Bjarki Már Elísson er tilnefndur sem leikmaður desember-mánaðar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.
Bjarki hefur leikið stórvel með Lemgo á tímabilinu og er næstmarkahæstur í þýsku deildinni með 148 mörk.
Auk Bjarka eru Danirnir Michael Damgaard (Magdeburg) og Hans Lindberg (Füchse Berlin) og þýski markvörðurinn Martin Ziemer (Füchse Berlin) tilnefndir sem leikmaður mánaðarins. Lindberg er markahæstur í þýsku deildinni með 149 mörk.
Í fimm leikjum í desember skoraði Bjarki 37 mörk, eða 7,4 mörk að meðaltali í leik. Hann skoraði m.a. 14 mörk úr 14 skotum gegn Erlangen á öðrum degi jóla.
Hægt er að kjósa Bjarka sem leikmann mánaðarins með því að smella hér.
Bjarki er í íslenska hópnum sem fer á EM 2020. Hornamaðurinn hefur glímt við meiðsli í baki en ætti að vera klár fyrir EM.
Bjarki Már tilnefndur sem leikmaður mánaðarins

Tengdar fréttir

Elvar virðist hafa sloppið fyrir horn | Aron og Bjarki Már æfðu í morgun
Læknir og sjúkraþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta eru bjartsýnir að Elvar Örn Jónsson verði klár í slaginn fyrir EM 2020.

EM-hópurinn: Sveinn kemur í stað Daníels Þórs
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti nú rétt í þessu sautján manna leikmannahóp sem fer á EM í Svíþjóð.