Framundan 2020: Loksins Brexit, Ólympíuleikar, og forsetakosningar í Bandaríkjunum Atli Ísleifsson skrifar 4. janúar 2020 10:00 Forval bandarískra Demókrata, forsetakosningar í Bandaríkjunum, útganga Bretlands úr Evrópusambandinu, spenna í samskiptum Bandaríkjanna og Írana, Ólympíuleikar í Tókýó og EM í fótbolta. Reikna má með að þessi mál verði áberandi í fréttum á árinu sem nú er nýhafið þó að ýmislegt fleira muni að sjálfsögðu einnig bera á góma. Þetta verður líka mögulega árið þar sem einkafyrirtækin Boeing og SpaceX munu fljúga mönnum út í geim og íbúar á Nýju-Kaledóníu samþykkja að lýsa yfir sjálfstæði. Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem verður á dagskrá á erlendum vettvangi á árinu 2020 sem er nú gengið í garð. Janúar Tæknisýningin CES 2020 fer fram í Las Vegas dagana 7. til 10. janúar.EM í handbolta karla fer fram í Austurríki, Noregi og Svíþjóð dagana 10. til 26. janúar. Íslendingar eru í riðli með Dönum, Ungverjum og Rússum og verða leikir okkar í riðlinum spilaðir í Malmö í Svíþjóð. Þrátt fyrir ítrekaðar frestanir virðist nú fátt því til fyrirstöðu að Bretland muni loksins ganga úr Evrópusambandinu þann 31. janúar. Pete Buttigieg sækist eftir að verða forsetaefni bandarískra Demókrata.EPA Febrúar Leikurinn um Ofurskálina (Super Bowl LIV) í ameríska fótboltanum fer fram á Hard Rock-vellinum í Flórida 2. febrúar. Fyrsta forval Demókrata vegna forsetakosninganna fer fram í Iowa þann 3. febrúar. Næsta fer svo fram í New Hampshire 11. febrúar.Hlaupársdagur! Að loknum 28. febrúar kemur nú dagurinn 29. febrúar líkt og gerist jafnan á fjögurra ára fresti. Dagarnir á árinu eru því 366 á þessu ári.Forsetakosningar fara fram í Slóvakíu á hlaupársdegi. Mars Þingkosningar fara fram í Ísrael þann 2. mars. Þetta verða þriðju þingkosningarnar í landinu á innan við ári. Apríl Þingkosningar fara fram í Norður-Makedóníu þann 12. apríl. Þá munu Chilemenn greiða atkvæði um nýja stjórnarskrá þann 26. apríl. Sama dag eru haldnar þingkosningar í Serbíu.Fimm hundruð ár verða liðin frá dauða ítalska endurreisnarlistamannsins Rafael þann 6. apríl. Verður þess minnst með fjölda sýninga. Eurovision fer fram í Hollandi í maí.EPA Maí Eurovision fer fram í Rotterdam í Hollandi, dagana 12., 14. og 16. maí. Alls mun 41 þjóð senda sinn fulltrúa. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á Atatürk-vellinum í Istanbúl þann 30. maí. Júní Evrópumótið í knattspyrnu (EM) hefst þann 12. júní og stendur til 12. júlí. Mótið er haldið í tólf borgum í tólf löndum. Opnunarleikurinn fer fram í Róm (Ítalía á móti Tyrklandi), en úrslitaleikurinn á Wembley í London. Í ljós kemur á vordögum hvort að Ísland fái þátttökurétt á mótinu. Á sama tímabili, 12. júní til 12. júlí, fer fram Copa América, Suður-Ameríkukeppnin í fótbolta, í Argentínu og Kólumbíu. Júlí Flokksþing bandarískra Demókrata fer fram dagana 13. til 16. júlí í Milwaukee í Wisconsin. Þar munu þeir formlega velja sinn frambjóðenda sem væntanlega verður andstæðingur Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningunum 3. nóvember. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA skýtur geimfari á loft þann 17. júlí sem mun stefna á Mars til að kanna möguleika og forsendur fyrir mönnuðum geimferðum síðar meir. Þjóðarleikvangurinn í Tókýó. Þar mun opnununarhátíð leikanna fara fram auk þess að keppt verður í frjálsum íþróttum á vellinum.EPA Ólympíuleikarnir í Tókýó í Japan verða settir þann 24. júlí. Leikarnir standa til 9. ágúst. Ágúst Flokksþing bandarískra Repúblikana fer fram í Charlotte í Norður-Karólínu dagana 24. til 27. ágúst. Þar munu þeir formlega velja sinn forsetaframbjóðanda fyrir kosningarnar í nóvember.Paralympics, Ólympíumót fatlaðra, fer fram í Tókýó dagana 25. ágúst til 6. september. September Þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort að Nýja-Kaledónía eigi að lýsa yfir sjálfstæði fer fram 6. september. Nýja-Kaledónía er franskt landsvæði, austur af Ástralíu og eru íbúar eyjanna tæplega 300 þúsund talsins. Samkvæmt samkomulagi frá 1998 mega Nýju-Kaledóníumenn framkvæma þrjár slíkar atkvæðagreiðslur og er þetta önnur í röðinni. Íbúar höfnuðu sjálfstæði í atkvæðagreiðslunni árið 2018. Golfmótið Ryder Cup verður haldið á Whistling Straits í Wisconsin dagana 25. til 27 september. Október Heimssýningin Expo 2020 verður opnuð í Dúbaí 20. október. Donald Trump stefnir á endurkjör.AP Nóvember Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum þriðjudaginn 3. nóvember. Donald Trump mun þar reyna að tryggja sér sitt annað kjörtímabil.Þingkosningar fara fram á Nýja-Sjálandi á árinu. Kosningarnar þurfa að fara fram í síðasta lagi 21. nóvember næstkomandi, en enn á eftir að boða til sjálfra kosninganna þegar þetta er skrifað. Samhliða kosningunum fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla í landinu um hvort að lögleiða eigi kannabis. Fulltrúar ríkja heims koma saman í Glasgow í Skotlandi í nóvember til að meta framgang mála þegar kemur að árangri við minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda og þá í tengslum við skuldbindingar Parísarsamkomulagsins. Desember Haldið verður upp á 250 ára fæðingarafmæli þýska tónskáldsins Ludwig van Beethoven.Aðfangadagur jóla verður á fimmtudegi þetta árið. Fréttir ársins 2019 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Forval bandarískra Demókrata, forsetakosningar í Bandaríkjunum, útganga Bretlands úr Evrópusambandinu, spenna í samskiptum Bandaríkjanna og Írana, Ólympíuleikar í Tókýó og EM í fótbolta. Reikna má með að þessi mál verði áberandi í fréttum á árinu sem nú er nýhafið þó að ýmislegt fleira muni að sjálfsögðu einnig bera á góma. Þetta verður líka mögulega árið þar sem einkafyrirtækin Boeing og SpaceX munu fljúga mönnum út í geim og íbúar á Nýju-Kaledóníu samþykkja að lýsa yfir sjálfstæði. Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem verður á dagskrá á erlendum vettvangi á árinu 2020 sem er nú gengið í garð. Janúar Tæknisýningin CES 2020 fer fram í Las Vegas dagana 7. til 10. janúar.EM í handbolta karla fer fram í Austurríki, Noregi og Svíþjóð dagana 10. til 26. janúar. Íslendingar eru í riðli með Dönum, Ungverjum og Rússum og verða leikir okkar í riðlinum spilaðir í Malmö í Svíþjóð. Þrátt fyrir ítrekaðar frestanir virðist nú fátt því til fyrirstöðu að Bretland muni loksins ganga úr Evrópusambandinu þann 31. janúar. Pete Buttigieg sækist eftir að verða forsetaefni bandarískra Demókrata.EPA Febrúar Leikurinn um Ofurskálina (Super Bowl LIV) í ameríska fótboltanum fer fram á Hard Rock-vellinum í Flórida 2. febrúar. Fyrsta forval Demókrata vegna forsetakosninganna fer fram í Iowa þann 3. febrúar. Næsta fer svo fram í New Hampshire 11. febrúar.Hlaupársdagur! Að loknum 28. febrúar kemur nú dagurinn 29. febrúar líkt og gerist jafnan á fjögurra ára fresti. Dagarnir á árinu eru því 366 á þessu ári.Forsetakosningar fara fram í Slóvakíu á hlaupársdegi. Mars Þingkosningar fara fram í Ísrael þann 2. mars. Þetta verða þriðju þingkosningarnar í landinu á innan við ári. Apríl Þingkosningar fara fram í Norður-Makedóníu þann 12. apríl. Þá munu Chilemenn greiða atkvæði um nýja stjórnarskrá þann 26. apríl. Sama dag eru haldnar þingkosningar í Serbíu.Fimm hundruð ár verða liðin frá dauða ítalska endurreisnarlistamannsins Rafael þann 6. apríl. Verður þess minnst með fjölda sýninga. Eurovision fer fram í Hollandi í maí.EPA Maí Eurovision fer fram í Rotterdam í Hollandi, dagana 12., 14. og 16. maí. Alls mun 41 þjóð senda sinn fulltrúa. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á Atatürk-vellinum í Istanbúl þann 30. maí. Júní Evrópumótið í knattspyrnu (EM) hefst þann 12. júní og stendur til 12. júlí. Mótið er haldið í tólf borgum í tólf löndum. Opnunarleikurinn fer fram í Róm (Ítalía á móti Tyrklandi), en úrslitaleikurinn á Wembley í London. Í ljós kemur á vordögum hvort að Ísland fái þátttökurétt á mótinu. Á sama tímabili, 12. júní til 12. júlí, fer fram Copa América, Suður-Ameríkukeppnin í fótbolta, í Argentínu og Kólumbíu. Júlí Flokksþing bandarískra Demókrata fer fram dagana 13. til 16. júlí í Milwaukee í Wisconsin. Þar munu þeir formlega velja sinn frambjóðenda sem væntanlega verður andstæðingur Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningunum 3. nóvember. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA skýtur geimfari á loft þann 17. júlí sem mun stefna á Mars til að kanna möguleika og forsendur fyrir mönnuðum geimferðum síðar meir. Þjóðarleikvangurinn í Tókýó. Þar mun opnununarhátíð leikanna fara fram auk þess að keppt verður í frjálsum íþróttum á vellinum.EPA Ólympíuleikarnir í Tókýó í Japan verða settir þann 24. júlí. Leikarnir standa til 9. ágúst. Ágúst Flokksþing bandarískra Repúblikana fer fram í Charlotte í Norður-Karólínu dagana 24. til 27. ágúst. Þar munu þeir formlega velja sinn forsetaframbjóðanda fyrir kosningarnar í nóvember.Paralympics, Ólympíumót fatlaðra, fer fram í Tókýó dagana 25. ágúst til 6. september. September Þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort að Nýja-Kaledónía eigi að lýsa yfir sjálfstæði fer fram 6. september. Nýja-Kaledónía er franskt landsvæði, austur af Ástralíu og eru íbúar eyjanna tæplega 300 þúsund talsins. Samkvæmt samkomulagi frá 1998 mega Nýju-Kaledóníumenn framkvæma þrjár slíkar atkvæðagreiðslur og er þetta önnur í röðinni. Íbúar höfnuðu sjálfstæði í atkvæðagreiðslunni árið 2018. Golfmótið Ryder Cup verður haldið á Whistling Straits í Wisconsin dagana 25. til 27 september. Október Heimssýningin Expo 2020 verður opnuð í Dúbaí 20. október. Donald Trump stefnir á endurkjör.AP Nóvember Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum þriðjudaginn 3. nóvember. Donald Trump mun þar reyna að tryggja sér sitt annað kjörtímabil.Þingkosningar fara fram á Nýja-Sjálandi á árinu. Kosningarnar þurfa að fara fram í síðasta lagi 21. nóvember næstkomandi, en enn á eftir að boða til sjálfra kosninganna þegar þetta er skrifað. Samhliða kosningunum fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla í landinu um hvort að lögleiða eigi kannabis. Fulltrúar ríkja heims koma saman í Glasgow í Skotlandi í nóvember til að meta framgang mála þegar kemur að árangri við minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda og þá í tengslum við skuldbindingar Parísarsamkomulagsins. Desember Haldið verður upp á 250 ára fæðingarafmæli þýska tónskáldsins Ludwig van Beethoven.Aðfangadagur jóla verður á fimmtudegi þetta árið.
Fréttir ársins 2019 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira