Öllum starfsmönnum b5 sagt upp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2020 07:35 Skemmtistaðurinn b5 í Bankastræti hefur þurft að segja upp öllu sínu starfsfólki vegna rekstrarörðuleika. Vísir/Vilhelm Öllum starfsmönnum skemmtistaðarins b5 hefur verið sagt upp vegna erfiðrar fjárhagslegrar stöðu staðarins. Faraldurinn hefur farið illa með rekstur staðarins og hefur ekki verið hægt að greiða leigu fyrir húsnæðið síðastliðna þrjá mánuði. Þórður Ágústsson, eigandi skemmtistaðarins b5 í Bankastræti, segir að fyrirtækið hafi klárað alla sína sjóði og að hann hafi sjálfur lagt til fjármagn í reksturinn. Nú þurfi hann að meta hvort það sé þess virði að hann haldi „áfram að ausa fjármunum inn í eitthvað svarthol til að geta greitt fasteignafélaginu Eik leigu upp á von og óvon um það hvort ástandið lagist. Svarið er nei,“ sagði Þórður í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Staðurinn hefur verið lokaður frá því í mars og hafa tilslakanir á samkomubanni lítið hjálpað en skemmtistaðir hafa þurft að loka fyrir miðnætti alla daga og eins og er kunnugt hefur helsta tekjulind þeirra verið að skemmta fólki eftir miðnætti um helgar. Innkoman hefur því að sögn Þórðar verið sáralítil. Sjá einnig: Lokunarstyrkur dugði fyrir rúmlega helmingi af mánaðarleigu Þórður hefur áður gagnrýnt fasteignafélagið Eik sem hækkaði leiguna á b5 eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á og er hún nú 3,5 milljónir á mánuði. Þórður gagnrýnir aðgerðir stjórnvalda og segir ekki nóg vera gert fyrir fyrirtæki sem orðið hafa fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna faraldursins. „Yfirvöld hafa lokað fyrirtækinu hjá mér. Þetta var gott fyrirtæki með frábæra sögu og í blússandi rekstri. Hvers vegna fær til dæmis leigufélagið að vera með algjörlega frítt spil? Af hverju er það ekki skyldað til að taka líka á sig byrðarnar?“ spyr Þórður. Í kjölfar þess að fjallað var um rekstrarörðuleika b5 fyrr í sumar sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra í viðtali að þeir rekstraraðilar sem hafi þurft að loka rekstri vegna opinberra tilskipana ættu að hans áliti sanngjarna kröfu um stuðning ríkisins vegna þess. Ekkert hefur þó bólað á slíkum aðgerðum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Lokunarstyrkur dugði fyrir rúmlega helmingi af mánaðarleigu Jónas Óli Jónasson, einn eigenda skemmtistaðarins B5, segir útséð að staðurinn verði ekki opinn á meðan tveggja metra reglan er í gildi. 10. ágúst 2020 08:58 Skemmtistaðaeigendur fóru yfir stöðuna í gærkvöldi Rekstraraðilar bara, veitinga- og skemmtistaða í miðbænum keppast nú við því að þvo hendur sínar af því að vera einn fimmtán veitinga- og skemmtistaða sem Lögregla heimsótti í nótt og fylgdu ekki sóttvarnarreglum með viðunandi hætti. 9. ágúst 2020 22:27 „Eins og djammið sé það versta sem hefur komið fyrir“ Meðeigandi skemmtistaðarins B5 segir aðstæður skemmtistaða afar slæmar. Þá gagnrýnir hann viðhorf yfirvalda til næturlífsins og á bágt með að trúa að meiri smithætta sé þar en á öðrum stöðum þar sem mikill fjöldi kemur saman. 10. júní 2020 20:29 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Öllum starfsmönnum skemmtistaðarins b5 hefur verið sagt upp vegna erfiðrar fjárhagslegrar stöðu staðarins. Faraldurinn hefur farið illa með rekstur staðarins og hefur ekki verið hægt að greiða leigu fyrir húsnæðið síðastliðna þrjá mánuði. Þórður Ágústsson, eigandi skemmtistaðarins b5 í Bankastræti, segir að fyrirtækið hafi klárað alla sína sjóði og að hann hafi sjálfur lagt til fjármagn í reksturinn. Nú þurfi hann að meta hvort það sé þess virði að hann haldi „áfram að ausa fjármunum inn í eitthvað svarthol til að geta greitt fasteignafélaginu Eik leigu upp á von og óvon um það hvort ástandið lagist. Svarið er nei,“ sagði Þórður í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Staðurinn hefur verið lokaður frá því í mars og hafa tilslakanir á samkomubanni lítið hjálpað en skemmtistaðir hafa þurft að loka fyrir miðnætti alla daga og eins og er kunnugt hefur helsta tekjulind þeirra verið að skemmta fólki eftir miðnætti um helgar. Innkoman hefur því að sögn Þórðar verið sáralítil. Sjá einnig: Lokunarstyrkur dugði fyrir rúmlega helmingi af mánaðarleigu Þórður hefur áður gagnrýnt fasteignafélagið Eik sem hækkaði leiguna á b5 eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á og er hún nú 3,5 milljónir á mánuði. Þórður gagnrýnir aðgerðir stjórnvalda og segir ekki nóg vera gert fyrir fyrirtæki sem orðið hafa fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna faraldursins. „Yfirvöld hafa lokað fyrirtækinu hjá mér. Þetta var gott fyrirtæki með frábæra sögu og í blússandi rekstri. Hvers vegna fær til dæmis leigufélagið að vera með algjörlega frítt spil? Af hverju er það ekki skyldað til að taka líka á sig byrðarnar?“ spyr Þórður. Í kjölfar þess að fjallað var um rekstrarörðuleika b5 fyrr í sumar sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra í viðtali að þeir rekstraraðilar sem hafi þurft að loka rekstri vegna opinberra tilskipana ættu að hans áliti sanngjarna kröfu um stuðning ríkisins vegna þess. Ekkert hefur þó bólað á slíkum aðgerðum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Lokunarstyrkur dugði fyrir rúmlega helmingi af mánaðarleigu Jónas Óli Jónasson, einn eigenda skemmtistaðarins B5, segir útséð að staðurinn verði ekki opinn á meðan tveggja metra reglan er í gildi. 10. ágúst 2020 08:58 Skemmtistaðaeigendur fóru yfir stöðuna í gærkvöldi Rekstraraðilar bara, veitinga- og skemmtistaða í miðbænum keppast nú við því að þvo hendur sínar af því að vera einn fimmtán veitinga- og skemmtistaða sem Lögregla heimsótti í nótt og fylgdu ekki sóttvarnarreglum með viðunandi hætti. 9. ágúst 2020 22:27 „Eins og djammið sé það versta sem hefur komið fyrir“ Meðeigandi skemmtistaðarins B5 segir aðstæður skemmtistaða afar slæmar. Þá gagnrýnir hann viðhorf yfirvalda til næturlífsins og á bágt með að trúa að meiri smithætta sé þar en á öðrum stöðum þar sem mikill fjöldi kemur saman. 10. júní 2020 20:29 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Lokunarstyrkur dugði fyrir rúmlega helmingi af mánaðarleigu Jónas Óli Jónasson, einn eigenda skemmtistaðarins B5, segir útséð að staðurinn verði ekki opinn á meðan tveggja metra reglan er í gildi. 10. ágúst 2020 08:58
Skemmtistaðaeigendur fóru yfir stöðuna í gærkvöldi Rekstraraðilar bara, veitinga- og skemmtistaða í miðbænum keppast nú við því að þvo hendur sínar af því að vera einn fimmtán veitinga- og skemmtistaða sem Lögregla heimsótti í nótt og fylgdu ekki sóttvarnarreglum með viðunandi hætti. 9. ágúst 2020 22:27
„Eins og djammið sé það versta sem hefur komið fyrir“ Meðeigandi skemmtistaðarins B5 segir aðstæður skemmtistaða afar slæmar. Þá gagnrýnir hann viðhorf yfirvalda til næturlífsins og á bágt með að trúa að meiri smithætta sé þar en á öðrum stöðum þar sem mikill fjöldi kemur saman. 10. júní 2020 20:29