Samhæfingarmiðstöð Almannavarna virkjuð: Björgunarsveitarmenn komnir að fólkinu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. janúar 2020 01:05 Fyrstu hópar björgunarsveitarmanna eru komnir að fólkinu. Vísir/Jóhann K. Samhæfingarmiðstöðin í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna fólksins sem fast er undir Langjökli. Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri í almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir í samtali við fréttastofu að hlutverk samhæfingarmiðstöðvarinnar sé að styðja við aðgerðarstjórn sem er á Selfossi. Rögnvaldur segir málið alvarlegra en menn héldu í upphafi. Fyrstu björgunarsveitarmenn eru komnir að fólkinu sem hefur verið úti frá því um klukkan eitt í dag. En það var í skipulagðri vélsleðaferð um svæðið. Beiðni um aðstoð barst fyrr í kvöld þegar fólkið var að grafa sig í fönn vegna óveðursins sem nú gengur yfir. Þrjátíu og níu ferðamenn eru í hópnum og er sá yngsti 6 ára gamall. Með þeim eru tíu leiðsögumenn. Vegna veðursins er fólkið orðið blautt og kalt og mikil hætta á ofkælingu. Greiningarsveit send að Gullfossi og sjúkrabílar á Selfoss Rögnvaldur segir að greiningarsveit Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sé nú á leið í þjónustuskálann við Gullfoss. Í henni eiga sæti hjúkrunarstarfsfólk og sjúkraflutningamenn frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og starfsfólk áfallateymis Rauða krossins á Íslandi. Þar verði tekið á móti fólkinu. Óskað hefur verið eftir því að sjúkrabílar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins verði sendir á Selfoss til þess að vera til taks því allir sjúkraflutningamenn á því svæði eru að sinna útkallinu. Veður á svæðinu er mjög vont og á eftir að versna í nótt. Rögnvaldur segir að það sé í raun kapphlaup við tímann að koma fólkinu í skjól. 39 bjargað á Langjökli Almannavarnir Björgunarsveitir Bláskógabyggð Sjúkraflutningar Veður Tengdar fréttir 39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48 Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10 Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Samhæfingarmiðstöðin í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna fólksins sem fast er undir Langjökli. Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri í almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir í samtali við fréttastofu að hlutverk samhæfingarmiðstöðvarinnar sé að styðja við aðgerðarstjórn sem er á Selfossi. Rögnvaldur segir málið alvarlegra en menn héldu í upphafi. Fyrstu björgunarsveitarmenn eru komnir að fólkinu sem hefur verið úti frá því um klukkan eitt í dag. En það var í skipulagðri vélsleðaferð um svæðið. Beiðni um aðstoð barst fyrr í kvöld þegar fólkið var að grafa sig í fönn vegna óveðursins sem nú gengur yfir. Þrjátíu og níu ferðamenn eru í hópnum og er sá yngsti 6 ára gamall. Með þeim eru tíu leiðsögumenn. Vegna veðursins er fólkið orðið blautt og kalt og mikil hætta á ofkælingu. Greiningarsveit send að Gullfossi og sjúkrabílar á Selfoss Rögnvaldur segir að greiningarsveit Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sé nú á leið í þjónustuskálann við Gullfoss. Í henni eiga sæti hjúkrunarstarfsfólk og sjúkraflutningamenn frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og starfsfólk áfallateymis Rauða krossins á Íslandi. Þar verði tekið á móti fólkinu. Óskað hefur verið eftir því að sjúkrabílar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins verði sendir á Selfoss til þess að vera til taks því allir sjúkraflutningamenn á því svæði eru að sinna útkallinu. Veður á svæðinu er mjög vont og á eftir að versna í nótt. Rögnvaldur segir að það sé í raun kapphlaup við tímann að koma fólkinu í skjól.
39 bjargað á Langjökli Almannavarnir Björgunarsveitir Bláskógabyggð Sjúkraflutningar Veður Tengdar fréttir 39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48 Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10 Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48
Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10
Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08