Þjóðgarður er ekki þjóðgarður Guðrún Arnbjörg Óttarsdóttir skrifar 4. janúar 2020 20:15 Það sem gerir þjóð að þjóð er arfleið, saga og menning. Þjóðgarður er gildishlaðið orð sem vekur upp þjóðerniskennd og stolt og það gerir orðið þjóðgarður líka. En þjóðgarður er ekki allur þar sem hann sýnist. Þegar landsvæði er breytt í þjóðgarð er ekki verið að búa til garð þjóðarinnar né hugsa um afleiðingar fyrir þjóðina og enn síður almenna búsetu í dreifðari byggðum landsins. Auð þorp og atvinnuleysi Bændur hafa í gegnum tíðina nýtt hálendið til beitar fyrir fé sitt vegna þess að tún dugðu með naumindum fyrir vetrarforða. Sauðfjárrækt hélt lífi í okkur Íslendingum fyrr á öldum, háð duttlungum náttúrunnar, en nú þykir torfkofabúskapur ekki smart. Náttúran er orðin söluvara í ferðamannabransanum. Sveitarfélög hafa til þessa haft skipulagsvald á hálendinu og haft hemil á átroðningi en með stofnun þjóðgarðs verður það tekið frá þeim. Við hér í dreifðum byggðum landsins missum forsjána, en vissulega er hálendið auðlind þjóðarinnar, líkt og kvótinn sem var hreinsaður af landsbyggðinni og skildi eftir auð þorp og atvinnuleysi. Í hrópandi minnihluta Nú hefur sveitarfélögum verið úthlutað sæti í þjóðgarðsráði. Ég skora á sveitarfélög landsins að standa vörð um hálendið og auðlindir þess, en það að hafa einungis eitt sæti í þjóðgarðsráði í hrópandi minnihluta er ekki fýsilegur kostur. Fyrirtæki á hálendinu sem heimamenn hafa rekið eru oftast mönnuð af heimamönnum til að halda störfum í byggðinni en önnur fyrirtæki, aðallega af höfuðborgarsvæðinu, ráða ekki endilega starfsmenn úr sveitafélaginu. Við í dreifbýlinu fáum ekki að manna þau störf sem til falla í þjóðgarði og það mun hafa neikvæð áhrif á byggðaþróun í landinu. Það má ekki túlka orð mín svo að ég sé á móti verndun hálendisins. Þvert á móti, ég lít á þetta sem minn bakgarð sem ég vil vernda og hlúa að. Ég treysti sveitarfélögunum fyllilega til að vernda hálendið og sé enga þörf á að stýra þurfi hálendinu annars staðar frá. Að skapa sér sérstöðu hefur sýnt sig að vera vænlegt til árangurs í viðskiptum en hér höfum við misst sjónar af sérstöðunni. Hún er ekki bara náttúran okkar fagra, heldur líka arfleifðin og sagan; sögurnar af fjallmönnum og gangnamönnum sem hröktust dögum saman í sauðaleit, svangar hetjur í kulda og vosbúð, kannski ekkert sérstaklega smart en þó satt. Hálendið í gíslingu Að taka hálendið af sveitarfélögunum er eins og að segja Grikkjum að hætta að gera fetaost! Við megum ekki gleyma hver við erum né hvaðan við komum. Hálendið hefur ekki látið á sjá eftir fjallamenn og bændur, það eru ferðamenn sem eru að vaða stjórnlaust um í bakgarði okkar. Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun hafa til skiptis haldið skipulagi Landmannalauga í gíslingu vegna fyrirhugaðs þjóðgarðs, mér telst til að það séu komin 6 ár, en á meðan traðka ferðamenn niður svæðið. Það er ámælisvert, sveitarfélagið Rangárþing ytra var með tilbúið skipulag fyrir 6 árum en fær ekki framkvæmdaleyfi af einhverjum ástæðum. Fundir um stofnun hálendisþjóðgarðs sem auglýstir hafa verið sem samráðsfundir við íbúa hafa verið illa auglýstir og gagnslitlir. Ég skora á íbúa sveitarfélaga og sveitarstjórnir landsins að vakna úr dvala, halda forsjá í heimabyggð og standa vörð um atvinnumöguleika á sínu svæði, auðlindir þjóðarinnar og hagsmuni okkar allra.Höfundur er íbúi á Suðurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Það sem gerir þjóð að þjóð er arfleið, saga og menning. Þjóðgarður er gildishlaðið orð sem vekur upp þjóðerniskennd og stolt og það gerir orðið þjóðgarður líka. En þjóðgarður er ekki allur þar sem hann sýnist. Þegar landsvæði er breytt í þjóðgarð er ekki verið að búa til garð þjóðarinnar né hugsa um afleiðingar fyrir þjóðina og enn síður almenna búsetu í dreifðari byggðum landsins. Auð þorp og atvinnuleysi Bændur hafa í gegnum tíðina nýtt hálendið til beitar fyrir fé sitt vegna þess að tún dugðu með naumindum fyrir vetrarforða. Sauðfjárrækt hélt lífi í okkur Íslendingum fyrr á öldum, háð duttlungum náttúrunnar, en nú þykir torfkofabúskapur ekki smart. Náttúran er orðin söluvara í ferðamannabransanum. Sveitarfélög hafa til þessa haft skipulagsvald á hálendinu og haft hemil á átroðningi en með stofnun þjóðgarðs verður það tekið frá þeim. Við hér í dreifðum byggðum landsins missum forsjána, en vissulega er hálendið auðlind þjóðarinnar, líkt og kvótinn sem var hreinsaður af landsbyggðinni og skildi eftir auð þorp og atvinnuleysi. Í hrópandi minnihluta Nú hefur sveitarfélögum verið úthlutað sæti í þjóðgarðsráði. Ég skora á sveitarfélög landsins að standa vörð um hálendið og auðlindir þess, en það að hafa einungis eitt sæti í þjóðgarðsráði í hrópandi minnihluta er ekki fýsilegur kostur. Fyrirtæki á hálendinu sem heimamenn hafa rekið eru oftast mönnuð af heimamönnum til að halda störfum í byggðinni en önnur fyrirtæki, aðallega af höfuðborgarsvæðinu, ráða ekki endilega starfsmenn úr sveitafélaginu. Við í dreifbýlinu fáum ekki að manna þau störf sem til falla í þjóðgarði og það mun hafa neikvæð áhrif á byggðaþróun í landinu. Það má ekki túlka orð mín svo að ég sé á móti verndun hálendisins. Þvert á móti, ég lít á þetta sem minn bakgarð sem ég vil vernda og hlúa að. Ég treysti sveitarfélögunum fyllilega til að vernda hálendið og sé enga þörf á að stýra þurfi hálendinu annars staðar frá. Að skapa sér sérstöðu hefur sýnt sig að vera vænlegt til árangurs í viðskiptum en hér höfum við misst sjónar af sérstöðunni. Hún er ekki bara náttúran okkar fagra, heldur líka arfleifðin og sagan; sögurnar af fjallmönnum og gangnamönnum sem hröktust dögum saman í sauðaleit, svangar hetjur í kulda og vosbúð, kannski ekkert sérstaklega smart en þó satt. Hálendið í gíslingu Að taka hálendið af sveitarfélögunum er eins og að segja Grikkjum að hætta að gera fetaost! Við megum ekki gleyma hver við erum né hvaðan við komum. Hálendið hefur ekki látið á sjá eftir fjallamenn og bændur, það eru ferðamenn sem eru að vaða stjórnlaust um í bakgarði okkar. Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun hafa til skiptis haldið skipulagi Landmannalauga í gíslingu vegna fyrirhugaðs þjóðgarðs, mér telst til að það séu komin 6 ár, en á meðan traðka ferðamenn niður svæðið. Það er ámælisvert, sveitarfélagið Rangárþing ytra var með tilbúið skipulag fyrir 6 árum en fær ekki framkvæmdaleyfi af einhverjum ástæðum. Fundir um stofnun hálendisþjóðgarðs sem auglýstir hafa verið sem samráðsfundir við íbúa hafa verið illa auglýstir og gagnslitlir. Ég skora á íbúa sveitarfélaga og sveitarstjórnir landsins að vakna úr dvala, halda forsjá í heimabyggð og standa vörð um atvinnumöguleika á sínu svæði, auðlindir þjóðarinnar og hagsmuni okkar allra.Höfundur er íbúi á Suðurlandi.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun