Sofandi og ráðalaus: 4 punktar Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 12. ágúst 2020 10:00 1. Sáralítið mat hefur verið lagt á hvað opnun landsins þýddi í raun, og hver væri ábatinn, kostnaðurinn og áhættan. Um þetta eru flestir sammála nema ráðherrarnir sem áttu að vinna vinnuna sína. Hver erlendur ferðamaður skilar að jafnaði um 240.000 kr. í útflutningsverðmæti. Í júlí voru um 50 þúsund erlendir farþegar. Þetta þýðir 12 milljarða útflutningstekjur og af því er þjóðhagslegur ávinningur um 5 milljarðar. Í öllu samhengi er þetta mjög lág upphæð. Til samanburðar eyða Íslendingar í venjulegu árferði um 17 milljörðum erlendis í hverjum mánuði. 2. Á sama tíma og við erum upplifa dýpstu kreppu okkar í 100 ár og í raun að kljást við eitt stærsta úrlausnarefni aldarinnar er ríkisstjórnin sofandi í aftursætinu. Öllum ákvörðunum er skotið til þríeykisins sem hefur sóttvarnarhlutverki að gegna og gegna þau því hlutverki af prýði. Þríeykið á hins vegar ekki að sinna öðrum hlutverkum. Þau hlutverk liggja hjá ráðherrunum en þar er máttleysið algert. Á sama tíma búa skólar, aldraðir, foreldrar, heimili, menningarlífið, veitingastaðir, íþróttastarf og atvinnulífið við endurtekna óvissu og ráðleysi í boði ríkisstjórnarinnar. 3. Hvert er eiginlega planið hjá þessari ríkisstjórn? Forsætisráðherrann sagði nýlega að „meginmarkmið“ ríkisstjórnarinnar sé að tryggja „stöðugleika í stjórnarfari“ sem þýðir á mannamáli: Markmið okkar er að halda ráðherrastólunum. Annað er ekki að frétta. 4. Ég er lengi búinn að kalla til dæmis eftir fjárfestingaráætlun við þessar aðstæður. Það var gert í síðasta hruni en ekkert bólar á slíku núna. Einungis á þessu ári hafa 20.000 störf bókstaflega horfið úr íslensku hagkerfi. Þetta eru fleiri störf en eru samanlagt á öllu Austurlandi, Vestfjörðum og Akureyri. Hvernig er ríkisstjórnin að bregðast við þessari stöðu? Hvar er verið að bregðast við breyttu hagkerfi? Og af hverju er þessi ríkisstjórn aldrei undirbúin? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
1. Sáralítið mat hefur verið lagt á hvað opnun landsins þýddi í raun, og hver væri ábatinn, kostnaðurinn og áhættan. Um þetta eru flestir sammála nema ráðherrarnir sem áttu að vinna vinnuna sína. Hver erlendur ferðamaður skilar að jafnaði um 240.000 kr. í útflutningsverðmæti. Í júlí voru um 50 þúsund erlendir farþegar. Þetta þýðir 12 milljarða útflutningstekjur og af því er þjóðhagslegur ávinningur um 5 milljarðar. Í öllu samhengi er þetta mjög lág upphæð. Til samanburðar eyða Íslendingar í venjulegu árferði um 17 milljörðum erlendis í hverjum mánuði. 2. Á sama tíma og við erum upplifa dýpstu kreppu okkar í 100 ár og í raun að kljást við eitt stærsta úrlausnarefni aldarinnar er ríkisstjórnin sofandi í aftursætinu. Öllum ákvörðunum er skotið til þríeykisins sem hefur sóttvarnarhlutverki að gegna og gegna þau því hlutverki af prýði. Þríeykið á hins vegar ekki að sinna öðrum hlutverkum. Þau hlutverk liggja hjá ráðherrunum en þar er máttleysið algert. Á sama tíma búa skólar, aldraðir, foreldrar, heimili, menningarlífið, veitingastaðir, íþróttastarf og atvinnulífið við endurtekna óvissu og ráðleysi í boði ríkisstjórnarinnar. 3. Hvert er eiginlega planið hjá þessari ríkisstjórn? Forsætisráðherrann sagði nýlega að „meginmarkmið“ ríkisstjórnarinnar sé að tryggja „stöðugleika í stjórnarfari“ sem þýðir á mannamáli: Markmið okkar er að halda ráðherrastólunum. Annað er ekki að frétta. 4. Ég er lengi búinn að kalla til dæmis eftir fjárfestingaráætlun við þessar aðstæður. Það var gert í síðasta hruni en ekkert bólar á slíku núna. Einungis á þessu ári hafa 20.000 störf bókstaflega horfið úr íslensku hagkerfi. Þetta eru fleiri störf en eru samanlagt á öllu Austurlandi, Vestfjörðum og Akureyri. Hvernig er ríkisstjórnin að bregðast við þessari stöðu? Hvar er verið að bregðast við breyttu hagkerfi? Og af hverju er þessi ríkisstjórn aldrei undirbúin? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun