Kalla eftir aðgerðum vegna mannréttindabrota í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2020 08:53 Donald Trump og Xi Jinping, forsetar Bandaríkjanna og Kína. EPA/ROMAN PILIPEY Bandarískir þingmenn birtu í gær skýrslu þar sem kallað er eftir refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Kína, vegna mannréttindabrota þar í landi. Skýrslan var samin af þingmönnum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins og segja þeir aðstæður íbúa Kína hafa versnað á undanförnu ári. Þar að auki hafi Kínverjar unnið hörðum höndum að því að auka umsvif sín á erlendri grundu og Bandaríkin þurfi að sporna gegn því. Nefndin sem samdi skýrsluna segir einræði hafa aukist til muna í Kína og að takast á við það verði ein mikilvægasta áskorun aldarinnar. Máli þingmanna nefndarinnar til stuðnings er bent á harkalegar aðgerðir gegn minnihlutahópum í Kína, aðgerðir gegn verkalýðsleiðtogum og blaðamönnum, starfrænt og rafrænt eftirlit í Kína, sem er gífurlegt, og ritskoðun. Utanríkisráðuneyti Kína sendi frá sér yfirlýsingu vegna skýrslunnar í nótt og segir hana hvorki hlutlæga né marktæka. Geng Shuang, talsmaður ráðuneytisins, sagði að Bandaríkin ættu frekar að huga að mannréttindum þar í landi en að dreifa rógi um Kína. Umrædd nefnd þingmanna var sett á laggirnar árið 2000, þegar Kína var að ganga í Alþjóðaviðskiptastofnunina og á hún að fylgjast með og greina almenn mannréttindi þar í landi. Á þessum tíma sögðu stuðningsmenn inngöngu Kína í WTO að hún myndi á endanum bæta mannréttindi og auka frjálslyndi í Kína. Höfundar skýrslunnar segja þó að það hafi ekki gerst. Þess í stað hafi Kína þróað og útvíkkað umfangsmikið einræðiskerfi sem hannað sé til að brjóta á mannréttindum fólks og jafnvel fangelsa það fyrir að nýta sér grunnmannréttindi þeirra. Vísað er sérstaklega til aðgerða yfirvalda Kína gegn Úígúrum í Xinjianghéraði og segir nefndin að Kínverjar hafi þar framið glæpi gegn mannkyninu. Minnst milljón manna hefur verið komið fyrir í fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði Kína. Að mestu er um múslima sem kallast Úígúrar að ræða. Fólk sem hefur sloppið úr búðum þessum hefur sagt að þar séu þau þvinguð til þess að afneita trú þeirra og lýsa yfir hollustu við yfirvöld Kína. Það er að segja, Kommúnistaflokkinn. Sjá einnig: Áttu að vera þakklát fyrir að fjölskyldumeðlimir voru færðir í fangabúðir Ríkisstjórn Kína segir að um þjálfunarbúðir sé að ræða og þar sé barist gegn hryðjuverkum. Sameinuðu þjóðirnar, mannréttindasamtök og aðrir segja þó að föngum búðanna sé haldið í marga mánuði í senn. Þau séu beitt ýmsum ódæðum og jafnvel heilaþvegin með því markmiði að fá þau til að afneita trúnni og verða stuðningsmenn Kommúnistaflokksins. Nefndin leggur einnig til aðgerðir í Bandaríkjunum sem sérstaklega taki mið af því að sporna gegn áhrifum Kína í háskólum Bandaríkjanna, hugveitum og frjálsum félagasamtökum. Bandaríkin Kína Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Sjá meira
Bandarískir þingmenn birtu í gær skýrslu þar sem kallað er eftir refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Kína, vegna mannréttindabrota þar í landi. Skýrslan var samin af þingmönnum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins og segja þeir aðstæður íbúa Kína hafa versnað á undanförnu ári. Þar að auki hafi Kínverjar unnið hörðum höndum að því að auka umsvif sín á erlendri grundu og Bandaríkin þurfi að sporna gegn því. Nefndin sem samdi skýrsluna segir einræði hafa aukist til muna í Kína og að takast á við það verði ein mikilvægasta áskorun aldarinnar. Máli þingmanna nefndarinnar til stuðnings er bent á harkalegar aðgerðir gegn minnihlutahópum í Kína, aðgerðir gegn verkalýðsleiðtogum og blaðamönnum, starfrænt og rafrænt eftirlit í Kína, sem er gífurlegt, og ritskoðun. Utanríkisráðuneyti Kína sendi frá sér yfirlýsingu vegna skýrslunnar í nótt og segir hana hvorki hlutlæga né marktæka. Geng Shuang, talsmaður ráðuneytisins, sagði að Bandaríkin ættu frekar að huga að mannréttindum þar í landi en að dreifa rógi um Kína. Umrædd nefnd þingmanna var sett á laggirnar árið 2000, þegar Kína var að ganga í Alþjóðaviðskiptastofnunina og á hún að fylgjast með og greina almenn mannréttindi þar í landi. Á þessum tíma sögðu stuðningsmenn inngöngu Kína í WTO að hún myndi á endanum bæta mannréttindi og auka frjálslyndi í Kína. Höfundar skýrslunnar segja þó að það hafi ekki gerst. Þess í stað hafi Kína þróað og útvíkkað umfangsmikið einræðiskerfi sem hannað sé til að brjóta á mannréttindum fólks og jafnvel fangelsa það fyrir að nýta sér grunnmannréttindi þeirra. Vísað er sérstaklega til aðgerða yfirvalda Kína gegn Úígúrum í Xinjianghéraði og segir nefndin að Kínverjar hafi þar framið glæpi gegn mannkyninu. Minnst milljón manna hefur verið komið fyrir í fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði Kína. Að mestu er um múslima sem kallast Úígúrar að ræða. Fólk sem hefur sloppið úr búðum þessum hefur sagt að þar séu þau þvinguð til þess að afneita trú þeirra og lýsa yfir hollustu við yfirvöld Kína. Það er að segja, Kommúnistaflokkinn. Sjá einnig: Áttu að vera þakklát fyrir að fjölskyldumeðlimir voru færðir í fangabúðir Ríkisstjórn Kína segir að um þjálfunarbúðir sé að ræða og þar sé barist gegn hryðjuverkum. Sameinuðu þjóðirnar, mannréttindasamtök og aðrir segja þó að föngum búðanna sé haldið í marga mánuði í senn. Þau séu beitt ýmsum ódæðum og jafnvel heilaþvegin með því markmiði að fá þau til að afneita trúnni og verða stuðningsmenn Kommúnistaflokksins. Nefndin leggur einnig til aðgerðir í Bandaríkjunum sem sérstaklega taki mið af því að sporna gegn áhrifum Kína í háskólum Bandaríkjanna, hugveitum og frjálsum félagasamtökum.
Bandaríkin Kína Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Sjá meira