Stefnt á að Blikar spili í Þrándheimi þó Ísland sé á rauðum lista Sindri Sverrisson skrifar 12. ágúst 2020 17:30 Breiðablik fær að spila tvo leiki í Pepsi Max-deildinni fram að leiknum við Rosenborg. VÍSIR/BÁRA Þrátt fyrir að Ísland sé nú komið á rauðan lista í Noregi er enn stefnt að því að Breiðablik mæti Rosenborg í Þrándheimi í forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. Liðin eiga að mætast í 1. umferð keppninnar þann 27. ágúst. Sigurliðið kemst áfram í 2. umferð og fær tugi milljóna króna frá UEFA í verðlaunafé. Forráðamenn Breiðabliks áttu símafund með kollegum sínum hjá Rosenborg í dag. Það að Ísland sé komið á rauðan lista þýðir að íslenskir ferðamenn þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til Noregs, en forráðamenn Rosenborg ræða nú við stjórnvöld um undanþágu frá því. „Við reiknum áfram með því að leikurinn fari fram í Þrándheimi. Þetta eru auðvitað glænýjar fréttir en þeir [forráðamenn Rosenborg] eru að vinna með yfirvöldum og kappkosta að við fáum leyfi til að koma til landsins,“ segir Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks. Á ábyrgð Rosenborg að fá undanþágu Samkvæmt reglum UEFA er það á ábyrgð Rosenborg að fá undanþágu fyrir Blika og fáist hún ekki verður Blikum úrskurðaður 3-0 sigur. Rosenborg hefur reyndar einnig þann möguleika að færa leikinn á hlutlausan völl í öðru landi en að sögn Sigurðar virðist afar ólíklegt að sú verði raunin. Lönd á borð við Grikkland og Ungverjaland hafa boðist til að taka á móti liðum sem vilja spila á hlutlausum velli. Blikar munu leigja sér flugvél til að ferðast til Noregs og fá til þess 6,4 milljóna króna styrk frá UEFA. Ef allt gengur upp munu þeir ferðast til Noregs tveimur dögum fyrir leik, eftir að hafa farið í skimun fyrir kórónuveirunni hér á landi, og heim aftur fljótlega eftir leik. Miðað við núgildandi reglur þurfa Blikar ekki að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. Blikar snúa aftur til keppni eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins á sunnudaginn þegar þeir mæta Víkingi R.. Þeir eiga leik við Gróttu föstudaginn 21. ágúst áður en haldið verður til Noregs fjórum dögum síðar, ef allt gengur að óskum. Breiðablik Evrópudeild UEFA Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland komið á rauðan lista í Noregi: Evrópuleikur Blika í hættu? Ísland er komið á rauðan lista hjá Norðmönnum og þar með er Evrópuleikur Breiðabliks og Rosenborg í hættu. 12. ágúst 2020 13:00 Blikar gætu fengið sigur eða undanþágu til að komast til Noregs Leikmenn Breiðabliks gætu þurft að fá undanþágu frá sóttvarnareglum í Noregi til að mæta þar liði Rosenborg. Fáist sú undanþága ekki gæti Blikum verið úrskurðaður sigur, 3-0. 11. ágúst 2020 11:58 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Sjá meira
Þrátt fyrir að Ísland sé nú komið á rauðan lista í Noregi er enn stefnt að því að Breiðablik mæti Rosenborg í Þrándheimi í forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. Liðin eiga að mætast í 1. umferð keppninnar þann 27. ágúst. Sigurliðið kemst áfram í 2. umferð og fær tugi milljóna króna frá UEFA í verðlaunafé. Forráðamenn Breiðabliks áttu símafund með kollegum sínum hjá Rosenborg í dag. Það að Ísland sé komið á rauðan lista þýðir að íslenskir ferðamenn þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til Noregs, en forráðamenn Rosenborg ræða nú við stjórnvöld um undanþágu frá því. „Við reiknum áfram með því að leikurinn fari fram í Þrándheimi. Þetta eru auðvitað glænýjar fréttir en þeir [forráðamenn Rosenborg] eru að vinna með yfirvöldum og kappkosta að við fáum leyfi til að koma til landsins,“ segir Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks. Á ábyrgð Rosenborg að fá undanþágu Samkvæmt reglum UEFA er það á ábyrgð Rosenborg að fá undanþágu fyrir Blika og fáist hún ekki verður Blikum úrskurðaður 3-0 sigur. Rosenborg hefur reyndar einnig þann möguleika að færa leikinn á hlutlausan völl í öðru landi en að sögn Sigurðar virðist afar ólíklegt að sú verði raunin. Lönd á borð við Grikkland og Ungverjaland hafa boðist til að taka á móti liðum sem vilja spila á hlutlausum velli. Blikar munu leigja sér flugvél til að ferðast til Noregs og fá til þess 6,4 milljóna króna styrk frá UEFA. Ef allt gengur upp munu þeir ferðast til Noregs tveimur dögum fyrir leik, eftir að hafa farið í skimun fyrir kórónuveirunni hér á landi, og heim aftur fljótlega eftir leik. Miðað við núgildandi reglur þurfa Blikar ekki að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. Blikar snúa aftur til keppni eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins á sunnudaginn þegar þeir mæta Víkingi R.. Þeir eiga leik við Gróttu föstudaginn 21. ágúst áður en haldið verður til Noregs fjórum dögum síðar, ef allt gengur að óskum.
Breiðablik Evrópudeild UEFA Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland komið á rauðan lista í Noregi: Evrópuleikur Blika í hættu? Ísland er komið á rauðan lista hjá Norðmönnum og þar með er Evrópuleikur Breiðabliks og Rosenborg í hættu. 12. ágúst 2020 13:00 Blikar gætu fengið sigur eða undanþágu til að komast til Noregs Leikmenn Breiðabliks gætu þurft að fá undanþágu frá sóttvarnareglum í Noregi til að mæta þar liði Rosenborg. Fáist sú undanþága ekki gæti Blikum verið úrskurðaður sigur, 3-0. 11. ágúst 2020 11:58 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Sjá meira
Ísland komið á rauðan lista í Noregi: Evrópuleikur Blika í hættu? Ísland er komið á rauðan lista hjá Norðmönnum og þar með er Evrópuleikur Breiðabliks og Rosenborg í hættu. 12. ágúst 2020 13:00
Blikar gætu fengið sigur eða undanþágu til að komast til Noregs Leikmenn Breiðabliks gætu þurft að fá undanþágu frá sóttvarnareglum í Noregi til að mæta þar liði Rosenborg. Fáist sú undanþága ekki gæti Blikum verið úrskurðaður sigur, 3-0. 11. ágúst 2020 11:58