Myndband sagt sýna það þegar úkraínska farþegavélin varð fyrir írönsku flugskeyti Eiður Þór Árnason skrifar 9. janúar 2020 21:15 Vélin hrapaði skömmu eftir flugtak. Vísir/AP New York Times hefur birt myndband sem virðist sýna íranskt flugskeyti lenda á úkraínsku farþegavélinni sem hrapaði aðfaranótt miðvikudags. Vélin er sögð vera stödd fyrir ofan írönsku borgina Parand þar sem hún hætti að senda frá sér merki skömmu áður en hún hrapaði með 176 manns innanborðs. Parand er staðsett nálægt alþjóðaflugvellinum í Teheran, höfuðborg Írans, þaðan sem hún tók á loft stuttu áður en hún fórst. Bandarískir embættismenn fullyrða að hún hafi verið skotin niður af írönskum eldflaugum fyrir mistök en bandarískir miðlar greindu frá því í kvöld. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda hefur neitað ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna.Sjá einnig: Misvísandi skilaboð frá ÍranAf myndbandinu að dæma sést lítil sprenging þegar vélin varð fyrir umræddu flugskeyti. Hún er sögð hafa flogið áfram í nokkrar mínútur áður en hún sneri við. Eftir það flaug hún í ljósum logum í átt að flugvellinum í Teheran áður en hún sprakk og hrapaði skyndilega, ef marka má önnur myndbönd af atvikinu sem TheNewYorkTimes segist hafa undir höndum. Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag aðspurður um málið að hann hafi haft sínar grunsemdir orsök slyssins. Hann sagði vélina hafa verið að fljúga yfir átakasvæði þegar hún hrapaði. „Þetta er sorglegt en mögulega gerði einhver mistök hinum megin.“ Greint var frá því í dag að bandarískir gervihnettir hafi numið tvær eldflaugar fara á loft stuttu áður en farþegavélin sprakk. Bandarískum embættismönnum var greint frá þessu í dag samkvæmt heimildum CBS og hefur miðillinn eftir ónefndum heimildarmanni að eldflaugapartar hafi fundist nálægt slysstað. Ratsjárgögn eru einnig sögð styðja þessa fullyrðingu.Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Íran Úkraína Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16 Misvísandi skilaboð frá Íran Forsvarsmenn herafla Íran segjast geta skotið hundruðum eldflauga til viðbótar við þær þrettán sem skotið var frá Íran á herstöðvar í Írak á aðfaranótt miðvikudags. 9. janúar 2020 15:15 Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04 Flugvélin var á leið aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði Úkraínska farþegaþotan sem hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Teheran aðfararnótt miðvikudags hafði verið að reyna að snúa aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði að sögn íranskra flugmálayfirvalda. 9. janúar 2020 12:13 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira
New York Times hefur birt myndband sem virðist sýna íranskt flugskeyti lenda á úkraínsku farþegavélinni sem hrapaði aðfaranótt miðvikudags. Vélin er sögð vera stödd fyrir ofan írönsku borgina Parand þar sem hún hætti að senda frá sér merki skömmu áður en hún hrapaði með 176 manns innanborðs. Parand er staðsett nálægt alþjóðaflugvellinum í Teheran, höfuðborg Írans, þaðan sem hún tók á loft stuttu áður en hún fórst. Bandarískir embættismenn fullyrða að hún hafi verið skotin niður af írönskum eldflaugum fyrir mistök en bandarískir miðlar greindu frá því í kvöld. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda hefur neitað ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna.Sjá einnig: Misvísandi skilaboð frá ÍranAf myndbandinu að dæma sést lítil sprenging þegar vélin varð fyrir umræddu flugskeyti. Hún er sögð hafa flogið áfram í nokkrar mínútur áður en hún sneri við. Eftir það flaug hún í ljósum logum í átt að flugvellinum í Teheran áður en hún sprakk og hrapaði skyndilega, ef marka má önnur myndbönd af atvikinu sem TheNewYorkTimes segist hafa undir höndum. Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag aðspurður um málið að hann hafi haft sínar grunsemdir orsök slyssins. Hann sagði vélina hafa verið að fljúga yfir átakasvæði þegar hún hrapaði. „Þetta er sorglegt en mögulega gerði einhver mistök hinum megin.“ Greint var frá því í dag að bandarískir gervihnettir hafi numið tvær eldflaugar fara á loft stuttu áður en farþegavélin sprakk. Bandarískum embættismönnum var greint frá þessu í dag samkvæmt heimildum CBS og hefur miðillinn eftir ónefndum heimildarmanni að eldflaugapartar hafi fundist nálægt slysstað. Ratsjárgögn eru einnig sögð styðja þessa fullyrðingu.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Íran Úkraína Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16 Misvísandi skilaboð frá Íran Forsvarsmenn herafla Íran segjast geta skotið hundruðum eldflauga til viðbótar við þær þrettán sem skotið var frá Íran á herstöðvar í Írak á aðfaranótt miðvikudags. 9. janúar 2020 15:15 Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04 Flugvélin var á leið aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði Úkraínska farþegaþotan sem hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Teheran aðfararnótt miðvikudags hafði verið að reyna að snúa aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði að sögn íranskra flugmálayfirvalda. 9. janúar 2020 12:13 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira
Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16
Misvísandi skilaboð frá Íran Forsvarsmenn herafla Íran segjast geta skotið hundruðum eldflauga til viðbótar við þær þrettán sem skotið var frá Íran á herstöðvar í Írak á aðfaranótt miðvikudags. 9. janúar 2020 15:15
Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04
Flugvélin var á leið aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði Úkraínska farþegaþotan sem hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Teheran aðfararnótt miðvikudags hafði verið að reyna að snúa aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði að sögn íranskra flugmálayfirvalda. 9. janúar 2020 12:13