Milljón einstaklingar nýttu sér barnaníðsefni síðunnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 3. janúar 2020 23:30 Milljón manns nýttu sér barnaníðsefni á einni vefsíðu á huldunetinu. Norskur rannsóknarblaðamaður sem hafði upp á stjórnanda síðunnar segir að þetta sé aðeins lítill hluti þeirra sem sækja slíkt efni. Hann telur að mörg slík mál komi upp á næstu árum. Fyrir tveimur árum tókst norska rannsóknarblaðamanninum Håkon F. Høydal og Einar Stangvik sérfræðingi í upplýsingatækni að koma upp um eitt stærsta barnaníðingsmál á huldunetinu sem upp hefur komið en um var að ræða vefsíðu með gríðarlega marga notendur. „Þeir sögðust hafa stjórn á meira en einni milljón notenda. Og þetta er bara á einum hluta Netsins. Svo ég held að það sé óhætt að segja að það séu að minnsta kosti milljónir manna, níðinga, á Netinu,“ segir Håkon Høydal, rannsóknarblaðamaður hjá Verdens Gang í Noregi. Håkon F. Høydal kom upp um eitt stærsta barnaníðingsmál á netinu. Skoðaði aldrei myndirnar Þeir félagar höfðu upp á stjórnanda síðunnar sem kallaði sig Warhead. Lögreglan var á sama tíma að rannsaka málið og var hann handtekinn í kjölfarið og fékk 35 ára dóm. Håkon segir að málið hafi teygt anga sína víða. „Með þessum upplýsingum tókst okkur að bera kennsl á marga þessara manna, þar á meðal skólastjóra í skóla í Noregi.“ Hér á landi eru vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Håkon skoðaði aldrei myndir af börnunum á síðunni en sá marga notendur. „Ég veit að það eru einhverjir notendur með notendanöfn sem hljóma kannski íslenskulega.“ Skjáskot/Stöð2 Hann telur að fleiri slík máli muni koma upp. „Við höfum séð fjölgun níðinga sem nota Netið en við sjáum líka að lögreglan er að vinna upp forskotið og ná meiri færni í rannsókn svona mála.“ Håkon hefur ásamt CBS framleitt hlaðvarp sem nefnist Hunting Warhead þar sem fjallað er um málið. Hann vill halda áfram að rannsaka slík mál. „Þegar þessi þekking er komin þarf að nota hana til góðs.“ Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira
Milljón manns nýttu sér barnaníðsefni á einni vefsíðu á huldunetinu. Norskur rannsóknarblaðamaður sem hafði upp á stjórnanda síðunnar segir að þetta sé aðeins lítill hluti þeirra sem sækja slíkt efni. Hann telur að mörg slík mál komi upp á næstu árum. Fyrir tveimur árum tókst norska rannsóknarblaðamanninum Håkon F. Høydal og Einar Stangvik sérfræðingi í upplýsingatækni að koma upp um eitt stærsta barnaníðingsmál á huldunetinu sem upp hefur komið en um var að ræða vefsíðu með gríðarlega marga notendur. „Þeir sögðust hafa stjórn á meira en einni milljón notenda. Og þetta er bara á einum hluta Netsins. Svo ég held að það sé óhætt að segja að það séu að minnsta kosti milljónir manna, níðinga, á Netinu,“ segir Håkon Høydal, rannsóknarblaðamaður hjá Verdens Gang í Noregi. Håkon F. Høydal kom upp um eitt stærsta barnaníðingsmál á netinu. Skoðaði aldrei myndirnar Þeir félagar höfðu upp á stjórnanda síðunnar sem kallaði sig Warhead. Lögreglan var á sama tíma að rannsaka málið og var hann handtekinn í kjölfarið og fékk 35 ára dóm. Håkon segir að málið hafi teygt anga sína víða. „Með þessum upplýsingum tókst okkur að bera kennsl á marga þessara manna, þar á meðal skólastjóra í skóla í Noregi.“ Hér á landi eru vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Håkon skoðaði aldrei myndir af börnunum á síðunni en sá marga notendur. „Ég veit að það eru einhverjir notendur með notendanöfn sem hljóma kannski íslenskulega.“ Skjáskot/Stöð2 Hann telur að fleiri slík máli muni koma upp. „Við höfum séð fjölgun níðinga sem nota Netið en við sjáum líka að lögreglan er að vinna upp forskotið og ná meiri færni í rannsókn svona mála.“ Håkon hefur ásamt CBS framleitt hlaðvarp sem nefnist Hunting Warhead þar sem fjallað er um málið. Hann vill halda áfram að rannsaka slík mál. „Þegar þessi þekking er komin þarf að nota hana til góðs.“
Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira