Hetja Liverpool í gær er alvöru Scouser og markið hans minnir marga á byrjun Rooney Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 08:30 Curtis Jones fagnar markiinu sínu í gær. Getty/Clive Brunskill Hver er þessi Curtis Jones sem tryggði Liverpool 1-0 sigur á Everton í enska bikarnum í gær? Fyrsta mark Curtis Jones fyrir æskuklúbbinn sinn var sigurmark á móti nágrönnunum í Everton. Það er erfitt að byrja betur hjá Liverpoolo og ekki síst þegar markið þitt er jafn glæsilegt og raun ber vitni. Knattspyrnusérfræðingar voru strax búnir að finna líkindi með þessari innkomu Curtis Jones og þeirri þegar Wayne Rooney skoraði sitt fyrsta mark fyrir Everton á móti Arsenal á sínum tíma. Curtis Jones var aðeins átján ára og 40 daga gamall í gær og er yngsti markaskorari Liverpool í leik á móti Everton síðan að Robbie Fowler skoraði í Merseyside derby leiknum árið 1994. A Liverpool-born teenager scoring a screamer from 20 yards in a game featuring Everton. Was this Curtis Jones' 'Rooney moment'? Feature https://t.co/JMWIroCoOrpic.twitter.com/FvWFWt5Qwe— BBC Sport (@BBCSport) January 5, 2020 Wayne Rooney var uppalinn hjá Everton og stimplaði sig einn í enska boltann með frábæru marki á móti Arsenal árið 2002. Með markinu endaði hann 30 leikja sigurgöngu Arsenal sem var þá allra besta lið deildarinnar. „Mannstu eftir fyrsta marki Wayne Rooney fyrir Everton? Við erum með sérstakan strák hérna,“ sagði Dion Dublin, fyrrum framherji í ensku úrvalsdeildinni, í þætti á BBC Radio 5 Live. „Ég verð að taka hattinn ofan fyrir þessum strák. Þvílík afgreiðsla og þvílíkt fyrsta mark fyrir sinn æskuklúbb,“ bætti Dublin við. What a crazy day, WOW! Unbelievable feeling scoring my first goal for @LFC but most importantly a great team performance. On to the next.... pic.twitter.com/kUQAaoxsqq— Curtis Jones (@curtisjr_10) January 5, 2020 Varalið Liverpool tókst að slá út Everton og biðin eftir sigri á Anfield lengist því enn. Curtis Jones var ekki einu sinni fæddur þeger Everton vann síðst á Anfield. Alan Shearer var ánægður með viðtal við strákinn eftir leikinn þar sem Curtis Jones sagðist vera pirraður yfir því að fá ekki fleiri tækifæri. Hann nýtti tækifærið sitt í gær. Curtis Jones fæddist í Toxteth hverfinu sem er í miðri Liverpool borg. Hann varð fyrst leikmaður níu ára liðsins og hefur síðan spilað með öllum yngri liðum Liverpool. "I think for me, being a young lad, a local lad and playing for the team that I love and the fans that I love, it’s massive."@curtisjr_10 on battling through illness to score #MerseysideDerby winner...https://t.co/xFxqcM451h— Liverpool FC (@LFC) January 5, 2020 Jones skrifaði undir fyrsta atvinnumannasamning sinn við Liverpool árið 2018 og kom nokkuð við sögu á undirbúningstímabilinu fyrir 2018-19. Jürgen Klopp talaði þá um það í viðtölum að Curtis Jones væri alvöru Scouser en það er gælunafn mann frá Liverpool svæðinu. Jones fékk sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Liverpool á sama tíma fyrir ári síðan og var þá í byrjunarliðinu í bikartapi á móti Úlfunum. Curtis Jones hefur ekki fengið mörg tækifæri síðan þá en skrifaði undir langtímasamning við Liverpool í ágúst síðastliðnum. Hann var síðan valinn maður leiksins í sigri á MK Dons í enska deildabikarnum og skoraði líka úr vítaspyrnu í vítakeppninni á móti Arsenal í sömu keppni. Fyrsti leikur hans í ensku úrvalsdeildinni kom á móti Bournemouth í desember og hann skoraði síðan fyrsta markið með eftirminnilegum hætti í gær. Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið hjá Curtis Jones í gær. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira
Hver er þessi Curtis Jones sem tryggði Liverpool 1-0 sigur á Everton í enska bikarnum í gær? Fyrsta mark Curtis Jones fyrir æskuklúbbinn sinn var sigurmark á móti nágrönnunum í Everton. Það er erfitt að byrja betur hjá Liverpoolo og ekki síst þegar markið þitt er jafn glæsilegt og raun ber vitni. Knattspyrnusérfræðingar voru strax búnir að finna líkindi með þessari innkomu Curtis Jones og þeirri þegar Wayne Rooney skoraði sitt fyrsta mark fyrir Everton á móti Arsenal á sínum tíma. Curtis Jones var aðeins átján ára og 40 daga gamall í gær og er yngsti markaskorari Liverpool í leik á móti Everton síðan að Robbie Fowler skoraði í Merseyside derby leiknum árið 1994. A Liverpool-born teenager scoring a screamer from 20 yards in a game featuring Everton. Was this Curtis Jones' 'Rooney moment'? Feature https://t.co/JMWIroCoOrpic.twitter.com/FvWFWt5Qwe— BBC Sport (@BBCSport) January 5, 2020 Wayne Rooney var uppalinn hjá Everton og stimplaði sig einn í enska boltann með frábæru marki á móti Arsenal árið 2002. Með markinu endaði hann 30 leikja sigurgöngu Arsenal sem var þá allra besta lið deildarinnar. „Mannstu eftir fyrsta marki Wayne Rooney fyrir Everton? Við erum með sérstakan strák hérna,“ sagði Dion Dublin, fyrrum framherji í ensku úrvalsdeildinni, í þætti á BBC Radio 5 Live. „Ég verð að taka hattinn ofan fyrir þessum strák. Þvílík afgreiðsla og þvílíkt fyrsta mark fyrir sinn æskuklúbb,“ bætti Dublin við. What a crazy day, WOW! Unbelievable feeling scoring my first goal for @LFC but most importantly a great team performance. On to the next.... pic.twitter.com/kUQAaoxsqq— Curtis Jones (@curtisjr_10) January 5, 2020 Varalið Liverpool tókst að slá út Everton og biðin eftir sigri á Anfield lengist því enn. Curtis Jones var ekki einu sinni fæddur þeger Everton vann síðst á Anfield. Alan Shearer var ánægður með viðtal við strákinn eftir leikinn þar sem Curtis Jones sagðist vera pirraður yfir því að fá ekki fleiri tækifæri. Hann nýtti tækifærið sitt í gær. Curtis Jones fæddist í Toxteth hverfinu sem er í miðri Liverpool borg. Hann varð fyrst leikmaður níu ára liðsins og hefur síðan spilað með öllum yngri liðum Liverpool. "I think for me, being a young lad, a local lad and playing for the team that I love and the fans that I love, it’s massive."@curtisjr_10 on battling through illness to score #MerseysideDerby winner...https://t.co/xFxqcM451h— Liverpool FC (@LFC) January 5, 2020 Jones skrifaði undir fyrsta atvinnumannasamning sinn við Liverpool árið 2018 og kom nokkuð við sögu á undirbúningstímabilinu fyrir 2018-19. Jürgen Klopp talaði þá um það í viðtölum að Curtis Jones væri alvöru Scouser en það er gælunafn mann frá Liverpool svæðinu. Jones fékk sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Liverpool á sama tíma fyrir ári síðan og var þá í byrjunarliðinu í bikartapi á móti Úlfunum. Curtis Jones hefur ekki fengið mörg tækifæri síðan þá en skrifaði undir langtímasamning við Liverpool í ágúst síðastliðnum. Hann var síðan valinn maður leiksins í sigri á MK Dons í enska deildabikarnum og skoraði líka úr vítaspyrnu í vítakeppninni á móti Arsenal í sömu keppni. Fyrsti leikur hans í ensku úrvalsdeildinni kom á móti Bournemouth í desember og hann skoraði síðan fyrsta markið með eftirminnilegum hætti í gær. Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið hjá Curtis Jones í gær.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira