Af flóru, fánu og jafnvel fungu Starri Heiðmarsson skrifar 9. janúar 2020 10:00 Til tjáskipta höfum við tungumál og erum við Íslendingar heppnir hvað það varðar að íslenskan er nokkuð gegnsætt tungumál. Gegnsæið er mögulegt þar sem við höfum gegnum tíðina verið frekar treg að taka upp erlend orð og því oft útskýring orða fólgin í þeim sjálfum. Einangrunin er þó ekki alger og fjölmörg tökuorð falla vel að íslensku og hafa fyrir löngu unnið sér þegnrétt. Þau orð eru þó ekki alltaf jafn auðskilin og þau sem eiga dýpri rætur í tungu okkar. Sem dæmi um tökuorð sem falla vel að íslensku eru flóra og fána sem vísa til plantna (flóra) og dýra (fána). Hinsvegar virðist flóra vera þekktara orð meðal almennings og mörg dæmi um misbeitingu þess orðs sem líklega má rekja til vankunnáttu og er von mín að þetta greinarkorn hjálpi til við skilning á hugtakinu og hvar á við að beita því. Stefán Stefánsson grasafræðingur gaf góða skýringu á orðinu í formála að fyrstu útgáfu Flóru Íslands sem gefin var út 1901. Stefán segir: „Á útlendum málum táknar orðið „flóra“, sem upprunalega er nafn blómgyðjunnar hjá Rómverjum, bæði plönturíki einhvers lands eða landshluta og bók eða rit sem skýrir frá plöntunum og lýsir þeim.“ Þú lesandi góður undrast kannski þörf mína fyrir að skýra tilurð og rétta notkun orðsins flóra! Ástæður þessa má finna í menntun minni og starfi. Sem grasafræðingur þá nýti ég flóruhugtakið iðulega í starfi mínu og er þar að vísa til þeirra tegunda plantna sem vaxa á ákveðnu svæði, t.d. tegundir sem tilheyra íslensku flórunni. Sambærilegt orð yfir dýraríkið er síðan fána og í seinni tíð, vegna bættrar þekkingar okkar á skyldleika og tengslum innan lífríkisins, hefur hugtakið funga verið tekið upp fyrir sveppi. Í seinni tíð hefur sá misskilningur orðið útbreiddur að flóruhugtakið tákni fjölbreytni sem er alrangt. Í orðinu flóra er ekkert sem táknar fjölbreytni. Því þarf að taka sérstaklega fram hvort flóran er fábreytt eða fjölbreytt, eftir því sem við á, hvorugt felst í orðinu. Stundum heyrist jafnvel talað um fuglaflóru eða mannflóru sem hvort tveggja er röng notkun þar sem hvorki fuglar né mannfólk geta talist til plantna. Í dýraríkinu kemur orðið fána inn um samsafn allra dýra á viðkomandi svæði. Hér á Íslandi höfum við miklu fleiri tegundir dýra en plantna og því er fána Íslands mun fjölbreyttari en flóran. Tungumálið missir marks þegar hugtök eru misnotuð og misskilin. Ég vil því hvetja fólk til þess að íhuga merkingu orða sinna. Orðin flóra og fána eru alþjóðleg og hafa verið tekin upp í flest önnur tungumál í óbreyttri merkingu. Það skýtur því skökku við ef á að fara að taka upp nýja merkingu þeirra í íslensku.Höfundur er grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðyrkja Íslenska á tækniöld Skógrækt og landgræðsla Starri Heiðmarsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Til tjáskipta höfum við tungumál og erum við Íslendingar heppnir hvað það varðar að íslenskan er nokkuð gegnsætt tungumál. Gegnsæið er mögulegt þar sem við höfum gegnum tíðina verið frekar treg að taka upp erlend orð og því oft útskýring orða fólgin í þeim sjálfum. Einangrunin er þó ekki alger og fjölmörg tökuorð falla vel að íslensku og hafa fyrir löngu unnið sér þegnrétt. Þau orð eru þó ekki alltaf jafn auðskilin og þau sem eiga dýpri rætur í tungu okkar. Sem dæmi um tökuorð sem falla vel að íslensku eru flóra og fána sem vísa til plantna (flóra) og dýra (fána). Hinsvegar virðist flóra vera þekktara orð meðal almennings og mörg dæmi um misbeitingu þess orðs sem líklega má rekja til vankunnáttu og er von mín að þetta greinarkorn hjálpi til við skilning á hugtakinu og hvar á við að beita því. Stefán Stefánsson grasafræðingur gaf góða skýringu á orðinu í formála að fyrstu útgáfu Flóru Íslands sem gefin var út 1901. Stefán segir: „Á útlendum málum táknar orðið „flóra“, sem upprunalega er nafn blómgyðjunnar hjá Rómverjum, bæði plönturíki einhvers lands eða landshluta og bók eða rit sem skýrir frá plöntunum og lýsir þeim.“ Þú lesandi góður undrast kannski þörf mína fyrir að skýra tilurð og rétta notkun orðsins flóra! Ástæður þessa má finna í menntun minni og starfi. Sem grasafræðingur þá nýti ég flóruhugtakið iðulega í starfi mínu og er þar að vísa til þeirra tegunda plantna sem vaxa á ákveðnu svæði, t.d. tegundir sem tilheyra íslensku flórunni. Sambærilegt orð yfir dýraríkið er síðan fána og í seinni tíð, vegna bættrar þekkingar okkar á skyldleika og tengslum innan lífríkisins, hefur hugtakið funga verið tekið upp fyrir sveppi. Í seinni tíð hefur sá misskilningur orðið útbreiddur að flóruhugtakið tákni fjölbreytni sem er alrangt. Í orðinu flóra er ekkert sem táknar fjölbreytni. Því þarf að taka sérstaklega fram hvort flóran er fábreytt eða fjölbreytt, eftir því sem við á, hvorugt felst í orðinu. Stundum heyrist jafnvel talað um fuglaflóru eða mannflóru sem hvort tveggja er röng notkun þar sem hvorki fuglar né mannfólk geta talist til plantna. Í dýraríkinu kemur orðið fána inn um samsafn allra dýra á viðkomandi svæði. Hér á Íslandi höfum við miklu fleiri tegundir dýra en plantna og því er fána Íslands mun fjölbreyttari en flóran. Tungumálið missir marks þegar hugtök eru misnotuð og misskilin. Ég vil því hvetja fólk til þess að íhuga merkingu orða sinna. Orðin flóra og fána eru alþjóðleg og hafa verið tekin upp í flest önnur tungumál í óbreyttri merkingu. Það skýtur því skökku við ef á að fara að taka upp nýja merkingu þeirra í íslensku.Höfundur er grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun