Eldur kom upp í bíl sem staddur var á Kringlumýrarbraut nú rétt fyrir klukkan átta. Svartur reykur steig upp úr bílnum og var einn bíll frá slökkviliðinu kallaður á vettvang. Vel hefur gengið að slökkva eldinn að sögn varðstjóra.
Ekkert slys varð á fólki en eitthvað gæti orðið um umferðartafir, engin hætta ætti þó að steðja að vegna bílsins. Slökkvistarf stendur enn yfir.