Myndband sagt sýna það þegar úkraínska farþegavélin varð fyrir írönsku flugskeyti Eiður Þór Árnason skrifar 9. janúar 2020 21:15 Vélin hrapaði skömmu eftir flugtak. Vísir/AP New York Times hefur birt myndband sem virðist sýna íranskt flugskeyti lenda á úkraínsku farþegavélinni sem hrapaði aðfaranótt miðvikudags. Vélin er sögð vera stödd fyrir ofan írönsku borgina Parand þar sem hún hætti að senda frá sér merki skömmu áður en hún hrapaði með 176 manns innanborðs. Parand er staðsett nálægt alþjóðaflugvellinum í Teheran, höfuðborg Írans, þaðan sem hún tók á loft stuttu áður en hún fórst. Bandarískir embættismenn fullyrða að hún hafi verið skotin niður af írönskum eldflaugum fyrir mistök en bandarískir miðlar greindu frá því í kvöld. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda hefur neitað ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna.Sjá einnig: Misvísandi skilaboð frá ÍranAf myndbandinu að dæma sést lítil sprenging þegar vélin varð fyrir umræddu flugskeyti. Hún er sögð hafa flogið áfram í nokkrar mínútur áður en hún sneri við. Eftir það flaug hún í ljósum logum í átt að flugvellinum í Teheran áður en hún sprakk og hrapaði skyndilega, ef marka má önnur myndbönd af atvikinu sem TheNewYorkTimes segist hafa undir höndum. Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag aðspurður um málið að hann hafi haft sínar grunsemdir orsök slyssins. Hann sagði vélina hafa verið að fljúga yfir átakasvæði þegar hún hrapaði. „Þetta er sorglegt en mögulega gerði einhver mistök hinum megin.“ Greint var frá því í dag að bandarískir gervihnettir hafi numið tvær eldflaugar fara á loft stuttu áður en farþegavélin sprakk. Bandarískum embættismönnum var greint frá þessu í dag samkvæmt heimildum CBS og hefur miðillinn eftir ónefndum heimildarmanni að eldflaugapartar hafi fundist nálægt slysstað. Ratsjárgögn eru einnig sögð styðja þessa fullyrðingu.Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Íran Úkraína Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16 Misvísandi skilaboð frá Íran Forsvarsmenn herafla Íran segjast geta skotið hundruðum eldflauga til viðbótar við þær þrettán sem skotið var frá Íran á herstöðvar í Írak á aðfaranótt miðvikudags. 9. janúar 2020 15:15 Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04 Flugvélin var á leið aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði Úkraínska farþegaþotan sem hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Teheran aðfararnótt miðvikudags hafði verið að reyna að snúa aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði að sögn íranskra flugmálayfirvalda. 9. janúar 2020 12:13 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
New York Times hefur birt myndband sem virðist sýna íranskt flugskeyti lenda á úkraínsku farþegavélinni sem hrapaði aðfaranótt miðvikudags. Vélin er sögð vera stödd fyrir ofan írönsku borgina Parand þar sem hún hætti að senda frá sér merki skömmu áður en hún hrapaði með 176 manns innanborðs. Parand er staðsett nálægt alþjóðaflugvellinum í Teheran, höfuðborg Írans, þaðan sem hún tók á loft stuttu áður en hún fórst. Bandarískir embættismenn fullyrða að hún hafi verið skotin niður af írönskum eldflaugum fyrir mistök en bandarískir miðlar greindu frá því í kvöld. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda hefur neitað ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna.Sjá einnig: Misvísandi skilaboð frá ÍranAf myndbandinu að dæma sést lítil sprenging þegar vélin varð fyrir umræddu flugskeyti. Hún er sögð hafa flogið áfram í nokkrar mínútur áður en hún sneri við. Eftir það flaug hún í ljósum logum í átt að flugvellinum í Teheran áður en hún sprakk og hrapaði skyndilega, ef marka má önnur myndbönd af atvikinu sem TheNewYorkTimes segist hafa undir höndum. Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag aðspurður um málið að hann hafi haft sínar grunsemdir orsök slyssins. Hann sagði vélina hafa verið að fljúga yfir átakasvæði þegar hún hrapaði. „Þetta er sorglegt en mögulega gerði einhver mistök hinum megin.“ Greint var frá því í dag að bandarískir gervihnettir hafi numið tvær eldflaugar fara á loft stuttu áður en farþegavélin sprakk. Bandarískum embættismönnum var greint frá þessu í dag samkvæmt heimildum CBS og hefur miðillinn eftir ónefndum heimildarmanni að eldflaugapartar hafi fundist nálægt slysstað. Ratsjárgögn eru einnig sögð styðja þessa fullyrðingu.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Íran Úkraína Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16 Misvísandi skilaboð frá Íran Forsvarsmenn herafla Íran segjast geta skotið hundruðum eldflauga til viðbótar við þær þrettán sem skotið var frá Íran á herstöðvar í Írak á aðfaranótt miðvikudags. 9. janúar 2020 15:15 Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04 Flugvélin var á leið aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði Úkraínska farþegaþotan sem hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Teheran aðfararnótt miðvikudags hafði verið að reyna að snúa aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði að sögn íranskra flugmálayfirvalda. 9. janúar 2020 12:13 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16
Misvísandi skilaboð frá Íran Forsvarsmenn herafla Íran segjast geta skotið hundruðum eldflauga til viðbótar við þær þrettán sem skotið var frá Íran á herstöðvar í Írak á aðfaranótt miðvikudags. 9. janúar 2020 15:15
Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04
Flugvélin var á leið aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði Úkraínska farþegaþotan sem hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Teheran aðfararnótt miðvikudags hafði verið að reyna að snúa aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði að sögn íranskra flugmálayfirvalda. 9. janúar 2020 12:13