Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. janúar 2020 18:30 Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þótti hæfust til þess að gegna starfi þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum að mati Kærunefndar jafnréttismála. Vísir/Vilhelm Ríkið hefur komist að samkomulagi um tuttugu milljóna króna bótagreiðslu til Ólínu Þorvarðardóttur sem metin var hæfust af kærunefnd jafnréttismála í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum en var ekki ráðin. Þingvallanefnd auglýsti starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum laust til umsóknar haustið 2018. Af tuttugu umsækjendum þóttu tveir þeirra hæfastir til þess að gegna stöðunni. Annars vegar Einar Á. E. Sæmundsen sem ráðinn var þjóðgarðsvörður og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur og fyrrverandi alþingismaður. Ósætti varð innan Þingvallanefndar með skipan Einars í stöðuna á sínum tíma og sagði Oddný G. Harðardóttir, sig úr nefndinni vegna málsins.Niðurstöðuna kærði Ólína til kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu í fyrra vor, að Þingvallanefnd hefði brotið jafnréttislög með því að ráða Einar fram yfir hana í stöðuna. Fyrir jól náði svo ríkislögmaður og Ólína sáttum um bótagreiðslu vegna málsins. „Þar með legg ég það aftur fyrir mig og lít svo á að ég sé bundin samkomulaginu að það hafi náðst sátt í málinu,“ segir Ólína. Formaður Þingvallanefndar ætlar ekki að tjá sig um málið fyrr en eftir fund nefndarinnar 22. janúar næstkomandi.Vísir/Vilhelm Hefði verið dýrara fyrir ríkið að fara fyrir dómstóla Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefði það getað orðið ríkinu dýrara hefði málið farið fyrir dómstóla en umsæmdar bætur eru með þeim hæstu í sambærilegu máli. „Þannig að ég sætti mig við þessa niðurstöðu en ég lít nú engu að síður þannig á að þeir sem tóku þessa ákvörðun hafa í rauninni ekki sætt neinni ábyrgð fyrir hana, heldur eru það íslenskir skattgreiðendur sem standa straum af þessum tuttugu milljónum sem að urðu niðurstaðan en ekki Þingvallanefnd,“ segir Ólína. Tuttugu milljóna króna bótagreiðslan nemur fullum átján mánaða launum Þjóðgarðsvarðar með fríðindum. Að frádregnum sköttum nemur upphæðin þrettán til fjórtán milljónum. Bótagreiðslan kemur beint úr ríkissjóði en ekki frá Þingvallanefnd.Vísir/Vilhelm Bótagreiðslan kemur ekki við fjárframlag ríkisins til Þingvallanefndar Upphæðin mun ekki verða tekin af fjárframlagi ríkisins til Þingvallanefndar, heldur er greidd úr ríkissjóði. Fréttastofa náði tali af Ara Trausta Guðmundssyni, formanni Þingvallanefndar í dag sem kvaðst ekki ætla tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi nefndarinnar 22. janúar næstkomandi. Ólína telur að formaður nefndarinnar eigi að sæta ábyrgð. „Mér fyndist það nú eðlilegt já að kjörinn fulltrúi, sem að er formaður í nefnd sem brýtur á einstaklingi með þessum hætti, eigi að sæta ábyrgð en þetta er auðvitað veruleiki pólitíkurinnar og það er svo sem ekkert sjálfgefið að hann þurfi að gera það. Það er ekki víst að ríkisstjórnin vilji hreyfa við þessum formanni sínum í Þingvallanefnd,“ segir Ólína. Bláskógabyggð Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ólína bíður viðbragða Þingvallanefndar við broti gegn henni Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir bíður viðbragða þingvallanefndar eftir að úrskurðarnefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að nefndin hefði brotið á henni jafnréttislög við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. 11. apríl 2019 20:45 Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira
Ríkið hefur komist að samkomulagi um tuttugu milljóna króna bótagreiðslu til Ólínu Þorvarðardóttur sem metin var hæfust af kærunefnd jafnréttismála í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum en var ekki ráðin. Þingvallanefnd auglýsti starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum laust til umsóknar haustið 2018. Af tuttugu umsækjendum þóttu tveir þeirra hæfastir til þess að gegna stöðunni. Annars vegar Einar Á. E. Sæmundsen sem ráðinn var þjóðgarðsvörður og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur og fyrrverandi alþingismaður. Ósætti varð innan Þingvallanefndar með skipan Einars í stöðuna á sínum tíma og sagði Oddný G. Harðardóttir, sig úr nefndinni vegna málsins.Niðurstöðuna kærði Ólína til kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu í fyrra vor, að Þingvallanefnd hefði brotið jafnréttislög með því að ráða Einar fram yfir hana í stöðuna. Fyrir jól náði svo ríkislögmaður og Ólína sáttum um bótagreiðslu vegna málsins. „Þar með legg ég það aftur fyrir mig og lít svo á að ég sé bundin samkomulaginu að það hafi náðst sátt í málinu,“ segir Ólína. Formaður Þingvallanefndar ætlar ekki að tjá sig um málið fyrr en eftir fund nefndarinnar 22. janúar næstkomandi.Vísir/Vilhelm Hefði verið dýrara fyrir ríkið að fara fyrir dómstóla Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefði það getað orðið ríkinu dýrara hefði málið farið fyrir dómstóla en umsæmdar bætur eru með þeim hæstu í sambærilegu máli. „Þannig að ég sætti mig við þessa niðurstöðu en ég lít nú engu að síður þannig á að þeir sem tóku þessa ákvörðun hafa í rauninni ekki sætt neinni ábyrgð fyrir hana, heldur eru það íslenskir skattgreiðendur sem standa straum af þessum tuttugu milljónum sem að urðu niðurstaðan en ekki Þingvallanefnd,“ segir Ólína. Tuttugu milljóna króna bótagreiðslan nemur fullum átján mánaða launum Þjóðgarðsvarðar með fríðindum. Að frádregnum sköttum nemur upphæðin þrettán til fjórtán milljónum. Bótagreiðslan kemur beint úr ríkissjóði en ekki frá Þingvallanefnd.Vísir/Vilhelm Bótagreiðslan kemur ekki við fjárframlag ríkisins til Þingvallanefndar Upphæðin mun ekki verða tekin af fjárframlagi ríkisins til Þingvallanefndar, heldur er greidd úr ríkissjóði. Fréttastofa náði tali af Ara Trausta Guðmundssyni, formanni Þingvallanefndar í dag sem kvaðst ekki ætla tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi nefndarinnar 22. janúar næstkomandi. Ólína telur að formaður nefndarinnar eigi að sæta ábyrgð. „Mér fyndist það nú eðlilegt já að kjörinn fulltrúi, sem að er formaður í nefnd sem brýtur á einstaklingi með þessum hætti, eigi að sæta ábyrgð en þetta er auðvitað veruleiki pólitíkurinnar og það er svo sem ekkert sjálfgefið að hann þurfi að gera það. Það er ekki víst að ríkisstjórnin vilji hreyfa við þessum formanni sínum í Þingvallanefnd,“ segir Ólína.
Bláskógabyggð Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ólína bíður viðbragða Þingvallanefndar við broti gegn henni Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir bíður viðbragða þingvallanefndar eftir að úrskurðarnefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að nefndin hefði brotið á henni jafnréttislög við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. 11. apríl 2019 20:45 Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira
Ólína bíður viðbragða Þingvallanefndar við broti gegn henni Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir bíður viðbragða þingvallanefndar eftir að úrskurðarnefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að nefndin hefði brotið á henni jafnréttislög við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. 11. apríl 2019 20:45
Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01