Aldrei fleiri erlend tungumál töluð í skólum borgarinnar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. janúar 2020 21:30 Nærri fimmtungur nemenda í grunnskólum Reykjavíkurborgar er með íslensku sem annað tungumál. Skólastjóri segir dæmi um að í sumum skólum tali börnin um þrjátíu tungumál. Nemendum af erlendum uppruna hefur fjölgað ört síðustu ár í skólum borgarinnar. Um áramótin voru þeir nærri þrjú þúsund af tæplega fimmtán þúsund nemendum. Tíu árum fyrr voru þeir hins vegar tæplega fimm hundruð. Hafa þarf þó í huga að haustið 2015 var tekið upp nýtt málþroskapróf sem skýrir að hluta til aukninguna en fjölgunin er engu að síður mikil. Skólastjórar í skólum borgarinnar hafa þurft að bregðast við þessum breytingum á nemendahópnum. Þá má sjá að fjöldi barna, sem eru með íslensku sem annað tungumál, er mismunandi milli hverfa eða allt að níu hundruð þar sem börnin eru flest. Fjöldi nemenda af erlendu bergi brotnu er misjafn eftir hverfum í Reykjavík.Vísir/Hafsteinn „Ég sem sagt starfaði í Breiðholtsskóla um síðustu aldamót. Þá var sett á fót sérstök það sem var kallað þá nýbúadeild. Það fyrsta árið vorum við með, ef ég man rétt, ellefu nemendur og fannst það mikið og árið eftir tuttugu. Þannig að þetta er á tuttugu ára tímabili þar sem við erum að tala um að það þrjátíu til fjörutíu faldist þessi tala. Við erum með um hundrað og þrjátíu nemendur hjá okkur sem eru með íslensku sem annað tungumál, eða eru með annan bakgrunn, og við síðustu talningu tuttugu og níu opinber tungumál,“ segir Magnús Þór Jónsson skólastjóri í Seljaskóla. Hann segir margar áskoranir mæta kennurum sem vinna með börnunum. „Við erum með börn sem eru jafnvel að koma frá málaumhverfi sem þekkja ekki til dæmis bara okkar stafróf eða latneskt stafróf í það heila. Börn sem koma hér kannski ótalandi eða annað heldur en sitt móðurmál,“ segir Magnús. Þá segir hann skorta námsefni fyrir börnin. „Það er frábært að eiga öflugan mannauð og fjölmenningu en þá verðum við að geta sinnt henni þannig að krakkarnir sem koma inn til okkar þeir séu tilbúnir að takast á við þau verkefni sem að samfélagið okkar býður þeim upp á. Þá auðvitað þurfum við bara að stórefla þessa íslenskukennslu sem annað tungumál. Innflytjendamál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira
Nærri fimmtungur nemenda í grunnskólum Reykjavíkurborgar er með íslensku sem annað tungumál. Skólastjóri segir dæmi um að í sumum skólum tali börnin um þrjátíu tungumál. Nemendum af erlendum uppruna hefur fjölgað ört síðustu ár í skólum borgarinnar. Um áramótin voru þeir nærri þrjú þúsund af tæplega fimmtán þúsund nemendum. Tíu árum fyrr voru þeir hins vegar tæplega fimm hundruð. Hafa þarf þó í huga að haustið 2015 var tekið upp nýtt málþroskapróf sem skýrir að hluta til aukninguna en fjölgunin er engu að síður mikil. Skólastjórar í skólum borgarinnar hafa þurft að bregðast við þessum breytingum á nemendahópnum. Þá má sjá að fjöldi barna, sem eru með íslensku sem annað tungumál, er mismunandi milli hverfa eða allt að níu hundruð þar sem börnin eru flest. Fjöldi nemenda af erlendu bergi brotnu er misjafn eftir hverfum í Reykjavík.Vísir/Hafsteinn „Ég sem sagt starfaði í Breiðholtsskóla um síðustu aldamót. Þá var sett á fót sérstök það sem var kallað þá nýbúadeild. Það fyrsta árið vorum við með, ef ég man rétt, ellefu nemendur og fannst það mikið og árið eftir tuttugu. Þannig að þetta er á tuttugu ára tímabili þar sem við erum að tala um að það þrjátíu til fjörutíu faldist þessi tala. Við erum með um hundrað og þrjátíu nemendur hjá okkur sem eru með íslensku sem annað tungumál, eða eru með annan bakgrunn, og við síðustu talningu tuttugu og níu opinber tungumál,“ segir Magnús Þór Jónsson skólastjóri í Seljaskóla. Hann segir margar áskoranir mæta kennurum sem vinna með börnunum. „Við erum með börn sem eru jafnvel að koma frá málaumhverfi sem þekkja ekki til dæmis bara okkar stafróf eða latneskt stafróf í það heila. Börn sem koma hér kannski ótalandi eða annað heldur en sitt móðurmál,“ segir Magnús. Þá segir hann skorta námsefni fyrir börnin. „Það er frábært að eiga öflugan mannauð og fjölmenningu en þá verðum við að geta sinnt henni þannig að krakkarnir sem koma inn til okkar þeir séu tilbúnir að takast á við þau verkefni sem að samfélagið okkar býður þeim upp á. Þá auðvitað þurfum við bara að stórefla þessa íslenskukennslu sem annað tungumál.
Innflytjendamál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira