bandaríska herstöð.Hér má sjá myndband frá Washington Post sem fjallar um það hvernig árásin á sendiráðið fór fram.
Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Pompeo frestar ferð til Úkraínu vegna átaka í Írak Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta ferð sinni til Úkraínu og fjögurra annarra ríkja vegna árásar sem gerð var á sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í Írak. 1. janúar 2020 23:49 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira
Pompeo frestar ferð til Úkraínu vegna átaka í Írak Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta ferð sinni til Úkraínu og fjögurra annarra ríkja vegna árásar sem gerð var á sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í Írak. 1. janúar 2020 23:49