Gríðarlegur mannfjöldi kom saman í heimabæ Qasems Soleimani, íranska herforingjans sem ráðinn var af dögum í Bagdad í síðustu viku en Soleiman verður í dag jarðaður í heimabæ sínum Kerman í suðausturhluta landsins.
Þúsundir komu saman við útför hans í höfuðborginni Teheran í gær þar sem hótanir í garð Bandaríkjanna um grimmilegar hefndir voru endurteknar.
Soleimani fór fyrir Quds-hersveitum íranska byltingarvarðarins sem tóku þátt í hernaðaraðgerðum Írana fyrir utan landsteinana, meðal annars í Írak og Jemen.
Flykkjast til heimabæjar Soleimani

Tengdar fréttir

Þúsundir komu saman vegna útfarar Soleimani
Gríðarlegur fjöldi kom saman í írönsku höfuðborginni í morgun þar sem útför herforingjans Qasem Soleimani fór fram en hann var ráðinn af dögum af Bandaríkjamönnum í Bagdad í síðustu viku.

Hótar Írökum harkalegum viðskiptaþvingunum
Bandaríkjaforseti hefur hótað harkalegum viðskiptaþvingunum á Írak fari svo að bandarískir hermenn verði reknir frá landinu, eins og írakska þingið hefur kallað eftir.